Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   sun 23. júlí 2017 16:00
Arnar Daði Arnarsson
Sif: Getum komið til baka eins og Tiger Woods
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var gríðarlega svekkt. Þetta eru íþróttirnar. Þær eru ömurlegar á tíma en geggjaðar á öðrum mómentum, ef það hefði farið þannig. Mótlætir styrkir mann," sagði varnarmaðurinn jákvæði, Sif Atladóttir.

Ljóst var í gærkvöldi að íslenska landsliðið er úr leik á Evrópumótinu í Hollandi. Tap gegn Sviss og jafntefli í leik Frakklands og Austurríki gerðu það að verkum að Ísland fer heim af EM eftir leikinn gegn Austurríki á miðvikudaginn.

„Einbeitingaleysi í hálfa sekúndu, það þurfti ekki meira. Það er sorglegt þegar maður hugsar til baka og hvað maður hefði getað gert betur. Ef og hefði, er alltaf mikið. Mér finnst ótrúlega lítið sem við hefðum getað breytt. Þær fá þrjú skot á markið, tvö fara inn. Frakkarnir fá sama sem ekkert marktækifæri. Við erum með ótrúlega gott varnarlið og mér fannst það ganga ótrúlega vel upp. Það féll ekki okkar megin í þessu móti," sagði Sif.

Fyrir mót ríkti mikil spenna fyrir mótinu. Markmiðin voru skýr, Ísland ætlaði sér uppúr riðlinum. Þegar litið er á úrslit Íslands eftir að það tryggði sér sæti á EM í september í fyrra, hefur liðið aðeins unnið þrjá sigra í síðustu 14 leikjum.

„Við erum með geggjað lið en því miður skoruðum við ekki. Maður verður að gera það í fótboltaleik. Við erum með gott lið og frábæra liðsheild og frábæra umgjörð sem ég er ótrúlega stolt yfir. Ég er ótrúlega stolt af öllum sem koma að þessu liði. Stundum þarf maður að taka skref til baka til að bæta sig. Tiger Woods fór heldur betur til baka og datt af heimslistanum þegar hann breytti um sveiflu. Erum við ekki bara í miðri breytingu á sveiflu í þessu mómenti. Við sjáum hvað gerist í haust, það verður spennandi tímar."

„Ef maður hugsar aðeins um það hvað gerist eftir að við tryggjum okkur á EM þá missum við svolítið af leikmönnum í meiðsli og annarsskonar fjarveru. Þetta kerfi hentar þessum hóp og þessum einstaklingum. Við þurfum að aðlaðast að því sem við höfum og því sem þjálfarinn telur að sé best fyrir hópinn. Við vitum að hann þekkir hópinn út og inn. Við trúm og treystum á því að Freyr hafi gert rétt og heldur áfram að vinna í þessu og við stöndum allar saman. Við erum í miðri sveiflu, við þurfum meiri tíma til aðlaga okkur. Því miður gerðist það á þessu mómenti. Það er eitthvað í uppsiglingu, það er alveg klárt.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner