Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
banner
þriðjudagur 14. október
Undankeppni EM U21
mánudagur 13. október
Undankeppni HM
laugardagur 11. október
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 10. október
Undankeppni HM
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 9. október
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
miðvikudagur 8. október
Evrópubikar kvenna
mánudagur 6. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
sunnudagur 5. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
laugardagur 4. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 3. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 2. október
Sambandsdeildin
miðvikudagur 1. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Evrópukeppni unglingaliða
þriðjudagur 30. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
mánudagur 29. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 28. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 27. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 26. september
Fótbolti.net bikarinn
mánudagur 22. september
Besta-deild karla - Efri hluti
miðvikudagur 17. september
Lengjudeild karla - Umspil
mánudagur 15. september
Besta-deild karla
fimmtudagur 11. september
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. september
Undankeppni HM
mánudagur 8. september
Undankeppni EM U21
sunnudagur 7. september
Besta-deild kvenna
föstudagur 5. september
Undankeppni HM
laugardagur 30. ágúst
Besta-deild kvenna
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Lengjudeild karla
mánudagur 13. október
FA Cup
Worthing 1 - 4 Forest Green
Frauen
Carl Zeiss Jena W 2 - 3 Nurnberg W
Undankeppni HM
Slóvakía 1 - 0 Lúxemborg
Slóvenía 0 - 0 Sviss
Svíþjóð 0 - 1 Kósóvó
Úkraína 2 - 1 Aserbaídsjan
Norður Makedónía 0 - 1 Kasakstan
Wales 1 - 2 Belgía
Norður Írland 0 - 1 Þýskaland
Ísland 1 - 1 Frakkland
Vináttuleikur
Venezuela - Belize - 01:00
Italy U-19 1 - 0 Scotland U-19
Slovakia U-19 1 - 3 Finland U-19
Switzerland U-18 1 - 1 Ireland U-18
Uzbekistan 1 - 2 Úrúgvæ
Indonesia U-23 1 - 1 India U-23
Belarus U-21 1 - 1 Russia U-21
Malta U-19 0 - 8 Belarus U-19
Svartfjallaland 2 - 1 Liechtenstein
Netherlands U-18 1 - 2 Poland U-18
Alsír 0 - 1 Palestine
Qatar U-23 3 - 2 Vietnam U-23
United Arab Emirates U-23 1 - 1 Jordan U-23
Puerto Rico - Argentína - 23:00
Croatia U-18 1 - 0 Wales U-18
Saudi Arabia U-19 2 - 1 Bahrain U-20
lau 07.okt 2023 12:39 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Úrvalslið ársins í Bestu deildinni 2023

Í útvarpsþættinum Fótbolti.net var opinberað val á liði ársins í Bestu deild karla 2023. Þetta er tólfta árið í röð sem Fótbolti.net velur úrvalslið tímabilsins í efstu deild karla.

Oliver Ekroth hefur verið hrikalega öflugur í vörn Víkings.
Oliver Ekroth hefur verið hrikalega öflugur í vörn Víkings.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Höskuldur er þriðja árið í röð í liðinu.
Höskuldur er þriðja árið í röð í liðinu.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlynur Freyr Karlsson sló í gegn með Val í sumar.
Hlynur Freyr Karlsson sló í gegn með Val í sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Atlason, sóknarmaður Stjörnunnar.
Emil Atlason, sóknarmaður Stjörnunnar.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir


Ingvar Jónsson - Víkingur
Í úrvalsliðinu 2014, 2021 og nú 2023. Markvörðurinn í langbesta liði tímabilsins og kemur með yfirvegun og ró. Besti markvörður tímabilsins ásamt Árna Snæ Ólafssyni í Stjörnunni sem er á bekknum í úrvalsliðinu.

Höskuldur Gunnlaugsson - Breiðablik
Þriðja árið í röð er Höskuldur hægri bakvörður í liði ársins. Fyrirliðinn í Kópavoginum stóð fyrir sínu þó tímabil liðsins hafi verið köflótt. Hann er fulltrúi Blika í liði ársins.

Gunnar Vatnhamar - Víkingur
Færeyski landsliðsmaðurinn var sóttur rétt fyrir tímabil og hefur átt hreint út sagt magnað sumar. Klettharður leikmaður sem smellpassar í leikstíl Víkings, öflugt vopn í föstum leikatriðum og hefur skilað sínum mörkum.

Oliver Ekroth - Víkingur
Sænski miðvörðurinn steig vart feilspor á þessu tvöfalda meistaratímabili Víkings og gerði tilkall til að vera leikmaður ársins. Samningur hans er að renna út og Víkingar hljóta að vera að reyna allt til að fá hann til að framlengja.

Logi Tómasson - Víkingur
Logi er annað árið í röð í liði ársins. Kláraði ekki tímabilið því hann var keyptur til Strömsgodset í Noregi. Leikmaður sem bankar fast á landsliðsdyrnar ef þessi þróun heldur áfram. Fókus.

Hlynur Freyr Karlsson - Valur
Þessi nítján ára leikmaður sló rækilega í gegn með Valsmönnum í sumar. Sýndi mikla fjölhæfni og leysti sín hlutverk frábærlega, bæði í vörn og á miðju.

Pablo Punyed - Víkingur
Gríðarlega mikilvægur hlekkur í meistaraliði Víkings. Algjör sigurvegari og mikill keppnismaður. Var einnig í liði ársins þegar Víkingur varð Íslandsmeistari 2021.

Aron Jóhannsson - Valur
Skoraði á dögunum mark sem mögulega er mark tímabilsins. Getur framkvæmt hluti sem fáir í deildinni geta gert. Löðrandi í gæðum og fær fólk til að taka andköf í stúkunni.

Birnir Snær Ingason - Víkingur
Birnir hefur verið gjörsamlega geggjaður með Víkingi. Hefur fundið stöðugleikann og blómstrað, skapað og skorað og það hefur verið algjör martröð fyrir varnarmenn að glíma við hann.

Eggert Aron Guðmundsson - Stjarnan
Það hefur verið hrein unun að fylgjast með Eggerti og hann tók aðalhlutverkið í Garðabænum að sér þegar Ísak Andri Sigurgeirsson fór út. Frábær með U19 liðinu á EM.

Emil Atlason - Stjarnan
Er markahæstur í Bestu deildinni með sautján mörk. Hefur komið ótrúlega öflugur eftir erfið meiðsli og raðað inn mörkunum. Fann gleðina aftur í fótboltanum og hefur verið framúrskarandi í fremstu víglínu.

Varamannabekkur:
Árni Snær Ólafsson - Stjarnan
Kristinn Jónsson - KR
Aron Elís Þrándarson - Víkingur
Matthías Vilhjálmsson - Víkingur
Hallgrímur Mar Steingrímsson - KA
Davíð Snær Jóhannsson - FH
Tryggvi Hrafn Haraldsson - Valur

Sjá einnig:
Lið ársins 2022
Lið ársins 2021
Lið ársins 2020
Lið ársins 2019
Lið ársins 2018
Lið ársins 2017
Lið ársins 2016
Lið ársins 2015
Lið ársins 2014
Lið ársins 2013
Lið ársins 2012
Lið ársins 2011
Athugasemdir