Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
   fim 13. ágúst 2015 13:40
Elvar Geir Magnússon
Haukur Páll: Mun gera allt til að ná þessum leik
Fyrirliðarnir Pálmi Rafn og Haukur Páll.
Fyrirliðarnir Pálmi Rafn og Haukur Páll.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Valur og KR leika til úrslita í Borgunarbikarnum á laugardag. Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, hefur verið að glíma við meiðsli og fór meiddur af velli á mánudag þegar Valur tapaði fyrir Breiðabliki.

„Standið á mér er betra í dag en það var í gær. Það er það eina sem ég get sagt núna. Það er æfing á eftir og þá kemur þetta betur í ljós. Ég mun gera allt til að ná þessum leik, ég hef aldrei farið í bikarúrslit áður," sagði Haukur við Fótbolta.net í hádeinu.

„Tveir stærstu klúbbar landsins eru að fara að spila upp á bikar, það hlýtur að selja. Ég held að þetta eigi eftir að verða erfiður leikur fyrir bæði lið en jafnframt skemmtilegur vonandi."

Valur hefur tapað þremur leikjum í röð í Pepsi-deildinni. Er það mínus fyrir sjálfstraust liðsins?

„Í sjálfu sér ekki. Við ýtum deildinni núna til hliðar og spáum ekkert í því. Við ætlum okkur að eiga flottan leik á laugardaginn,. Við ætlum okkur að ná í þennan bikar og gera þetta að enn skemmtilegra tímabili."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Fótbolti.net verður með sérstakan bikarúrslitaþátt á laugardag á X-inu FM 97,7 milli 12 og 14. Umsjónarmenn eru @tomthordarson og @elvargeir. Hitað verður upp fyrir leikinn en Pétur Pétursson og Þorgrímur Þráinsson verða meðal gesta.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner