Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
   fim 13. ágúst 2015 16:30
Elvar Geir Magnússon
Pálmi Rafn: Er með vana menn í kringum mig
Pálmi Rafn prófar að halda á bikarnum.
Pálmi Rafn prófar að halda á bikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Pálmi Rafn Pálmason gekk í raðir KR fyrir sumarið og er nú á leið í bikarúrslit sem fyrirliði liðsins. Reykjavíkurliðin Valur og KR mætast á Laugardalsvelli á laugardag.

„Við munum klárlega gera allt sem við getum til að halda bikarnum í KR-heimilinu," sagði Pálmi við Fótbolta.net í dag.

„Einn af stóru þáttunum í því að ég kom heim var að ég vildi berjast um titla. Við erum að gera það núna og það er frábær tilfinning."

„Þessi leikur hlýtur að vera nokkuð sérstakur. Þarna eru tveir af stærstu klúbbum landsins, Reykjavíkurrisar og þetta er mjög skemmtilegur bikarúrslitaleikur. Við erum mjög vel gíraðir í þetta."

KR-ingar eru vanir því að fara í bikarúrslitaleikinn undanfarin ár og eru handhafar bikarsins núna.

„Ég er með vana menn í kringum mig og fæ væntanlega mikla hjálp frá þeim. Við þurfum að gera ansi mikið til að leggja Val af velli, við þurfum að mæta þeim í baráttunni, stoppa þeirra styrkleika og nota okkar."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Fótbolti.net verður með sérstakan bikarúrslitaþátt á laugardag á X-inu FM 97,7 milli 12 og 14. Umsjónarmenn eru @tomthordarson og @elvargeir. Hitað verður upp fyrir leikinn en Pétur Pétursson og Þorgrímur Þráinsson verða meðal gesta.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner