Tónlistarmaðurinn vinsæli Patrik Snær Atlason, sem ólst upp hjá Víkingi R. og lék 13 leiki með meistaraflokki, er búinn að gefa út skemmtilegt myndband við nýtt Víkingslag sem var frumflutt fyrir bikarúrslitaleikinn gegn KA í september.
Myndbandið gefur hann út í samstarfi við Víking R. og má finna mörg kunnugleg andlit þar. Í myndbandinu er slegið á létta strengi þar sem Patrik fær að æfa með Víkingi en stendur sig ekki nægilega vel að mati Arnars Gunnlaugssonar þjálfara.
Lagið heitir „Við erum Víkingar" og er gefið út af Patri!k, sem er einnig þekktur sem Prettyboitjokko.
13.09.2023 12:08
Prettyboitjokko að leggja lokahönd á nýtt Víkingslag
Patrik, sem á nokkur af vinsælustu lögum landsins um þessar mundir, hefur afar sterka tengingu við Víking þar sem systir hans Nadía Atladóttir er lykilmaður í sterku liði meistaraflokks kvenna.
Myndbandið var gefið út í dag til að hita upp fyrir hamingjuball Víkings sem fer fram á morgun.
Þar verður frábærum árangri tímabilsins fagnað þar sem bæði karla- og kvennaliðið unnu sínar deildir og Mjólkurbikarinn.
Patri!k verður meðal listamanna sem koma fram og mun án nokkurs vafa taka nýja Víkingslagið.
Athugasemdir