FH
1
4
Valur
0-1
Birkir Már Sævarsson
'18
0-2
Patrick Pedersen
'40
Steven Lennon
'42
1-2
1-3
Birkir Már Sævarsson
'46
Guðmann Þórisson
'57
1-4
Kristinn Freyr Sigurðsson
'65
, víti
24.09.2020 - 16:15
Kaplakrikavöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Norðan vindur, sólin skín og hiti um 5 gráður. Völlurinn lítur bara vel út
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 630
Maður leiksins: Birkir Már Sævarsson
Kaplakrikavöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Norðan vindur, sólin skín og hiti um 5 gráður. Völlurinn lítur bara vel út
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 630
Maður leiksins: Birkir Már Sævarsson
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
('84)
6. Eggert Gunnþór Jónsson
7. Steven Lennon
('78)
8. Þórir Jóhann Helgason
('78)
8. Baldur Sigurðsson
('45)
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Jónatan Ingi Jónsson
('58)
16. Hörður Ingi Gunnarsson
16. Guðmundur Kristjánsson
21. Guðmann Þórisson
Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
3. Logi Tómasson
('84)
4. Pétur Viðarsson
('58)
14. Morten Beck Guldsmed
('45)
17. Baldur Logi Guðlaugsson
('78)
25. Einar Örn Harðarson
34. Logi Hrafn Róbertsson
('78)
Liðsstjórn:
Eiður Smári Guðjohnsen (Þ)
Logi Ólafsson (Þ)
Hákon Atli Hallfreðsson
Guðlaugur Baldursson
Ólafur H Guðmundsson
Fjalar Þorgeirsson
Helgi Þór Arason
Gul spjöld:
Baldur Sigurðsson ('15)
Rauð spjöld:
Guðmann Þórisson ('57)
Leik lokið!
Leiknum er lokið með öruggum sigri Vals. Voru einfaldlega númeri of stórir fyrir FH í dag og fátt sem kemur í veg fyrir að titilinn sé þeirra annað en stærðfræði. Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
94. mín
Gult spjald: Eiður Aron Sigurbjörnsson (Valur)
Tekur Baldur Loga niður úti vinstra meginn.
92. mín
Þetta er að fjara út í rólegheitum. FH á aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Vals sem er skölluð frá í innkast.
88. mín
Valsmenn eru og hafa verið mikið betri lengstum í þessum leik. Gefum FH kredit fyrir að reyna en fátt sem þeir gera veldur gestunum vandræðum.
83. mín
Pétur Viðars með skalla eftir aukaspyrnu en Hannes með það allt á hreinu í markinu.
80. mín
Allt með kyrrum kjörum hér í Krikanum. Valsmenn liggja til baka og leyfa FH að vera með boltann. Lítil hætta sem skapast og Valsmenn bara rólegir.
75. mín
Inn:Kaj Leo í Bartalsstovu (Valur)
Út:Patrick Pedersen (Valur)
Tvöföld breyting Valsmanna.
73. mín
Patrick Pedersen liggur á vellium og heldur um hnéð. Stendur þó fljótt upp og virðist í lagi.
70. mín
Lítið um að vera á vellinum þessa stundina. FH reynir en Valsmönnum líður bara vel og eru lítið að stressa sig.
66. mín
Í endursýningum af vítadómnum fæ ég ekki betur séð en að Sigurður Egill fái boltann fyrst í hendina áður en boltinn fer í hendi Guðmundar. Það vantar ekki dramatíkina hér.
65. mín
Mark úr víti!
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Gríðarlega öruggt víti.
Setur Gunnar í vitlaust horn og skilar boltanum þéttingsfast í hornið..
Game Over
Setur Gunnar í vitlaust horn og skilar boltanum þéttingsfast í hornið..
Game Over
64. mín
Valur fær vítaspyrnu!!!!!!
Mér sýnist Helgi vera dæma það á hendi á Guðmund Kristjánsson
Mér sýnist Helgi vera dæma það á hendi á Guðmund Kristjánsson
58. mín
Inn:Pétur Viðarsson (FH)
Út:Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Jónatan víkur fyrir Pétri svo varnarlínan haldi 4 mönnum.
57. mín
Rautt spjald: Guðmann Þórisson (FH)
Guðmann fær hér beint rautt!!!!!!!
Fer í rosalega tæklingu á Lasse Petry og sýnir sólann auk þess að vera allt of seinn. Hugsa að það sé erfitt að mótmæla þessu.
Fer í rosalega tæklingu á Lasse Petry og sýnir sólann auk þess að vera allt of seinn. Hugsa að það sé erfitt að mótmæla þessu.
55. mín
Morten Beck hefur ekki átt góða snertingu síðan hann kom inná. Fyrsta snertingin þung hjá honum hér framan af.
53. mín
Patrick í sníkjunni á fjærstöng eftir langt innkast frá vinstri en Hjörtur Logi kemst á undan í boltann og kemur honum frá.
51. mín
Þórir Jóhann flengir boltanum fast fyrir markið þar sem Eggert Gunnþór mætir og setur ennið í boltann. Því miður fyrir hann og FH beint í öruggar hendur Hannesar í marki gestanna.
46. mín
MARK!
Birkir Már Sævarsson (Valur)
Þetta tók ekki langan tíma!!!!
Valsmenn bruna upp eftir að FHingar eru dæmdir brotlegir á miðjum vellinum. Birkir Már kemst upp að endamörkum og leggur boltann út í teiginn sem berst til Kristins Freys sem á skot af vítapunkti sem Gunnar ver út í teiginn aftur. Þar mætir Birkir Már og hirðir frákastið og setur boltann í netið.
Valsmenn bruna upp eftir að FHingar eru dæmdir brotlegir á miðjum vellinum. Birkir Már kemst upp að endamörkum og leggur boltann út í teiginn sem berst til Kristins Freys sem á skot af vítapunkti sem Gunnar ver út í teiginn aftur. Þar mætir Birkir Már og hirðir frákastið og setur boltann í netið.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
Heimamenn hefja leik í síðari hálfleik og þurfa að sækja. Vonandi að við fáum svipað fjör seinni 45 og þær fyrri.
Heimamenn hefja leik í síðari hálfleik og þurfa að sækja. Vonandi að við fáum svipað fjör seinni 45 og þær fyrri.
45. mín
Inn:Morten Beck Guldsmed (FH)
Út:Baldur Sigurðsson (FH)
Engu líkara en Logi og Eiður séu að fylgja Rósmundi á Twitter
Vill sjàBaldur Sig útaf àhàlfleik fyrir Baldur Loga eða Morten #fotboltinet
— Rosmundur Magnusson (@RosiMaggg) September 24, 2020
Ãhorfendur FH kalla eftir meira fram á við
45. mín
Hálfleikur
Valsmenn leiða í hálfleik eftir þennan líka fína fyrri hálfleik. Meira af þvi sama takk. Dramatík og smá hiti til að ylja okkur í kuldanum.
45. mín
Ekkert varð úr spyrnunni en eftir hana leikur Jónatan með boltann upp hægra meginn og á fyrirgjöf sem hafnar ofan á þverslánni.
Líf og fjör
Líf og fjör
42. mín
MARK!
Steven Lennon (FH)
Stoðsending: Eggert Gunnþór Jónsson
Stoðsending: Eggert Gunnþór Jónsson
Þeir svara strax!
Eggert Gunnþór með þessa fínu stungusendingu innfyrir í hlaupaleið Lennons sem stingur varnarlínu Vals af og leggur boltann framhjá Hannesi af tiltölulega stuttu færi.
Þetta er alvöru leikur!
Eggert Gunnþór með þessa fínu stungusendingu innfyrir í hlaupaleið Lennons sem stingur varnarlínu Vals af og leggur boltann framhjá Hannesi af tiltölulega stuttu færi.
Þetta er alvöru leikur!
40. mín
MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
Valsmenn eru komnir í 2-0!!!!
Leika boltanum upp vinstra meginn þar sem Sigurður Egill kemst upp að endamörkum. Lítur upp og fær nægan tíma til að virða fyrir sér stöðuna og finna Patrick í fætur inn í teignum sem tekur snertingu á boltann og leggur hann í netið.
Leika boltanum upp vinstra meginn þar sem Sigurður Egill kemst upp að endamörkum. Lítur upp og fær nægan tíma til að virða fyrir sér stöðuna og finna Patrick í fætur inn í teignum sem tekur snertingu á boltann og leggur hann í netið.
39. mín
Eiður Aron setur boltann háan til baka í átt að Hannesi sem grípur boltann. Heimamenn í stúkunni heimta óbeina aukaspyrnu en frá mér séð er það ansi langsótt að kalla þetta sendingu til baka.
36. mín
Valgeir setur í gír og keyrir inná völlinn í átt að marki. Skot hans með hægri beint í varnarmann. Valsmenn halda þó boltanum og pressunni.
34. mín
Valgeir með fyrirgjöfina sem siglir rétt framhjá Pedersen sem var mættur í hlaupið. Valsmenn halda boltanum og á Aron skot sem er auðvelt fyrir Gunnar að eiga við.
33. mín
FH hefur gengið af og til vel að halda boltanum en gengið bölvanlega að vinna sig í færi. Valsmenn skipulagðir til baka og gefa fá færi á sér.
31. mín
Jónatan Ingi í færi hægri meginn í teignum en nær ekki að leggja boltann almennilega fyrir sig og skot hans í varnarmann og það í fang Hannesar.
30. mín
Hvert sinn sem Helgi blæs í flautu sína fyrir brot FH heyrist vel í stúkunni lýsa yfir óánægju sinni. Skal ekki segja hvort Helgi sé að hafa rétt fyrir sér í hvert sinn en það er hiti í áhorfendum.
26. mín
Guðmundur Kristjánsson stálheppinn að setja ekki boltann í eigið net þegar hann reynir að hreinsa sendingu inn á teiginn frá Sigurði Agli í burtu. Kiksar boltann sem Gunnar ver glæsilega þó. Rangstaða að auki svo aldrei hefði það talið.
22. mín
Helgi Mikael flautar aukspyrnu á FH á miðjum vellinum FHingum í stúkunni til mikils ama. Finna honum flest til foráttu þessa stundina.
18. mín
MARK!
Birkir Már Sævarsson (Valur)
Stoðsending: Haukur Páll Sigurðsson
Stoðsending: Haukur Páll Sigurðsson
Mark!
Aukaspyrna úti vinstra megin sem FHingar eru ekki sáttir við. Boltanum spyrnt inn á teiginn þar sem Haukur Páll skallar hann þvert fyrir markið og Birkir Már mætir á hinn endann og skallar í netið af stuttu færi.
Skammt stórra högga á milli hér í Kaplakrika.
Aukaspyrna úti vinstra megin sem FHingar eru ekki sáttir við. Boltanum spyrnt inn á teiginn þar sem Haukur Páll skallar hann þvert fyrir markið og Birkir Már mætir á hinn endann og skallar í netið af stuttu færi.
Skammt stórra högga á milli hér í Kaplakrika.
17. mín
Hendi!!!!!
Boltinn augljóslega í hendi Eiðs eftir pressu frá Lennon. Heimamenn í stúkunni alls ekki sáttir og aldrei spurning að boltinn fer í útrétta hendi hans. Helgi dæmir þó ekkert og var í góðri stöðu til að sjá atvikið.
Boltinn augljóslega í hendi Eiðs eftir pressu frá Lennon. Heimamenn í stúkunni alls ekki sáttir og aldrei spurning að boltinn fer í útrétta hendi hans. Helgi dæmir þó ekkert og var í góðri stöðu til að sjá atvikið.
15. mín
Gult spjald: Baldur Sigurðsson (FH)
Fyrir brot á miðjum vellinum. Helgi beitti hagnaði og leyfði mómentinu að lifa en spjaldar svo Baldur í næsta stoppi.
13. mín
Aron Bjarnason með fyrirgjöf sem heimamenn skalla í horn. Það er að lifna yfir þessu.
11. mín
Björn Daníel með gullsendingu inn á teiginn á Jónatan. Valsmenn ná höfði í boltann sem hrekkur óvænt á Lennon sem á skalla af 6-7 metra færi en framhjá. Hitti boltann illa en þarna var vissulega stór séns.
10. mín
Valgeir Lunddal spólar upp vinstra megin og skilur Hörð eftir í rykinu. Fyrirgjöf hans slök og FH hreinsar.
8. mín
Lennon í 1 á 1 stöðu gegn Eið sem bíður bara rólegur og tekur boltann af Lennon. Ekkert að flækja þetta um of.
8. mín
Aron Bjarnason í ágætri stöðu úti hægra megin en vantar stuðning og fyrirgjöf hans hættulaust afturfyrir endamörk.
7. mín
FH nær upp ágætis pressu eftir hornið en Valsmenn verjast fimlega og ná að endingu boltanum aftur.
5. mín
Jóntan Ingi vel hátt með fótinn gegn Lasse Petry sem liggur á miðjum vellinum en stendur upp á meðan Helgi veitir Jónatan smá orð í eyra.
3. mín
Liðin að þreifa hvort á öðru hér í upphafi.
Valgeir með frábæra sendingu innfyrir sem Aron Bjarnason eltir. Gunnar Nielsen mætir út úr teignum til að þess að spyrna frá en hikar og þarf að spyrna í innkast.
Óþarfa séns sem hann tók þarna en ekkert varð úr.
Valgeir með frábæra sendingu innfyrir sem Aron Bjarnason eltir. Gunnar Nielsen mætir út úr teignum til að þess að spyrna frá en hikar og þarf að spyrna í innkast.
Óþarfa séns sem hann tók þarna en ekkert varð úr.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Krikanum og eru það gestirnir sem hefja leik. Risa 90 mínútur framundan fyrir deildina og vonandi að liðin bjóði okkur upp á taumlausa skemmtun á meðan á þeim stendur.
Fyrir leik
Fram að kick off er ekki úr vegi fyrir lesendur að lesa ítarlega leikgreiningu Arnars Hallssonar á leik Stjörnunar og Vals sem birtist á Fótbolta.net fyrir stundu en hana má finna HÉR
Fyrir leik
Aðstæður
Völlurinn hér í Krikanum lítur vel út að vanda í það minnsta svona úr fjarska séð og ætti að geta boðið upp á fínan leik. En það er þó nokkuð kalt þó sólin skíni.
Úlpa, húfa, vettlingar og sólgleraugu líklega staðalbúnaður í stúkunni.
Völlurinn hér í Krikanum lítur vel út að vanda í það minnsta svona úr fjarska séð og ætti að geta boðið upp á fínan leik. En það er þó nokkuð kalt þó sólin skíni.
Úlpa, húfa, vettlingar og sólgleraugu líklega staðalbúnaður í stúkunni.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár
Ólafur Karl Finsen er ekki í leikmannahópi FH en hann er á láni frá Val. Ólafur Karl hefði mátt spila leikinn ef FH hefði borgað Val ákveðna upphæð. Baldur Sigurðsson kemur inn í byrjunarliðið fyrir Ólaf Karl.
Kristinn Freyr Sigurðsson og Haukur Páll Sigurðsson koma báðir aftur inn í byrjunarlið Vals eftir að hafa verið fjarri góðu gamni í 5-1 sigrinum á Stjörnunni á mánudaginn. Einar Karl Ingvarsson og Kaj Leó í Bartalsstovu fara á bekkinn.
Ólafur Karl Finsen er ekki í leikmannahópi FH en hann er á láni frá Val. Ólafur Karl hefði mátt spila leikinn ef FH hefði borgað Val ákveðna upphæð. Baldur Sigurðsson kemur inn í byrjunarliðið fyrir Ólaf Karl.
Kristinn Freyr Sigurðsson og Haukur Páll Sigurðsson koma báðir aftur inn í byrjunarlið Vals eftir að hafa verið fjarri góðu gamni í 5-1 sigrinum á Stjörnunni á mánudaginn. Einar Karl Ingvarsson og Kaj Leó í Bartalsstovu fara á bekkinn.
Fyrir leik
Tölfræðin
90 leiki hafa liðin leikið sín á milli samkvæmt gagnagrunni KSÍ.
36 sinnum hefur sigurinn fallið Fimleikafélaginu í skaut, 13 sinnum hafa liðin orðið að sætta sig við skiptan hlut og Valsmenn hafa unnið alls 41 leik.
Markatala liðanna er 127-146 Val í vil.
Það er þó orðið æði langt síðan að Valur vann í Krikanum en síðast gerðist það fyrir nánast sléttum 13 árum eða þann 23.september 2007. Þar hafði Valur 0-2 sigur á liði FH með mörkum frá Baldri Aðalsteinssyni og Helga Sigurðssyni. Heimir Guðjónsson þjálfari Vals var aðstoðarþjálfari FH á þessum tíma.
Birkir Már Sævarsson er sá eini úr leikmannahópum liðanna sem spilaði í þessum síðasta sigri Vals í Kaplakrika en Hjörtur Logi Valgarðsson sat á varamannabekk FH í leiknum.
90 leiki hafa liðin leikið sín á milli samkvæmt gagnagrunni KSÍ.
36 sinnum hefur sigurinn fallið Fimleikafélaginu í skaut, 13 sinnum hafa liðin orðið að sætta sig við skiptan hlut og Valsmenn hafa unnið alls 41 leik.
Markatala liðanna er 127-146 Val í vil.
Það er þó orðið æði langt síðan að Valur vann í Krikanum en síðast gerðist það fyrir nánast sléttum 13 árum eða þann 23.september 2007. Þar hafði Valur 0-2 sigur á liði FH með mörkum frá Baldri Aðalsteinssyni og Helga Sigurðssyni. Heimir Guðjónsson þjálfari Vals var aðstoðarþjálfari FH á þessum tíma.
Birkir Már Sævarsson er sá eini úr leikmannahópum liðanna sem spilaði í þessum síðasta sigri Vals í Kaplakrika en Hjörtur Logi Valgarðsson sat á varamannabekk FH í leiknum.
Fyrir leik
Óli Kalli
Sagan um Ólaf Karl Finsen heldur áfram þetta sumarið og menn mikið að spá hvort hann muni spila þennan leik enda á láni hjá FH frá Val.Óli Kalli má spila gegn Val ef FH borgar segir Börkur Edvardsson formaður Vals og hefur því verið fleygt fram á 433.is að FH þurfi að borga 5 milljónir fyrir að spila Óla Kalla
Ólíklegt verður að teljast að Oli Kalli verði með í þessum leik en það á þó aldrei að segja aldrei.
Sagan um Ólaf Karl Finsen heldur áfram þetta sumarið og menn mikið að spá hvort hann muni spila þennan leik enda á láni hjá FH frá Val.Óli Kalli má spila gegn Val ef FH borgar segir Börkur Edvardsson formaður Vals og hefur því verið fleygt fram á 433.is að FH þurfi að borga 5 milljónir fyrir að spila Óla Kalla
Ólíklegt verður að teljast að Oli Kalli verði með í þessum leik en það á þó aldrei að segja aldrei.
Fyrir leik
FH
FH undir stjórn Loga Ólafssonar og Eiðs Smára hefur komið sterkt til leiks eftir því sem liðið hefur á tímabilið eftir brösuga byrjun. Steven Lennon hefur verið sjóðheitur fyrir framan markið og sett 13 mörk til þessa í mótinu.
FH þarf á sigri að halda ætli þeir sér að setja einhverja pressu á Valsmenn og gera atlögu að titlinum. Með sigri gætu þeir minnkað forskot Vals niður í 5 stig og vinni þeir leikinn sem þeir eiga inni fer það niður í 2 stig. Draumastaða allra áhugamanna um knattspyrnu gæti því vel orðið að veruleika en liðin mætast að nýju í lokaumferðinni sem gæti ef vel spilast úr orðið hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitillinn.
Daníel Hafsteinsson og Kristján Gauti Emilsson verða ekki með FH í dag en líklegt er að þeir verði fjarverandi framyfir landsleikjahlé. Þá er Atli Guðnason einnig frá eftir að hafa meiðst gegn Víkingi á dögnum.
FH undir stjórn Loga Ólafssonar og Eiðs Smára hefur komið sterkt til leiks eftir því sem liðið hefur á tímabilið eftir brösuga byrjun. Steven Lennon hefur verið sjóðheitur fyrir framan markið og sett 13 mörk til þessa í mótinu.
FH þarf á sigri að halda ætli þeir sér að setja einhverja pressu á Valsmenn og gera atlögu að titlinum. Með sigri gætu þeir minnkað forskot Vals niður í 5 stig og vinni þeir leikinn sem þeir eiga inni fer það niður í 2 stig. Draumastaða allra áhugamanna um knattspyrnu gæti því vel orðið að veruleika en liðin mætast að nýju í lokaumferðinni sem gæti ef vel spilast úr orðið hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitillinn.
Daníel Hafsteinsson og Kristján Gauti Emilsson verða ekki með FH í dag en líklegt er að þeir verði fjarverandi framyfir landsleikjahlé. Þá er Atli Guðnason einnig frá eftir að hafa meiðst gegn Víkingi á dögnum.
Fyrir leik
Valur
Valur stefnir hraðbyri í átt að Íslandsmeistaratitlinum þetta sumarið en þeir sitja fyrir leik í 1.sæti deildarinnar með 37 stig 8 stigum á undan FH sem á þó leik til góða.
Valsmenn eru án ef besta lið deildarinnar eins og sakir standa og hafa verið á fræbæru skriði að undanförnu. Tveir mánuðir eru síðan að Valur tapaði stigi en það gerðist síðast í 0-0 jafntefli liðsins gegn Stjörnunni á Origo þann 13.júlí síðastliðinn. Síðan þá hafa fylgt 9 sigrar í röð og þar á meðal 1-5 sigur á Stjörnunni á mánudaginn. Með Patrick Pedersen í fantaformi er sóknarlína Vals alltaf líkleg til þess að skora enda hefur liðið skorað liða mest í deildinni eða alls 39 mörk.
Fari svo að Valur vinni leikinn fara þeir í 40 stig og ná því 11 stiga forskoti á FH þegar 6 umferðum er ólokið. Þó ber að hafa í huga að FH á leik til góða sem og Stjarnan sem á tvo en eru heilum 13 stigum á eftir Val í 3.sætinu.
Sebastian Hedlund hefur verið fjarverandi hjá Val að undanförnu vegna meiðsla og ólíklegt að hann verði með. Lasse Petry er leið í leikbann vegna áminninga en þar sem úrskurðir aganefnfar taka ekki gildi fyrr en 12:00 á föstudögum er hann löglegur gegn FH í dag.
Valur stefnir hraðbyri í átt að Íslandsmeistaratitlinum þetta sumarið en þeir sitja fyrir leik í 1.sæti deildarinnar með 37 stig 8 stigum á undan FH sem á þó leik til góða.
Valsmenn eru án ef besta lið deildarinnar eins og sakir standa og hafa verið á fræbæru skriði að undanförnu. Tveir mánuðir eru síðan að Valur tapaði stigi en það gerðist síðast í 0-0 jafntefli liðsins gegn Stjörnunni á Origo þann 13.júlí síðastliðinn. Síðan þá hafa fylgt 9 sigrar í röð og þar á meðal 1-5 sigur á Stjörnunni á mánudaginn. Með Patrick Pedersen í fantaformi er sóknarlína Vals alltaf líkleg til þess að skora enda hefur liðið skorað liða mest í deildinni eða alls 39 mörk.
Fari svo að Valur vinni leikinn fara þeir í 40 stig og ná því 11 stiga forskoti á FH þegar 6 umferðum er ólokið. Þó ber að hafa í huga að FH á leik til góða sem og Stjarnan sem á tvo en eru heilum 13 stigum á eftir Val í 3.sætinu.
Sebastian Hedlund hefur verið fjarverandi hjá Val að undanförnu vegna meiðsla og ólíklegt að hann verði með. Lasse Petry er leið í leikbann vegna áminninga en þar sem úrskurðir aganefnfar taka ekki gildi fyrr en 12:00 á föstudögum er hann löglegur gegn FH í dag.
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
('80)
2. Birkir Már Sævarsson (f)
9. Patrick Pedersen
('75)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
('80)
11. Sigurður Egill Lárusson
('84)
13. Rasmus Christiansen
14. Aron Bjarnason
18. Lasse Petry
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
24. Valgeir Lunddal Friðriksson
('75)
Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
4. Einar Karl Ingvarsson
('84)
5. Birkir Heimisson
('80)
15. Kasper Hogh
('80)
17. Andri Adolphsson
20. Orri Sigurður Ómarsson
('75)
77. Kaj Leo í Bartalsstovu
('75)
Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Eiríkur K Þorvarðsson
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson
Gul spjöld:
Eiður Aron Sigurbjörnsson ('94)
Rauð spjöld: