Napoli vill kaupa Dragusin - Greenwood kostar 50 milljónir punda - Man Utd vill Frenkie de Jong - Arsenal setur sjö leikmenn á sölu - Mbappe kynntur í...
   sun 28. apríl 2024 13:40
Aksentije Milisic
Salah hunsaði Klopp eftir leik - Carragher tjáir sig
Mynd: Getty Images

Liverpool gerði 2-2 jafntefli við West Ham á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gær og fór þar langleiðina með að stimpla sig út úr toppbaráttunni.


Mohamed Salah byrjaði á bekknum og var kappinn greinilega mjög ósáttur með það. Jurgen Klopp skipti Salah inn á þegar tólf mínútur voru til leiksloka og var Salah ósáttur og lét Klopp heyra það en í kjölfarið urðu einhver orðaskipti.

Eftir leikinn sést Klopp labba í áttina að Salah til þess að gefa honum fimmu en Salah hunsar Klopp og labbar beint í áttina að stuðningsmönnunum til að þakka þeim fyrir leikinn. Í kjölfarið gengur hann svo inn til búningsherbergja.

Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og sérfræðingur hjá Sky Sports tjáði sig um þetta mál á X.

„Salah og Klopp eru báðir goðsagnir hjá Liverpool. Við eigum ekki að velja á milli þeirra. Salah er reiður því hann er ekki að spila meira og á þessu augnabliki vildi hann ekki eiga í samskiptum við Klopp. Klopp brást skiljanlega við því," sagði Carragher.

„Mo var reiður þegar hann lét ummælin falla eftir leik en leyfum þeim tveimur að tækla þetta mál og njóta þess tíma sem þeir eiga eftir saman. Þeir hafa hjálpað hvor öðrum ótrúlega mikið á þessum síðustu árum!"

Carragher hefur í kjölfarið verið gagnrýndur en margir vilja meina að hann hefði tjáð sig allt öðruvísi um þetta mál ef ekki væru um Liverpool að ræða.


Athugasemdir
banner
banner