Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Nýtt sjónarhorn sýnir að Arnar gerði rétt með því að dæma mark Vals ólöglegt
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
   fim 13. ágúst 2015 13:40
Elvar Geir Magnússon
Haukur Páll: Mun gera allt til að ná þessum leik
Fyrirliðarnir Pálmi Rafn og Haukur Páll.
Fyrirliðarnir Pálmi Rafn og Haukur Páll.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Valur og KR leika til úrslita í Borgunarbikarnum á laugardag. Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, hefur verið að glíma við meiðsli og fór meiddur af velli á mánudag þegar Valur tapaði fyrir Breiðabliki.

„Standið á mér er betra í dag en það var í gær. Það er það eina sem ég get sagt núna. Það er æfing á eftir og þá kemur þetta betur í ljós. Ég mun gera allt til að ná þessum leik, ég hef aldrei farið í bikarúrslit áður," sagði Haukur við Fótbolta.net í hádeinu.

„Tveir stærstu klúbbar landsins eru að fara að spila upp á bikar, það hlýtur að selja. Ég held að þetta eigi eftir að verða erfiður leikur fyrir bæði lið en jafnframt skemmtilegur vonandi."

Valur hefur tapað þremur leikjum í röð í Pepsi-deildinni. Er það mínus fyrir sjálfstraust liðsins?

„Í sjálfu sér ekki. Við ýtum deildinni núna til hliðar og spáum ekkert í því. Við ætlum okkur að eiga flottan leik á laugardaginn,. Við ætlum okkur að ná í þennan bikar og gera þetta að enn skemmtilegra tímabili."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Fótbolti.net verður með sérstakan bikarúrslitaþátt á laugardag á X-inu FM 97,7 milli 12 og 14. Umsjónarmenn eru @tomthordarson og @elvargeir. Hitað verður upp fyrir leikinn en Pétur Pétursson og Þorgrímur Þráinsson verða meðal gesta.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir