Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Nýtt sjónarhorn sýnir að Arnar gerði rétt með því að dæma mark Vals ólöglegt
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
   fim 13. ágúst 2015 16:30
Elvar Geir Magnússon
Pálmi Rafn: Er með vana menn í kringum mig
Pálmi Rafn prófar að halda á bikarnum.
Pálmi Rafn prófar að halda á bikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Pálmi Rafn Pálmason gekk í raðir KR fyrir sumarið og er nú á leið í bikarúrslit sem fyrirliði liðsins. Reykjavíkurliðin Valur og KR mætast á Laugardalsvelli á laugardag.

„Við munum klárlega gera allt sem við getum til að halda bikarnum í KR-heimilinu," sagði Pálmi við Fótbolta.net í dag.

„Einn af stóru þáttunum í því að ég kom heim var að ég vildi berjast um titla. Við erum að gera það núna og það er frábær tilfinning."

„Þessi leikur hlýtur að vera nokkuð sérstakur. Þarna eru tveir af stærstu klúbbum landsins, Reykjavíkurrisar og þetta er mjög skemmtilegur bikarúrslitaleikur. Við erum mjög vel gíraðir í þetta."

KR-ingar eru vanir því að fara í bikarúrslitaleikinn undanfarin ár og eru handhafar bikarsins núna.

„Ég er með vana menn í kringum mig og fæ væntanlega mikla hjálp frá þeim. Við þurfum að gera ansi mikið til að leggja Val af velli, við þurfum að mæta þeim í baráttunni, stoppa þeirra styrkleika og nota okkar."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Fótbolti.net verður með sérstakan bikarúrslitaþátt á laugardag á X-inu FM 97,7 milli 12 og 14. Umsjónarmenn eru @tomthordarson og @elvargeir. Hitað verður upp fyrir leikinn en Pétur Pétursson og Þorgrímur Þráinsson verða meðal gesta.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir