City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
   fim 13. ágúst 2015 16:30
Elvar Geir Magnússon
Pálmi Rafn: Er með vana menn í kringum mig
Pálmi Rafn prófar að halda á bikarnum.
Pálmi Rafn prófar að halda á bikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Pálmi Rafn Pálmason gekk í raðir KR fyrir sumarið og er nú á leið í bikarúrslit sem fyrirliði liðsins. Reykjavíkurliðin Valur og KR mætast á Laugardalsvelli á laugardag.

„Við munum klárlega gera allt sem við getum til að halda bikarnum í KR-heimilinu," sagði Pálmi við Fótbolta.net í dag.

„Einn af stóru þáttunum í því að ég kom heim var að ég vildi berjast um titla. Við erum að gera það núna og það er frábær tilfinning."

„Þessi leikur hlýtur að vera nokkuð sérstakur. Þarna eru tveir af stærstu klúbbum landsins, Reykjavíkurrisar og þetta er mjög skemmtilegur bikarúrslitaleikur. Við erum mjög vel gíraðir í þetta."

KR-ingar eru vanir því að fara í bikarúrslitaleikinn undanfarin ár og eru handhafar bikarsins núna.

„Ég er með vana menn í kringum mig og fæ væntanlega mikla hjálp frá þeim. Við þurfum að gera ansi mikið til að leggja Val af velli, við þurfum að mæta þeim í baráttunni, stoppa þeirra styrkleika og nota okkar."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Fótbolti.net verður með sérstakan bikarúrslitaþátt á laugardag á X-inu FM 97,7 milli 12 og 14. Umsjónarmenn eru @tomthordarson og @elvargeir. Hitað verður upp fyrir leikinn en Pétur Pétursson og Þorgrímur Þráinsson verða meðal gesta.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner