Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. apríl 2016 17:08
Elvar Geir Magnússon
Ítalía: Flautumark og AC Milan tapaði fyrir botnliðinu
Giampaolo Pazzini skoraði gegn gömlu félögunum.
Giampaolo Pazzini skoraði gegn gömlu félögunum.
Mynd: Getty Images
Hellas Verona 2 - 1 AC Milan Milan
0-1 Jeremy Menez ('21 )
1-1 Giampaolo Pazzini ('72 , víti)
2-1 Luca Siligardi ('90 )

AC Milan fór illa að ráði sínu gegn neðsta liði ítölsku A-deildarinnar, Hellas Verona. Frakkinn Jeremy Menez sá til þess að Milan var yfir í hálfleik en í þeim síðari skoruðu heimamenn tvívegis og tryggðu sér þrjú stig.

Giampaolo Pazzini jafnaði í 1-1 en hann gekk í raðir Verona frá AC Milan í fyrra. Það var svo í uppbótartíma sem Luca Siligardi skoraði sigurmarkið.

Gianluigi Donnarumma, markvörðurinn ungi hjá Milan, hafði í nægu að snúast í leiknum og varði oft meistaralega en náði ekki að koma í veg fyrir niðurlægjandi ósigur.

AC Milan er í sjötta sæti og missti af mikilvægum stigum í baráttu um Evrópusæti. Verona er neðst með 25 stig og ljóst að B-deildin bíður næsta tímabil.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner