lau 07.okt 2023 12:51 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð |
|
Bestur 2023 - Neistinn sem kveikti þetta bál
Fótbolti.net velur vængmanninn Birni Snæ Ingason besta leikmann Bestu deildarinnar 2023. Hann hefur leikið við hvurn sinn fingur á tímabilinu og verið lykilmaður í liði Víkings sem vann bikarkeppnina og Íslandsmeistaratitilinn.
Hann hefur fundið stöðugleikann og blómstrað, skapað og skorað og það hefur verið algjör martröð fyrir varnarmenn að glíma við hann.
Birnir Snær er í fjórða sæti yfir flest mörk + stoðsendingar í deildinni og er sífellt ógnandi enda með næstflestar skottilraunir á tímabilinu.
„Klárlega einn skemmtilegasti karakterinn í Bestu deild karla. Viðtalið við hann fyrir tímabilið þar sem hann kom út úr skelinni og sagðist vera læra fatahönnun og skaut á fótboltamenn, ég vil meina að það hafi verið neistinn sem kveikti þetta bál," segir Benedikt Bóas Hinriksson, sérfræðingur útvarpsþáttarins Fótbolti.net.
„Þá vissi maður að hann væri búinn að finna sína hillu í lífinu og þegar það er þannig þá gerast yfirleitt góðir hlutir. Hann hefur eiginlega verið óstöðvandi síðan þetta viðtal birtist. Skorandi, leggjandi upp, taka menn á og skemmt áhorfendum í allt sumar."
„Erfitt að halda því fram að hann eigi þetta ekki skilið," segir Valur Gunnarsson. „Hann er með ellu mörk, fáránlega skemmtilegur og áræðinn og það er alltaf hætta í kringum hann þegar hann er með boltann."
Sjá einnig:
Bestur 2022 - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Bestur 2021 - Kári Árnason (Víkingur)
Bestur 2020 - Steven Lennon (FH)
Bestur 2019 - Óskar Örn Hauksson (KR)
Bestur 2018 - Patrick Pedersen (Valur)
Bestur 2017 - Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Bestur 2016 - Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Bestur 2015 - Emil Pálsson (FH)
Bestur 2014 - Ingvar Jónsson (Stjarnan)
Bestur 2013 - Baldur Sigurðsson (KR)
Bestur 2012 - Freyr Bjarnason (FH)
Bestur 2011 - Hannes Þór Halldórsson (KR)
Birnir Snær er í fjórða sæti yfir flest mörk + stoðsendingar í deildinni og er sífellt ógnandi enda með næstflestar skottilraunir á tímabilinu.
„Klárlega einn skemmtilegasti karakterinn í Bestu deild karla. Viðtalið við hann fyrir tímabilið þar sem hann kom út úr skelinni og sagðist vera læra fatahönnun og skaut á fótboltamenn, ég vil meina að það hafi verið neistinn sem kveikti þetta bál," segir Benedikt Bóas Hinriksson, sérfræðingur útvarpsþáttarins Fótbolti.net.
06.04.2023 14:36
Á bólakafi í tísku og lærir fatahönnun - „Verst klæddu menn heims eru fótboltamenn"
„Þá vissi maður að hann væri búinn að finna sína hillu í lífinu og þegar það er þannig þá gerast yfirleitt góðir hlutir. Hann hefur eiginlega verið óstöðvandi síðan þetta viðtal birtist. Skorandi, leggjandi upp, taka menn á og skemmt áhorfendum í allt sumar."
„Erfitt að halda því fram að hann eigi þetta ekki skilið," segir Valur Gunnarsson. „Hann er með ellu mörk, fáránlega skemmtilegur og áræðinn og það er alltaf hætta í kringum hann þegar hann er með boltann."
Sjá einnig:
Bestur 2022 - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Bestur 2021 - Kári Árnason (Víkingur)
Bestur 2020 - Steven Lennon (FH)
Bestur 2019 - Óskar Örn Hauksson (KR)
Bestur 2018 - Patrick Pedersen (Valur)
Bestur 2017 - Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Bestur 2016 - Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Bestur 2015 - Emil Pálsson (FH)
Bestur 2014 - Ingvar Jónsson (Stjarnan)
Bestur 2013 - Baldur Sigurðsson (KR)
Bestur 2012 - Freyr Bjarnason (FH)
Bestur 2011 - Hannes Þór Halldórsson (KR)
Athugasemdir