Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 26. nóvember 2016 13:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Malaga hafði betur í ótrúlegum fótboltaleik
Javi Ontiveros hér í baráttu við Jordi Alba. Ontiveros setti sigurmark Malaga í uppbótartíma í dag
Javi Ontiveros hér í baráttu við Jordi Alba. Ontiveros setti sigurmark Malaga í uppbótartíma í dag
Mynd: Getty Images
Malaga 4 - 3 Deportivo
0-1 Celso Borges ('4 , víti)
1-1 Michael Santos ('21 , víti)
2-1 Sandro Ramirez ('40 )
3-1 Michael Santos ('56 )
3-2 Florin Andone ('72 )
3-3 Celso Borges ('82 )
4-3 Javi Ontiveros ('90 )

Hann var rosalegur, opnunarleikur dagsins í spænsku úrvalsdeildinni. Malaga og Deportivo La Coruna mættust í svona fyrir fram frekar óáhugaverðum leik, en það var hann svo sannarlega ekki. Þetta var annar leikurinn í 13. umferð spænsku deildarinnar.

Gestirnir frá Deportivo voru einu stigi frá fallsæti fyrir leikinn, en þeir komust yfir eftir fjórar mínútur þegar Celso Borges skoraði úr vítaspyrnu, 1-0 fyrir Deportivo.

Jöfnunarmark Malaga kom 17 mínútum síðar, en það kom líka úr vítaspyrnu. Þar var að verki Michael Santos, en stuttu fyrir hálfleik skoraði Sandro Ramirez, fyrrum leikmaður Barcelona, og sá til þess að Malaga leiddi í leikhlé, 2-1.

Michael Santos, maðurinn sem kom Malaga á blað, setti sitt annað mark og þriðja mark Malaga í leiknum í upphafi seinni hálfleiks.

Staðan var orðin 3-1 fyrir Malaga, en hún var fljót að breytast aftur. Mörk frá Florin Andone og Celso Borges með tíu mínútna millibili jöfnuðu leikinn fyrir Deportivo og allt búið að breytast á mjög skömmum tíma.

Allt stefndi í jafntefli, en þegar kom var fram í uppbótartíma kom sigurmarkið. Það gerði Javi Ontiveros fyrir Malaga og lokatölur því 4-3 fyrir heimamenn í þessum magnaða leik.

Malaga fer upp í níunda sæti deildarinnar með þessum sigri, en Deportivo er áfram við fallsætin með tíu stig.

Stigatöfluna í deildinni er hægt að sjá hér að neðan, en það gæti tekið smá tíma fyrir hana að uppfæra sig.
Stöðutaflan Rússland Efsta deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Zenit 25 15 5 5 44 22 +22 50
2 FK Krasnodar 25 14 7 4 41 25 +16 49
3 Dinamo 25 12 8 5 42 33 +9 44
4 Lokomotiv 25 10 11 4 42 34 +8 41
5 Kr. Sovetov 25 11 6 8 43 35 +8 39
6 Spartak 25 11 6 8 34 29 +5 39
7 CSKA 25 9 11 5 44 33 +11 38
8 Rostov 25 10 7 8 37 38 -1 37
9 Rubin 25 10 6 9 23 30 -7 36
10 Nizhnyi Novgorod 25 8 4 13 24 33 -9 28
11 Orenburg 25 6 8 11 28 33 -5 26
12 Fakel 25 6 8 11 19 28 -9 26
13 Akhmat Groznyi 25 7 5 13 24 37 -13 26
14 Ural 25 6 6 13 24 39 -15 24
15 Baltica 25 6 5 14 25 31 -6 23
16 Sochi 25 4 7 14 26 40 -14 19
Athugasemdir
banner
banner
banner