Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 26. nóvember 2016 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Landsliðsþjálfari Wales vill að Bale verði klár eftir þrjá mánuði
Mun Bale vera klár í slaginn í mars?
Mun Bale vera klár í slaginn í mars?
Mynd: Getty Images
Chris Coleman, landsliðsþjálfari Wales, er bjartsýnn á það að stjörnuleikmaðurinn Gareth Bale verði heill heilsu þegar Walesverjar mæta Írlandi í undankeppni HM í mars.

Bale, sem er á mála hjá spænska stórliðinu Real Madrid, meiddist í Meistaradeildinni í vikunni. Hann fer í aðgerð á ökkla á þriðjudaginn, en búist er við því að hann verði frá í fjóra mánuði eftir það.

„Ég er að vona að það verði frekar þrír mánuðir," sagði Coleman.

„Hann er algjör vél og líkamlega þá er hann í sérflokki. Við munum vita aðeins meira um þetta í næstu viku eða í vikunni þar á eftir."

Wales er í þriðja sæti síns riðils í undankeppni HM, en efstir eru Írar. Það er því mikilvægur leikur framundan í mars og því skiljanlegt að Coleman vilji hafa sinn besta leikmann þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner