Napoli vill kaupa Dragusin - Greenwood kostar 50 milljónir punda - Man Utd vill Frenkie de Jong - Arsenal setur sjö leikmenn á sölu - Mbappe kynntur í...
   sun 28. apríl 2024 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hin hliðin - Kristófer Páll Viðarsson (Reynir S.)
Kristófer Páll fagnar marki síðasta sumar.
Kristófer Páll fagnar marki síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Alexander Magnússon.
Alexander Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Besti þjálfarinn.
Besti þjálfarinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristófer og Benni Jóns.
Kristófer og Benni Jóns.
Mynd: Reynir Sandgerði
Hilmar Freyr Bjartþórsson.
Hilmar Freyr Bjartþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Coutinho.
Coutinho.
Mynd: Getty Images
Óðinn Jóhannsson.
Óðinn Jóhannsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það styttist í að 2. deild karla fari af stað og erum við á Fótbolta.net byrjaðir að birta spá þjálfara fyrir deildina. Reyni Sandgerði er spáð tíunda sætinu.

Kristófer Páll Viðarsson var leikmaður ársins í 3. deild í fyrra en hann var algjörlega frábær þegar Reynir fór upp og skoraði 17 mörk í 19 leikjum. Kristófer er uppalin í Leikni Fáskrúðsfirði og fór ungur að sýna hversu góður hann væri í fótbolta. Hann hefur leikið með KA, Fylki, Selfossi, Keflavík, Grindavík og jú auðvitað Reyni á sínum ferli. Alls hefur hann spilað 220 KSÍ-leiki og skorað í þeim 84 mörk.

Í dag sýnir Kristófer Páll á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Kristófer Páll Viðarsson

Kristó eða Kris af erlendum leikmönnum

Aldur: 27 ára

Hjúskaparstaða: laus

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: 2012 gegn Magna, 6-1 sigur og fyrsta mark sem er alltaf minnistætt

Uppáhalds drykkur: Boli

Uppáhalds matsölustaður: Rétturinn, Maggi klikkar aldrei

Hvernig bíl áttu: Á ekki bil, blue car rental græjar mig. Maggi klikkar aldrei

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei, en liðsfélagar mínir eru á fullu í þessu. Það er grænt

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: 70 min

Uppáhalds tónlistarmaður: Gummi Tóta og Herbert Guðmunds

Uppáhalds hlaðvarp: Doc núna, áður var það Ástríðan

Uppáhalds samfélagsmiðill: Instagram

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: .net

Fyndnasti Íslendingurinn: Maggi Magg í gír

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Hæ! Maturinn þinn er tilbúinn, þú mátt sækja hann í lúguna. -Brons

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Fjarðarbyggð

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Alli Magg þegar hnén voru til staðar

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Viðar Jónsson og Janko

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Benni Jóns á æfingum, sá getur tuðað

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Hilmar Freyr Bjartþórs og Coutinho

Sætasti sigurinn: Gegn HK 2016, 7-2 sigur og héldum okkur uppi á markatölu.

Mestu vonbrigðin: fall með Leikni 2017

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Jökull Máni Jakobsson, alvöru hafsent

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Falur orri (Falsari)

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Bergþór Ingi Smárason, eldist eins og gott rauðvín

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Jóhanna Lind Stefáns

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Isma

Uppáhalds staður á Íslandi: Fáskruðsfjörður frábær staður, Egilsstaðir einnig

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Siðasta sumar skoraði ég mark óvart úr óbeinni aukaspyrnu útaf rokinu i Sandy. Fengum skyndisókn á okkur meðan við fögnuðum markinu en sem betur fer ekki næg gæði til að refsa hjá andstæðingum okkar

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Einn hvítur monster og hlusta á “Með Stjörnunum” með kónginum

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Bara pílan yfir jólin

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Vaporinn klikkar seint

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Flest öllu satt að segja, því miður

Vandræðalegasta augnablik: Bara klassist kluðra af 2 metrum fyrir opnu marki

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Benna Jóns útaf hann sér vel um mig, Óðinn Jó bara því hann er frábær drengur og Jón Gest Ben þar sem hann veit einfaldlega allt og kann allt.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Sindri Lars væri frábær i wipeout, hann hefur lengi talað um að hann vilji bæta timann hjá pabba sínum

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er að nálgast Hall Ásgeirs vin minn í félagsskiptum. Ætla gera mitt besta að ná honum ekki

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Óðinn Jó, hélt hann gæti ekkert en svo varðist hann fyrir mig allt siðasta season

Hverju laugstu síðast: Ég er ekki viss

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaup er ekki skemmtileg

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég er bara kjaftstopp, spyrja Klopp um að taka kaldan saman eða eitthvað
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner