Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 29. janúar 2015 20:51
Daníel Freyr Jónsson
Reykjavíkurmótið: Jafnt hjá Fram og Fylki
Stefán Ragnar skoraði fyrir Fylki.
Stefán Ragnar skoraði fyrir Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fram 1 - Fylkir
0-1 Stefán Ragnar Guðlaugsson
1-1 Aleander Már Þorláksson (vítaspyrna)

Fram og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli í A-riðli Reykjavíkurmótsins í tíðindalitlum leik í kvöld þar sem bæði lið voru úr leik.

Miðvörðurinn Stefán Ragnar Guðlaugsson kom Fylki yfir með skallamarki í fyrri hálfleik og var staðan því 1-0 í hálfleik.

Fram sótti hinsvegar í sig veðrið í síðari hálfleik og uppskar vítaspyrnu. Hana tók Alexander Már Þorláksson og skoraði hann.

Sigurður Þráinn Geirsson var nálægt því að tryggja fram sigurinn undir lokin, en markskot hans hafnaði í stönginni.

Var þetta lokaleikur liðana í riðlinum og voru þau bæði án stiga fyrir kvöldið. Enda þau því bæði með 1 stig en Fylkir hefur betri markatölu og er því ofar í töflunni.

Sjá einnig:
Bein textalýsing: 21:00 Fjölnir - KR
Athugasemdir
banner
banner
banner