Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 22. maí 2018 15:30
Magnús Már Einarsson
Galdramaðurinn Potter líklegastur til að taka við Swansea
Graham Potter.
Graham Potter.
Mynd: Getty Images
Graham Potter, þjálfari Östersund í Svíþjóð, verður líklega næsti stjóri Swansea samkvæmt frétt Sky Sports í dag.

Swwansea féll úr ensku úrvalsdeildinni á dögunum og félagið er að leita að eftirmanni Carlos Carvalhal sem verður ekki áfram við stjórnvölinn.

Hinn 42 ára gamli Potter hefur galdrað fram ótrúlegan árangur hjá Östersund undanfarin ár.

Potter kom liðinu úr sænsku C-deildinni upp í úrvalsdeiidina og í fyrra vann liðið sænska bikarinn.

Það var þó einungis byrjunin á ævintýrinu því í Evrópudeildinni á nýliðnu tímabili sló Östersund í gegn og fór í 32-liða úrslit. Þar tapaði liðið gegn Arsenal.
Athugasemdir
banner