City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
   fim 13. ágúst 2015 13:40
Elvar Geir Magnússon
Haukur Páll: Mun gera allt til að ná þessum leik
Fyrirliðarnir Pálmi Rafn og Haukur Páll.
Fyrirliðarnir Pálmi Rafn og Haukur Páll.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Valur og KR leika til úrslita í Borgunarbikarnum á laugardag. Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, hefur verið að glíma við meiðsli og fór meiddur af velli á mánudag þegar Valur tapaði fyrir Breiðabliki.

„Standið á mér er betra í dag en það var í gær. Það er það eina sem ég get sagt núna. Það er æfing á eftir og þá kemur þetta betur í ljós. Ég mun gera allt til að ná þessum leik, ég hef aldrei farið í bikarúrslit áður," sagði Haukur við Fótbolta.net í hádeinu.

„Tveir stærstu klúbbar landsins eru að fara að spila upp á bikar, það hlýtur að selja. Ég held að þetta eigi eftir að verða erfiður leikur fyrir bæði lið en jafnframt skemmtilegur vonandi."

Valur hefur tapað þremur leikjum í röð í Pepsi-deildinni. Er það mínus fyrir sjálfstraust liðsins?

„Í sjálfu sér ekki. Við ýtum deildinni núna til hliðar og spáum ekkert í því. Við ætlum okkur að eiga flottan leik á laugardaginn,. Við ætlum okkur að ná í þennan bikar og gera þetta að enn skemmtilegra tímabili."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Fótbolti.net verður með sérstakan bikarúrslitaþátt á laugardag á X-inu FM 97,7 milli 12 og 14. Umsjónarmenn eru @tomthordarson og @elvargeir. Hitað verður upp fyrir leikinn en Pétur Pétursson og Þorgrímur Þráinsson verða meðal gesta.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner