Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 13. ágúst 2015 13:40
Elvar Geir Magnússon
Haukur Páll: Mun gera allt til að ná þessum leik
Fyrirliðarnir Pálmi Rafn og Haukur Páll.
Fyrirliðarnir Pálmi Rafn og Haukur Páll.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Valur og KR leika til úrslita í Borgunarbikarnum á laugardag. Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, hefur verið að glíma við meiðsli og fór meiddur af velli á mánudag þegar Valur tapaði fyrir Breiðabliki.

„Standið á mér er betra í dag en það var í gær. Það er það eina sem ég get sagt núna. Það er æfing á eftir og þá kemur þetta betur í ljós. Ég mun gera allt til að ná þessum leik, ég hef aldrei farið í bikarúrslit áður," sagði Haukur við Fótbolta.net í hádeinu.

„Tveir stærstu klúbbar landsins eru að fara að spila upp á bikar, það hlýtur að selja. Ég held að þetta eigi eftir að verða erfiður leikur fyrir bæði lið en jafnframt skemmtilegur vonandi."

Valur hefur tapað þremur leikjum í röð í Pepsi-deildinni. Er það mínus fyrir sjálfstraust liðsins?

„Í sjálfu sér ekki. Við ýtum deildinni núna til hliðar og spáum ekkert í því. Við ætlum okkur að eiga flottan leik á laugardaginn,. Við ætlum okkur að ná í þennan bikar og gera þetta að enn skemmtilegra tímabili."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Fótbolti.net verður með sérstakan bikarúrslitaþátt á laugardag á X-inu FM 97,7 milli 12 og 14. Umsjónarmenn eru @tomthordarson og @elvargeir. Hitað verður upp fyrir leikinn en Pétur Pétursson og Þorgrímur Þráinsson verða meðal gesta.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner