Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mið 23. apríl 2014 18:15
Hafliði Breiðfjörð
Doumbia í FH: Sagt að það væri brjálæði að koma hingað
Kassim Doumbia í FH búning í dag.
Kassim Doumbia í FH búning í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá fréttamannafundi þar sem Kassim var kynntur í dag.
Frá fréttamannafundi þar sem Kassim var kynntur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég er mjög ánægður með að semja við FH og tel það gott val hjá mér. Við spilum í Evrópudeildinni sem er mikilvægt fyrir mig og ég vil gera mitt besta í að hjálpa FH við að komast langt í Evrópudeildinni og gefa allt mitt svo FH verði meistarar í ár," sagði miðvörðurinn Kassim Doumbia við Fótbolta.net í dag eftir að hafa samið við FH um að leika með þeim í sumar.

Hvað hugsaðirðu þegar þú heyrðir um áhuga frá Íslandi. ,,Ég hafði aldrei komið til Íslands og svo margir segja að það sé ískalt þar og það væri brjálæði að fara hingað og spila fótbolta. Svo kom ég hingað nokkrum vikum síðar og sá að það var fínt veður hérna og fólkið hérna er mjög vingjarnlegt. Svo kom ég til FH og leikmennirnir eru svo fínir að þetta er eins og fjölskylda. Þeir sýndu mér allt og hafa hjálpað mér mikið. Þjálfarinn er líka mjög fínn."

,,Ég vissi ekkert um Ísland en vissi um einn leikmann sem ég spilaði gegn í fyrra í belgísku deildinni. Það var (Eiður Smári) Guðjohnsen sem spilar með Club Brugge og spilaði áður með Cercle. Hann er góður leikmaður sem allir vita hver er. Svo er ég kominn til Íslands núna sem er nýtt tækifæri fyrir mig."


Kassim kom til FH fyrir nokkrum vikum og tók þá tvær æfingar og spilaði einn æfingaleik og hefur núna æft einu sinni með liðinu.

,,Styrkleikinn er fínn. Ég kom í fyrradag og sá þá spila í undanúrslitunum í Lengjubikarnum gegn KR. Það var góður leikur. FH skoruðu og í byrjun seinni hálfleiks voru FH mjög góðir, þar til KR jafnaði en svo réðist þetta í vítaspyrnukeppni. Ég er ánægður með að þeir eru komnir í úrslitin og vona að ég geti spilað í úrslitaleiknum. Ég heyrði að markvörður FH í undanúrslitunum (Kristján Finnbogason) sé 42 ára, ég er hissa á hvað hann er góður. Hann er reyndur og varði tvö víti. Mér skilst að hann vilji hjálpa ungu mönnunum í liðinu."

Að lokum spurðum við Kassim hvort hann sé tilbúinn að spila í snjó.

,,Nei ekki í snjó," sagði hann og hló.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner