Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Víkingur R.
5
1
Valur
0-1 Aron Jóhannsson '8
Erlingur Agnarsson '34 1-1
Erlingur Agnarsson '48 2-1
Aron Elís Þrándarson '52 3-1
Aron Elís Þrándarson '55 4-1
Erlingur Agnarsson '80 5-1
07.10.2023  -  14:00
Víkingsvöllur
Besta-deild karla - Efri hluti
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Erlingur Agnarsson (Víkingur)
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
7. Erlingur Agnarsson ('80)
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson ('87)
10. Pablo Punyed ('66)
12. Halldór Smári Sigurðsson
19. Danijel Dejan Djuric ('66)
21. Aron Elís Þrándarson ('87)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen (f)

Varamenn:
11. Gísli Gottskálk Þórðarson ('66)
25. Hákon Dagur Matthíasson
27. Matthías Vilhjálmsson ('66)
29. Hrannar Ingi Magnússon ('80)
30. Daði Berg Jónsson ('87)
31. Jóhann Kanfory Tjörvason ('87)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Sölvi Ottesen (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Þórður Ingason
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson
Markús Árni Vernharðsson

Gul spjöld:
Halldór Smári Sigurðsson ('20)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÞETTA ER BÚIÐ Erlendur Eiríksson flautar til leiksloka. Stórkostlegur síðari hálfleikur hjá Víkingum er að ráð þessum úrslitum og Víkingar eru að fara lyfta skjöldinum eftir nokkra mínútur.

Viðtöl og skýrsla síðar í dag. Takk fyrir mig í sumar.
87. mín
Inn:Jóhann Kanfory Tjörvason (Víkingur R.) Út:Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
87. mín
Inn:Daði Berg Jónsson (Víkingur R.) Út:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
80. mín
Inn:Hrannar Ingi Magnússon (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
80. mín MARK!
Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
ÞRENNA TAKK!! Hálofta bolti sem er á leiðinni til Orra sem hittir ekki boltann og Erlingur nýtir sér það og chippar skemmtilega yfir Svein Sigurð í marki Vals.

5-1
77. mín
Inn:Þorsteinn Emil Jónsson (Valur) Út:Aron Jóhannsson (Valur)
75. mín
Þessi leikur er hægt og rólega að fjara út en lítið gerst hérna síðustu mínútur og í raun bara eftir fjórða mark Víkings.
71. mín
Eftir darraðadans inn á teig Vals fær Lúkas Logi boltann og nær hann skoti en boltinn af varnarmanni Víkinga og afturfyrir.
71. mín
Hlynur Freyr vinnur hornspyrnu fyrir Valsmenn.
69. mín
Hlynur Freyr fær boltann við vítateig Víkings og nær skoti en boltinn í hliðarnetið.
66. mín
Inn:Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.) Út:Pablo Punyed (Víkingur R.)
66. mín
Inn:Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.) Út:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
62. mín
Karl Friðleifur með skot sem fer beint á Svein Sigurð.
61. mín
Inn:Lúkas Logi Heimisson (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
61. mín
Inn:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur) Út:Adam Ægir Pálsson (Valur)
56. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Kristinn Freyr tekur Djuric niður. Komið pirringur í Valsmenn.
55. mín MARK!
Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Stoðsending: Helgi Guðjónsson
Víkingar að ganga frá þessu hér! Djuric fær boltann og framlengir honum á Helga sem kemur með fastan bolta fyrir og Aron Elís gerir afskaplega vel og setur boltann í stöngina og inn úr þröngum skotvínkli.
52. mín MARK!
Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
ARON ELÍS!! Markið kemur upp úr hornspyrnunni. Djuric tekur spyrnuna og Helgi nær skalla á markið og Birkir Heimisson ætlar að hreinsa boltann en hittir ekki boltann. Aron Elís þakkar fyrir það og mætir og setur boltann í netið

3-1
52. mín
Karl Friðleifur með skot sem fer af Aroni Jó og Víkingar fá horn.
51. mín
Inn:Elfar Freyr Helgason (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
49. mín
Sigurður Egill virðist togna í læri hér og þarf aðhlyningu.

Valsmenn undirbúa skiptingu.
48. mín MARK!
Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Helgi Guðjónsson
Erlingur Agnarsson!! Danijel Djuric fær boltann við teiginn og fellur. Boltinn dettur fyrir Helga sem tekur hann í fyrsta inn á teiginn þar sem Erlingur Agnarsson er og skallar boltann í netið!

Víkingar komnir yfir!!
47. mín
Aron Elís Þrándarson! Karl Friðleifur með frábæran bolta inn á teiginn og boltinn berst til Arons sem nær skalla en boltinn framhjá.

Dauðafæriiii
46. mín
Síðari hálfleikurinn er farinn af stað. Óbreytt hjá báðum liðum.
45. mín
Elvar Geir Magnússon
45. mín
Elvar Geir Magnússon
45. mín
Hálfleikur
Erlendur flautar til hálfleik Allt jafnt í hálfleik. Tökum okkur pásu í korter og síðan síðari hálfleikurinn.
45. mín Gult spjald: Orri Sigurður Ómarsson (Valur)
45. mín
Þrjár mínútur í uppbót.
44. mín
Danijel Djuric!! Fær boltann við teiginn og nær skoti sem Sveinn Sigurður ver í hornspyrnu.

Pablo með frábæra hornspyrnu inn á teiginn og Helgi Guðjónsson nær skalla sem fer framhjá. Þarna var Helgi ALEINN!
41. mín
Víkingar að taka aðeins yfir leikinn Pablo Punyed með skot sem fer framhjá.
39. mín
Aron Elís fær boltann fyrir utan teig og skot hans í varnarmann Vals.
37. mín
Danijel Djuric fær boltann við teiginn vinstra megin og Adam Ægir klaufalegur og brýtur á honum. Aukspyrna á fínum stað fyrir Víkinga!

Pablo lyftir boltanum fyrir en Valsmenn koma boltanum í burtu.
34. mín MARK!
Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Karl Friðleifur keyrir inn á teig Vals og nær skoti en Sveinn Sigurður ver vel og Erlingur Agnarsson nær frákastinu og setur boltaann í netið

1-1!
34. mín Gult spjald: Arnar Grétarsson (Valur)
Allt annað en sáttur
34. mín
Tryggvi Hrafn fellur! Tryggvi Hrafn gerir afskaplega vel. Kemur sér inn á teiginn og þar mætir Oliver Ekroth og tekur Tryggva niður og Valsmenn allt annað en sáttir og vilja brot dæmt á Ekroth en Oliver keyrir í bakið á Tryggva.
25. mín
Víkingur vilja víti Boltinn kemur inn á teiginn og kalla Víkingar eftir hendi víti en Erlendur dæmir ekkert. Víkingar halda boltanaum og lyfta boltnaum fyrir á Niko en Sveinn Sigurður hefur betur í þeirri baráttu.
23. mín
Tryggvi Hrafn gerir vel vinstra megin og reynir að finna Aron Jó en Víkingar koma boltnaum í burtu.
22. mín
Helgi Guðjónsson með frábæran bolta inn á teiginn en enginn Víkingur gerir árás og Sveinn Sigurður grípur boltnan.
20. mín Gult spjald: Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Keyrir Kristinn Frey niður við hliðarlínu.
17. mín
Sveinn Sigurður stendur upp og kemur boltanum aftur í leik.
15. mín
Helgi Guðjónsson setur boltann í netið! Víkingar taka langt innkast frá hægri inn á teiginn og Aron Elís nær skallanum áfram á Erling sem kemur boltanum í netið en virðist hafa brotið á Sveini Sigurði

Sveinn Sigurður liggur eftir og þarf aðhlyningu.
14. mín
Danijel Djuric fær boltann hægra megin og reynir fyrirgjöf en boltinn af Hlyni og í hornspyrnu.

Djuric með spyrnun en Hlynur skallar boltann frá.
12. mín
NIKOO! Víkingar koma boltanum inn á teiginn og Niko nær skalla sem Birkir Heimisson bjargar á línu.
11. mín
Erlingur Agnarsson!! Erlingur er skyndilega sloppinn í gegn og keyrir inn á teiginn og á skot sem Orri Sigurður kemur í burtu.

Þarna hefði Erlingur mögulega geta rennt boltnum á samherja sína sem voru komnir inn á teig Vals.
8. mín MARK!
Aron Jóhannsson (Valur)
Stoðsending: Tryggvi Hrafn Haraldsson
VALSMENN ERU KOMNIR YFIR! Tryggvi Hrafn fær boltnn út til vinstri og kemur sér inn á völlinn. Finnur ekki skot stöðu þannig Tryggvi leggur boltann á Aron Jó sem á skot sem fer af varnarmanni Víkinga og boltinn í netið.

0-1
7. mín
Pablo með fínan bolta inn á teiginn en Birkir Heimisson kemur boltanum í burtu.

Frekar rólegar síðustu fimm mínútur.
2. mín
Viktor Örlygur fær boltann við vítateig Vals og á skot sem Sveinn Sigurður ver í marki Vals.
1. mín
Víkingar byrja af krafti Aron Elís fær boltann út til hægri og leggur í hlaup á Erling Agnarsson sem kemur með hættulegan bolta inn í hættusvæðið en Hlynur Freyr kemur boltanum í burtu.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Erlendur Eiríksson flautar til leiks. Kristinn Freyr sparkar þessu í gang.

Góða skemmtun kæru lesendur!
Fyrir leik
Heiðursvörður Valsmenn koma út á völl og klappa fyrir Víkingum sem ganga til leiks. Það er gríðarleg stemming í Víkinni og eðlilega.

Enþá einhver örfá sæti laus svo ég hvet fólk til að mæta á völlinn.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár! Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga gerir þrjár breytingar á liði sínu frá tapinu gegn Stjörnunni í Garðabæ í síðustu umferð. Pablo Punyed, Aron Elís Þrándarson og Ingvar Jónsson koma inn í lið Víkings. Þórður Ingason og Gísli Gottskálk Þórðarson fá sér sæti á bekknum og þá er Davíð Örn Atlason í leikbanni hér í dag. Birnir Snær Ingason spilar ekki í dag en hann meiddist gegn FH í leik sem fram fór á dögunum.

Arnar Grétarsson þjálfari Valsmanna gerir þrjár breytingar frá sigrinum gegn FH á Hlíðarenda í síðustu umferð. Tryggvi Hrafn Haraldsson, Birkir Heimisson og Kristinn Freyr Sigurðsson koma allir inn í liðið. Lúkas Logi Heimisson og Haukur Páll Sigurðsson fá sér sæti á varamannbekk Vals og þá er Birkir Már Sævarsson í leikbanni.



Aron Elís byrjar hjá Víkingum.




Tryggvi Hrafn kemur aftur inn í lið Valsmanna.
Fyrir leik
Sex marka leikur framundan?
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra sem verður í Bestu deildinni á næsta tímabili, spáir í lokaumferðina.

Víkingur 3 - 3 Valur (14:00)
Hörku leikur sem endar með jafntefli þar sem bæði lið verða ósátt í leikslok. Eina sem skiptir máli í þessum leik er hver það verður sem sækir silfurskóinn en á endanum verður það Patrick Pedersen sem setur 2 mörk. Andri Rúnar kemur inná og setur eitt mark áður en hann kemur heim í Vestra.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Arnar á hliðarlínunni í dag Arnar Gunnlaugsson var í banni þegar liðin mættust síðast, þann 20. ágúst. Víkingum héldu engin bönd, þeir unnu 4-0 sigur og margir líta á þetta sem leikinn þar sem titillinn var tryggður. Þrátt fyrir að vera í banni þá var Arnar í sambandi við aðstoðarmenn sína á bekknum og fékk á endanum sekt, enda er það ekki leyfilegt.

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
ÞJÁLFARI ÁRSINS 2023
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur hefur verið langbesta lið Íslands í sumar. Liðið hefur haft yfirburði á Íslandsmótinu og vann bikarkeppnina enn einu sinni. Undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar hefur Víkingur því unnið Íslandsmeistaratitilinn tvívegis og bikarmeistaratitilinn í fjórgang.

Arnar er þjálfari ársins 2023 að mati Fótbolta.net. Halldór Smári Sigurðsson leikmaður Víkings lýsti Arnari í viðtali á dögunum.

„Hann er mjög framsækinn og 'The sky is the limit' á við hjá honum. Arnar er rosalega góður að koma upplýsingum frá sér til leikmanna. Það er eitt að vera með þetta í hausnum á sér og svo annað að koma þessu til okkar. Hann er mjög góður í því að koma þessu til skila og er snöggur að bregðast við í leikjum, hann hikar ekki við það," sagði Halldór.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
BESTUR 2023
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fótbolti.net velur vængmanninn Birni Snæ Ingason besta leikmann Bestu deildarinnar 2023. Þetta var opinberað í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. Birnir hefur leikið við hvurn sinn fingur á tímabilinu og verið lykilmaður í liði Víkings sem vann bikarkeppnina og Íslandsmeistaratitilinn.

Hann hefur fundið stöðugleikann og blómstrað, skapað og skorað og það hefur verið algjör martröð fyrir varnarmenn að glíma við hann.

Birnir Snær er í fjórða sæti yfir flest mörk + stoðsendingar í deildinni og er sífellt ógnandi enda með næstflestar skottilraunir á tímabilinu.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Tvö bestu lið landsins Valur endar í öðru sæti. Ef Valur vinnur leikinn í dag þá vinnur Víkingur mótið með fimm stiga mun. Ef Víkingur vinnur leikinn í dag vinnur liðið mótið með ellefu stiga mun!
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Fjölskylduhátíð í dag og Hamingjuballið í kvöld Víkingar ætla að skemmta sér í allan dag og fagna mögnuðum árangri sumarsins fram á nótt. Það verður fjölskylduhátíð í kringum leikinn. Það má búast við miklum fjölda á leikinn og því gott að vera tímanlega á ferðinni til að tryggja sér góð sæti.

Hamingjan verður svo sannarlega í fararbroddi í kvöld þegar Páll Óskar, Prettyboytjokko, Auddi og Steindi stíga á svið á Hamingjuballinu.

   06.10.2023 22:51
Gefa út myndband fyrir nýtt Víkingslag frá Prettyboitjokko

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
DÓMARI ÁRSINS 2023
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hinn reynslumikli dómari Erlendur Eiríksson hefur átt eitt sitt allra besta tímabil, af mörgum góðum. Það er mat Fótbolta.net að Erlendur hafi verið langbesti dómari Bestu deildarinnar í sumar og hann vinnur titilinn dómari ársins með yfirburðum.

Erlendur er með flautuna í dag.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
SKJÖLDURINN Á LOFT! Góðan og gleðilegan daginn! Lokaumferð Bestu deildarinnar er spiluð þessa helgina og hér á Heimavelli hamingjunnar fer sjálfur Íslandsmeistaraskjöldurinn á loft, eftir leik Víkings og Vals!

Tvö bestu lið landsins að fara að mætast og ég hef ekki trú á nokkru öðru en að við fáum flotta skemmtun!

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Besta-deild karla - Efri hluti
14:00 Víkingur R.-Valur (Víkingsvöllur)
14:00 FH-KR (Kaplakrikavöllur)

Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 ÍBV-Keflavík (Hásteinsvöllur)
14:00 Fylkir-Fram (Würth völlurinn)
14:00 KA-HK (Greifavöllurinn)
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
3. Hlynur Freyr Karlsson
5. Birkir Heimisson
7. Aron Jóhannsson ('77)
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f) ('61)
11. Sigurður Egill Lárusson ('51)
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
15. Hólmar Örn Eyjólfsson
20. Orri Sigurður Ómarsson
22. Adam Ægir Pálsson ('61)

Varamenn:
Kristján Hjörvar Sigurkarlsson (m)
4. Elfar Freyr Helgason ('51)
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('61)
17. Lúkas Logi Heimisson ('61)
18. Þorsteinn Emil Jónsson ('77)
29. Óliver Steinar Guðmundsson

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Örn Erlingsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson

Gul spjöld:
Arnar Grétarsson ('34)
Orri Sigurður Ómarsson ('45)
Kristinn Freyr Sigurðsson ('56)

Rauð spjöld: