Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 13. ágúst 2015 16:30
Elvar Geir Magnússon
Pálmi Rafn: Er með vana menn í kringum mig
Pálmi Rafn prófar að halda á bikarnum.
Pálmi Rafn prófar að halda á bikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Pálmi Rafn Pálmason gekk í raðir KR fyrir sumarið og er nú á leið í bikarúrslit sem fyrirliði liðsins. Reykjavíkurliðin Valur og KR mætast á Laugardalsvelli á laugardag.

„Við munum klárlega gera allt sem við getum til að halda bikarnum í KR-heimilinu," sagði Pálmi við Fótbolta.net í dag.

„Einn af stóru þáttunum í því að ég kom heim var að ég vildi berjast um titla. Við erum að gera það núna og það er frábær tilfinning."

„Þessi leikur hlýtur að vera nokkuð sérstakur. Þarna eru tveir af stærstu klúbbum landsins, Reykjavíkurrisar og þetta er mjög skemmtilegur bikarúrslitaleikur. Við erum mjög vel gíraðir í þetta."

KR-ingar eru vanir því að fara í bikarúrslitaleikinn undanfarin ár og eru handhafar bikarsins núna.

„Ég er með vana menn í kringum mig og fæ væntanlega mikla hjálp frá þeim. Við þurfum að gera ansi mikið til að leggja Val af velli, við þurfum að mæta þeim í baráttunni, stoppa þeirra styrkleika og nota okkar."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Fótbolti.net verður með sérstakan bikarúrslitaþátt á laugardag á X-inu FM 97,7 milli 12 og 14. Umsjónarmenn eru @tomthordarson og @elvargeir. Hitað verður upp fyrir leikinn en Pétur Pétursson og Þorgrímur Þráinsson verða meðal gesta.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner