Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 29. mars 2017 22:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mbappe rólegur yfir Real Madrid orðrómi
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe er nafn sem er mikið í umræðunni þessa daganna. Hann hefur fljótt skotist upp á stjörnuhimininn eftir flotta frammistöðu með franska liðinu Mónakó.

Hinn 18 ára gamli Mbappe hefur skorað 19 mörk með Monaco á tímabilinu og mörg stór félög hafa augastað á honum.

Þeirra á meðal er Real Madrid, en hávær orðrómur er um að hann muni spila í spænsku höfuðborginni á næsta tímabili. Leikmaðurinn sjálfur er þó ekkert að stressa sig á stöðunni.

„Í augnablikinu er ég hjá Mónakó," sagði Mbappe við blaðamenn í gær. „Madrid er fyrir leikmenn sem eru á hátindi ferilsins, og ég er ekki þar enn," sagði Mbappe einnig.

Mbappe hefur eins og áður segir vakið mikla athygli með Mónakó á þessu tímabili. Hann skoraði m.a. báðum leikjum Mónakó gegn Man City í Meistaradeildinni og ógnaði sífellt með hraða sínum og leikni.
Athugasemdir
banner
banner
banner