Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 24. mars 2016 09:00
Arnar Geir Halldórsson
Buffon velur úrvalsliðið í enska - Tveir Englendingar
Gianluigi Buffon
Gianluigi Buffon
Mynd: Getty Images
Ítalska goðsögnin Gianluigi Buffon hefur aldrei spilað í ensku úrvalsdeildinni en hann þekkir vel til enska boltans enda leikið í hæsta gæðaflokki í mörg ár.

Goal.com fékk Buffon til að setja saman úrvalslið leikmanna úr ensku úrvalsdeildinni.

Aðeins tveir Englendingar eru í liði Buffon en athygli vekur að hann velur Joe Hart fram yfir markverði á borð við Petr Cech, David De Gea og Hugo Lloris.

Alls eru fimm leikmenn frá Man City en Buffon velur leikmenn úr fjórum liðum deildarinnar, Man City, Arsenal, Chelsea og Tottenham.

Úrvalslið Buffon má sjá hér fyrir neðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner