Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 07. október 2023 12:43
Fótbolti.net
Besti þjálfarinn 2023 - Hann og hans teymi eiga þennan titil skuldlaust
Arnar Gunnlaugsson (Víkingur)
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Víkingur hefur verið langbesta lið Íslands í sumar. Liðið hefur haft yfirburði á Íslandsmótinu og vann bikarkeppnina enn einu sinni. Undir stjórn Arnars hefur Víkingur því unnið Íslandsmeistaratitilinn tvívegis og bikarmeistaratitilinn í fjórgang.

Halldór Smári Sigurðsson leikmaður Víkings lýsti Arnari í viðtali á dögunum.

„Hann er mjög framsækinn og 'The sky is the limit' á við hjá honum. Arnar er rosalega góður að koma upplýsingum frá sér til leikmanna. Það er eitt að vera með þetta í hausnum á sér og svo annað að koma þessu til okkar. Hann er mjög góður í því að koma þessu til skila og er snöggur að bregðast við í leikjum, hann hikar ekki við það," sagði Halldór.

„Sjaldséðir yfirburðir hjá Víkingum og það er meira en að segja það að halda liðinu svona góðu í svona langan tíma. Arnar og hans teymi eiga þennan titil skuldlaust," segir Valur Gunnarsson, sérfræðingur útvarpsþáttarins Fótbolti.net.

„Þetta er óumdeilt. Maðurinn sem stýrir batteríinu hefur haldið áfram að heilla með framkomu sinni og fasi," segir Benedikt Bóas Hinriksson.

Sjá einnig:
Óskar Hrafn Þorvaldsson besti þjálfarinn 2022
Arnar Gunnlaugsson besti þjálfarinn 2021
Heimir Guðjónsson besti þjálfarinn 2020
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2019
Ólafur Jóhannesson besti þjálfarinn 2018
Ólafur Jóhannesson besti þjálfarinn 2017
Willum Þór Þórsson besti þjálfarinn 2016
Heimir Guðjónsson besti þjálfarinn 2015
Rúnar Páll Sigmundsson besti þjálfarinn 2014
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2013
Heimir Guðjónsson besti þjálfarinn 2012
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2011
Útvarpsþátturinn - Besta lokahófið, lokaumferðin og Stefán Teitur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner