Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   sun 27. júlí 2014 21:48
Brynjar Ingi Erluson
Heimir Guðjóns: Höfum áhuga á að fá Indriða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH í Pepsi-deild karla, var að vonum ánægður með 2-0 sigur liðsins á Fylki í kvöld.

Ingimundir Níels Óskarsson braut ísinn á 80. mínútu áður en Emil Pálsson bætti við öðru marki undir lok leiksins.

,,Það var gott vinnuframlag og gott skipulag, við héldum markinu hreinu og skoruðum tvö góð mörk. Þetta var þolinmæðisvinna og við sýndum það í þessum leik," sagði Heimir.

,,Þeir komu inn, Shawn og Brynjar, mér fannst þeir standa sig virkilega vel. Varnarleikur liðsins í heildinni var góður og Fylkir var ekki að skapa sér mörg færi í þessum leik."

Steven Lennon spilaði sinn fyrsta leik fyrir FH í dag en hann samdi við liðið eftir að hafa komið frá Sandnes Ulf.

,,Ekki spurning, við vitum að Lennon er mjög góður leikmaður og á eftir að nýtast FH-liðinu mjög vel. Hann kom inn í leikinn og stóð sig vel."

,,Mér fannst við ekki í vandræðum, við vorum að skapa góð færi en hefðum mátt vera nákvæmari upp við markið en þeir komu inn, Lennon og Atli Guðna, þeir eru sóknarþenkjandi menn og Ingimundur náði að brjóta ísinn fyrir okkur."

,,Já, það er alltaf gaman að spila Evrópuleiki og Elfsborg er mjög gott lið og við þurfum að spila virkilega góðan leik á fimmtudaginn á erfiðum útivelli og ná hagstæðum úrslitum svo að það verði einhver stemmning í Krikanum í seinni leiknum."


FH hefur verið í viðræðum við Val um kaup á Indriða Áka Þorlákssyni en Heimir vill ólmur fá hann í raðir félagsins.

,,Við erum búnir að tala við hann eða klúbbarnir eru búnir að tala saman. Ég skipti mér ekki af því en við höfum áhuga á að fá hann en ég veit ekki hver staðan er á því í dag," sagði Heimir að lokum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner