Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 29. maí 2015 06:00
Daníel Freyr Jónsson
Young fann leikgleðina á ný hjá Van Gaal
Ashley Young.
Ashley Young.
Mynd: Getty Images
Ashley Young, leikmaður Manchester United, hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga eftir að Louis van Gaal tók við liðinu á síðasta ári.

Young var einn besti leikmaður liðsins á nýliðnu tímabili eftir að hafa átt erfitt updráttar undanfarin tvö ár. Hann átti fast sæti í byrjunarliðinu og lék ýmsar stöður, sem hann segir nýja reynslu fyrir sig.

Það hefur verið frábær reynsla að vinna með Van Gaal. Hann hefur rætt um aðferðir sínar síðan á undirbúningstímabilinu og hvað hann vildi fá út úr þeim," sagði Young.

Ég hef spilað í nokkrum stöðum sem er ný reynsla fyrir mig. Ég hef spilað í bakverði og það er eitthvað sem ég sá aldrei fyrir að ég myndi gera, en ég hef spilað þar í nokkrum leikjum og notið þess. Ég nýt þess að spila fótbolta á ný."

Ég virkilega nýt þess að spila fótbolta á ný. Ég hef komist í gírinn og við viljum vinna tila á nýjan leik."
Athugasemdir
banner
banner
banner