Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 23. september 2020 10:14
Magnús Már Einarsson
Óli Kalli má spila gegn Val ef FH borgar
Óli Kalli í baráttunni.
Óli Kalli í baráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Karl Finsen má spila með FH gegn Val í toppslag í Pepsi Max-deildinni á morgun ef FH-ingar greiða Val fyrir.

Ólafur Karl gekk til liðs við FH á láni í síðasta mánuði og í samningi á milli félaganna segir að hann megi spila gegn Val ef að FH borgar ákveðna upphæð.

„Hann má spila en það er ákvæði í samningum um að það kostar," sagði Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Óli Kalli hefur verið í byrjunarliði FH í síðustu leikjum en hann skoraði í 4-1 sigrinum á Fylki í fyrrakvöld.

FH og Valur eiga eftir að mætast tvívegis á tímabilinu en fyrri leikur liðanna er á Kaplakrikavelli á morgun klukkan 16:15.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner