Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 25. október 2016 19:14
Þorsteinn Haukur Harðarson
Stjórnendur Man Utd voru ekki spenntir fyrir Mkhitaryan
Mynd: Getty Images
Henrikh Mkhitaryan hefur að flestra mati farið illa af stað með Manchester United en leikmaðurinn hefur einungis byrjað einn deildarleik eftir að hann kom til félagsins frá Borussia Dortmund í sumar.

Goal.com greinir svo frá því í kvöld að forráðamenn enska félagsins, sérstaklega þeir sem störfuðu með Louis van Gaal, hafi ekki verið hrifnir af hugmyndinni um að fá leikmanninnn til félagsins.

Jose Mourinho lagði hinsvegar mikla áherslu á að fá leikmanninn til félagsins og fékk sínu framgengt að lokum.

Armeninn var frábær með Dortmund í fyrra en á enn eftir að sýna sínar bestu hliðar á Englandi.
Athugasemdir
banner