Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
   fim 13. ágúst 2015 16:30
Elvar Geir Magnússon
Pálmi Rafn: Er með vana menn í kringum mig
Pálmi Rafn prófar að halda á bikarnum.
Pálmi Rafn prófar að halda á bikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Pálmi Rafn Pálmason gekk í raðir KR fyrir sumarið og er nú á leið í bikarúrslit sem fyrirliði liðsins. Reykjavíkurliðin Valur og KR mætast á Laugardalsvelli á laugardag.

„Við munum klárlega gera allt sem við getum til að halda bikarnum í KR-heimilinu," sagði Pálmi við Fótbolta.net í dag.

„Einn af stóru þáttunum í því að ég kom heim var að ég vildi berjast um titla. Við erum að gera það núna og það er frábær tilfinning."

„Þessi leikur hlýtur að vera nokkuð sérstakur. Þarna eru tveir af stærstu klúbbum landsins, Reykjavíkurrisar og þetta er mjög skemmtilegur bikarúrslitaleikur. Við erum mjög vel gíraðir í þetta."

KR-ingar eru vanir því að fara í bikarúrslitaleikinn undanfarin ár og eru handhafar bikarsins núna.

„Ég er með vana menn í kringum mig og fæ væntanlega mikla hjálp frá þeim. Við þurfum að gera ansi mikið til að leggja Val af velli, við þurfum að mæta þeim í baráttunni, stoppa þeirra styrkleika og nota okkar."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Fótbolti.net verður með sérstakan bikarúrslitaþátt á laugardag á X-inu FM 97,7 milli 12 og 14. Umsjónarmenn eru @tomthordarson og @elvargeir. Hitað verður upp fyrir leikinn en Pétur Pétursson og Þorgrímur Þráinsson verða meðal gesta.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner