Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 26. nóvember 2015 10:00
Magnús Már Einarsson
Drogba vill verða stjóri Chelsea
Mynd: Getty Images
Didier Drogba, fyrrum framherji Chelsea, segist vilja gerast knattspyrnustjóri liðsins í framtíðinni.

Hinn 37 ára gamli Drogba skoraði á sínum tíma 164 mörk með Chelsea.

Hann segist ætla að vinna aftur fyrir félagið í framtíðinni og vonar að það verði sem knattspyrnustjóri.

„Ég vil gefa félaginu til baka eftir að það gaf mér svona mikið. Ég hef samið um það við stjórnarmenn félagsins," sagði Drogba.

„Af hverju ekki sem stjóri? Af hverju ekki sem yfirmaður íþróttamála, yfirmaður í akademíunni eða kannski sem ráðgjafi fyrir framherjana?"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner