Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 23. september 2017 17:37
Hafliði Breiðfjörð
Donni: Auðvitað átti ekki að spila leikinn
Donni vildi ekki spila í aðstæðunum í Grindavík í dag.
Donni vildi ekki spila í aðstæðunum í Grindavík í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ógeðslega svekkjandi," sagði Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Þórs/KA eftir að liðinu mistókst að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í dag með 3-2 tapi í Grindavík.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  2 Þór/KA

„Þetta var leikur þar sem þetta datt ekki alveg með okkur. Við eigum skot í slánna og niður á línu og þær fara upp og skora. En við hefðum getað gert betur í dag. Grindavík stóð sig vel, nýttu sína styrkleika vel og sóttu hratt."

Donni vildi ekki spila leikinn í rokinu og rigningunni í Grindavík í dag en aðstæður þóttu nógu góðar til að spila leikinn.

„Auðvitað átti ekki að spila," sagði hann. „Það skiptir samt engu máli, það voru bæði lið að spila á sama velli á sama tíma svo það skiptir engu máli," sagði Donni en þrátt fyrir rok var það ekki það mikið að vindurinn virtist aldrei stela boltanum.

„Það sást kannski utan frá en sást þegar maður labbar yfir völlinn að það voru pollar á honum. Það skipti engu helvítis máli hvernig aðstæður voru. Við hefðum bara átt að gera betur."

Þór/KA mætir FH á fimmtudaginn og getur unnið titilinn í lokaumferðinni með sigri þar, ef ekki gæti Breiðablik stolið honum með því að vinna Grindavík heima.

„Við eigum úrslitaleik eftir, Breiðablik þarf að klára sinn leik en við ætlum að einbeita okkur að því að vinna okkar leik og sigla þessu heim fyrir vonandi 3000 manns. FH er besta liðið i neðri hluta deildarinnar, einn erfiðasti leikur sem við höfum spilað var á þeirra heimavelli. Við tökum vel á móti þeim á okkar velli og það verður ekkert gefins í þeim leik."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner