Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. maí 2015 16:10
Magnús Már Einarsson
Blatter: Fleiri slæmar fréttir eiga eftir að koma fram
Sepp Blatter.
Sepp Blatter.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Næstu mánuðir verða ekki auðveldir. Ég er viss um að fleiri slæmar fréttir eiga eftir að koma fram í dagsljósið," sagði Sepp Blatter forseti FIFA í dag.

Sex háttsettir menn innan FIFA voru handteknir í gær í tengslum við spillingarmál hjá sambandinu.

Blatter situr sjálfur sem fastast í forsetastól FIFA en hann mætir Prins Ali frá Jórdaníu í forsetakjöri á morgun.

„Ég veit að margir vilja meina að ég sé ábyrgur. Ég get ekki fylgst með öllum alltaf. Ef fólk vill hafa rangt við þá mun það reyna að fela það."

„Þeir sem hafa verið með spillingu í fótboltanum eru í minnihluta en líkt og í samfélaginu þá þurfa þeir að bera ábyrgð á gjörðum sínum. Fótboltinn getur ekki verið öðruvísi þar. Það er ekki til neinn staður fyrir spillingu."

„Við þurfum að bregðast við á morgun og þá fáum við tækifæri til að vinna aftur traustið. Við höfum tapað trausti og við þurfum að öðlast það á nýjan leik."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner