Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   mið 22. maí 2024 18:05
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Atalanta og Leverkusen: Scamacca og Adli leiða línurnar
Wirtz í byrjunarliðinu í fyrsta sinn síðan í Róm
Mynd: Atalanta
Wirtz er að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik síðan í byrjun mánaðar.
Wirtz er að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik síðan í byrjun mánaðar.
Mynd: Getty Images
Atalanta og Bayer Leverkusen eigast við í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld sem fer fram á Aviva leikvanginum í Dyflinni, höfuðborg Írlands.

Leverkusen hefur átt ótrúlegt tímabil þar sem liðið á enn eftir að tapa fótboltaleik undir stjórn Xabi Alonso. Félagið er búið að vinna þýsku deildina og eftir úrslitaleikinn í kvöld á Leverkusen eftir að spila úrslitaleik þýska bikarsins.

Það verður afar spennandi að fylgjast með úrslitaleiknum og sjá hvort Atalanta takist að vera fyrsta, og mögulega eina, liðið til að leggja Leverkusen að velli á þessu tímabili.

Atalanta er með sterkan leikmannahóp og sló meðal annars Liverpool úr leik á leið sinni í úrslitaleikinn. Ítalirnir gerðu sér lítið fyrir og unnu 0-3 á Anfield þar sem Gianluca Scamacca skoraði tvennu.

Atalanta lagði einnig Sporting CP og Marseille að velli í útsláttarkeppninni á meðan Leverkusen lentu í miklu basli gegn Qarabag áður en liðið sendi West Ham og AS Roma heim.

Bæði Atalanta og Leverkusen mæta til leiks með sterk byrjunarlið, þar sem má finna leikmenn á borð við Teun Koopmeiners, Ademola Lookman, Charles De Ketelaere í liði Atalanta á meðan Jeremie Frimpong, Florian Wirtz, Granit Xhaka og félagar eru klárir í slaginn í ógnarsterku liði Leverkusen.

Atalanta: Musso, Djimsiti, Hien, Kolasinac, Zappacosta, Ederson, Koopmeiners, Ruggeri, De Ketelaere, Lookman, Scamacca
Varamenn: Carnesecchi, Toloi, Holm, Pasalic, Toure, De Roon, Bakker, Adopo, Rossi, Hateboer, Scalvini, Miranchuk

Leverkusen: Kovar, Tapsoba, Tah, Hincapie, Stanisic, Palacios, Xhaka, Grimaldo, Frimpong, Adli, Wirtz
Varamenn: Hradecky, Kossounou, Hofmann, Andrich, Iglesias, Soares, Schick, Tella, Boniface, Hlozek, Puerta, Lomb
Athugasemdir
banner
banner
banner