Arnar Hallsson, fyrrum þjálfari Aftureldingar, mun á þessu tímabili leikgreina leiki í Pepsi Max-deildinni fyrir Fótbolta.net. Hér er skýrsla hans um stórleik KR og Stjörnunnar. Skýrslan er gerð með hjálp Wyscout sem hjálpar liðum í Pepsi Max og Lengjudeildinni við leikgreiingar.
Sjá einnig:
Leikurinn - Stjörnugrís? (KR-Stjarnan)
Þétt leiðindi (Valur-KA)
Sannfærandi sigur flæðis og gæða (Breiðablik-ÍA)
Leikurinn: Breyttur leikstíll Stjörnunnar - Uppskrift árangurs? (Stjarnan - HK)
Leikurinn - Ekki mæta með hníf í byssubardaga (Breiðablik - KR)
Leikurinn - Með sýnikennslu í rebba-fræðum (Breiðablik - FH)
Leikurinn - Tuttugu og fimm mínútna taktísk veisla í farangrinum (KR - Víkingur)
Leikurinn - Óreyndir og óheppnir Gróttumenn og hverjir eru styrkleikar Fylkis?
Leikurinn - Ólíkar leikáætlanir (FH-ÍA)
Leikurinn - Arnþór svipti Patrick plássi og tíma (Valur-KR)
Liðsuppstillingar og áherslur
Stjarnan Óli Jóh og Rúnar Páll gerðu tvær breytingar á liðinu frá sigurleiknum gegn KR. Guðjón Pétur kom inn á miðjuna í stað Halldórs Orra og Guðjón Baldvinsson í fremstu víglínu í stað Emils Atlasonar. Að öðru leyti voru áherslurnar nokkuð sambærilegar því sem sést hefur oft í sumar. Hilmar ýtir upp með senternum og varnarleikurinn er líkari 4-4-2 en sóknarleikurinn líkist meira 4-2-3-1. Alex Þór stýrir spili liðsins á miðjunni og Hilmari er ætlað að finna sér stöður milli lína hjá andstæðingunum. En slíkar stöður voru hreinlega ekki í boði í þessum leik. Valsmenn voru mjög þéttir og agaðir í varnarleik sínum. Þeir náðu að loka algjörlega þeim svæðum sem Hilmar herjar í.
Stjarnan Óli Jóh og Rúnar Páll gerðu tvær breytingar á liðinu frá sigurleiknum gegn KR. Guðjón Pétur kom inn á miðjuna í stað Halldórs Orra og Guðjón Baldvinsson í fremstu víglínu í stað Emils Atlasonar. Að öðru leyti voru áherslurnar nokkuð sambærilegar því sem sést hefur oft í sumar. Hilmar ýtir upp með senternum og varnarleikurinn er líkari 4-4-2 en sóknarleikurinn líkist meira 4-2-3-1. Alex Þór stýrir spili liðsins á miðjunni og Hilmari er ætlað að finna sér stöður milli lína hjá andstæðingunum. En slíkar stöður voru hreinlega ekki í boði í þessum leik. Valsmenn voru mjög þéttir og agaðir í varnarleik sínum. Þeir náðu að loka algjörlega þeim svæðum sem Hilmar herjar í.
Enda var niðurstaðan sú að alveg sama hvað Stjörnumenn reyndu þá tókst þeim ekki að skapa neitt afgerandi gott færi allan leikinn. Þurftu að láta sér nægja lítt hættulegar skotstöður utan teigs, sem í öllum tilfellum voru ekki líklegar til að valda Hannesi Halldórssyni teljandi vandræðum. Til að mynda fóru sex af nítján skotum Stjörnumanna í varnarmenn Vals sem er vísbending um hversu þétt Valsmenn voru í andstæðingum sínum.
VALUR
Valsmenn voru án fyrirliðans Hauks Páls og kom Einar Karl inn á miðjuna í hans stað. Að öðru leyti hefur Heimir keyrt mikið á þessu liði stærstan hluta mótsins. Hann er búinn að vinna markvisst með þennan kokkteil stærstan hluta mótsins og verið að fínstilla áherslurnar eftir því sem liðið hefur á mótið. Stærsta breytingin frá síðasta tímabili er sú að liðið hefur þróast úr því liði sem best var að halda bolta í deildinni yfir í besta varnarliðið sem býr yfir góðum skyndisóknar eiginleikum.
Liðinu líður mjög vel í djúpri blokk með Hannes gríðarlega öruggan í teignum þar fyrir aftan. Leikmenn Valsliðsins héldu hættusvæðunum lokuðum allan leikinn og lögðu á sig mikla vinnu varnarlega. Það er gríðarlegur vilji og samheldni byggð inn í liðið og það leynir sér ekkert í varnarleik þess.
Valsmenn voru án fyrirliðans Hauks Páls og kom Einar Karl inn á miðjuna í hans stað. Að öðru leyti hefur Heimir keyrt mikið á þessu liði stærstan hluta mótsins. Hann er búinn að vinna markvisst með þennan kokkteil stærstan hluta mótsins og verið að fínstilla áherslurnar eftir því sem liðið hefur á mótið. Stærsta breytingin frá síðasta tímabili er sú að liðið hefur þróast úr því liði sem best var að halda bolta í deildinni yfir í besta varnarliðið sem býr yfir góðum skyndisóknar eiginleikum.
Liðinu líður mjög vel í djúpri blokk með Hannes gríðarlega öruggan í teignum þar fyrir aftan. Leikmenn Valsliðsins héldu hættusvæðunum lokuðum allan leikinn og lögðu á sig mikla vinnu varnarlega. Það er gríðarlegur vilji og samheldni byggð inn í liðið og það leynir sér ekkert í varnarleik þess.
Valsmenn byrjuðu leikinn gegn Stjörnunni af gríðarlegum krafti og pressuðu stíft á Stjörnumenn um allan völl í upphafi leiks. PPDA mælikvarðinn endurspeglar vel þessa sterku byrjun Valsmanna einkum þegar hann er settur í samhengi við fjölda skota á markið á fyrstu 30 mínútum leiksins.
Á fyrstu 30 mínútum leiksins áttu Valsmenn 7 skot að marki Stjörnunnar og þar af 5 á markið og 5 skotanna voru úr vítateig Stjörnunnar. Sé þetta borið saman við byrjun Stjörnunnar þá áttu leikmenn Stjörnunnar 5 skot að marki Vals og þar af var 1 þeirra á markið. Ekkert skota Stjörnunnar kom úr vítateig Valsmanna. Eftir 31 mínútu var staðan orðin 0-4. Þetta var ekki tilviljun heldur sterkt upplegg Heimis og mikil ákefð í leik Valsmanna.
Á fyrstu 30 mínútum leiksins áttu Valsmenn 7 skot að marki Stjörnunnar og þar af 5 á markið og 5 skotanna voru úr vítateig Stjörnunnar. Sé þetta borið saman við byrjun Stjörnunnar þá áttu leikmenn Stjörnunnar 5 skot að marki Vals og þar af var 1 þeirra á markið. Ekkert skota Stjörnunnar kom úr vítateig Valsmanna. Eftir 31 mínútu var staðan orðin 0-4. Þetta var ekki tilviljun heldur sterkt upplegg Heimis og mikil ákefð í leik Valsmanna.
Leikurinn sjálfur:
Valsmenn byrjuðu að herja á Stjörnuna frá fyrsta flauti og það var ekki langt á leikinn liðið þegar þeir höfðu náð forystu. Enda pressuðu þeir stíft, þvinguðu Stjörnumenn í að gera mistök og tóku strax frumkvæðið í leiknum. Valsmenn tóku stutta hornspyrnu, sem var greinilega æfð, Aron og Kaj Leó léku saman og lögðu boltann fyrir Petry sem fékk frítt skot við vítateiginn. Petry gerði vel í því að halda boltanum niðri og þruma að marki Stjörnunnar.
Valsmenn byrjuðu að herja á Stjörnuna frá fyrsta flauti og það var ekki langt á leikinn liðið þegar þeir höfðu náð forystu. Enda pressuðu þeir stíft, þvinguðu Stjörnumenn í að gera mistök og tóku strax frumkvæðið í leiknum. Valsmenn tóku stutta hornspyrnu, sem var greinilega æfð, Aron og Kaj Leó léku saman og lögðu boltann fyrir Petry sem fékk frítt skot við vítateiginn. Petry gerði vel í því að halda boltanum niðri og þruma að marki Stjörnunnar.
Haraldur varði boltann fyrir markið í stað þess að vísa honum út til hliðar og aftur í horn. Eftirleikurinn fyrir Patrik Pedersen var ákaflega einfaldur.
Áfram héldu Valsmenn að herja á Stjörnumennina. Valgeir Lunddal var ákaflega áberandi á þessum kafla leiksins og það er gaman að fylgjast með því hversu vel hann les leikinn. Hversu mikill íþróttamaður hann er með mikla yfirferð og mýkt í hreyfingum með og án bolta. Þá er hann einn mest skapandi varnarmaður deildarinnar þegar hann kemur með hlaup og tengingar úr djúpinu.
Enginn leikmaður í liði Vals vann boltann oftar en Valgeir Lunddal og myndin að ofan sýnir á hvaða svæðum hann var að vinna boltann. Valgeir er að lesa leikinn vel og styðja vel við pressuna þegar liðið er hátt sem og hliðarfærslur varnarinnar. Mjög skemmtilegur og fjölhæfur leikmaður.
Sóknarlega voru Valsmennirnir Patrik Pedersen og Aron Bjarnason sérstaklega eitraðir Stjörnumönnum sóknarlega. Patrik skorar sníkjumark, leggur í raun upp mark fyrir sjálfan sig með lykilsendingu í vítinu. Patrik á síðan stoðsendingu á Aron Bjarna í fjórða markinu. Aron Bjarna fær vítið, skorar tvö mörk og leggur upp mark fyrir Birki. Það eru fáir, ef nokkrir, leikmenn í deildinni að spila betur en Aron Bjarnason þessar vikurnar. Kvikur og skemmtilega skapandi leikmaður sem er nú með sjálfstraustið í hæstu hæðum.
Sé horft á hversu oft leikmenn Vals reyndu að taka leikmenn Stjörnunnar á stendur Kaj Leó uppúr, bæði hvað varðar fjölda og árangri.
En sé horft á hvað útúr þessu kom hjá Kaj Leó er það sorglega lítið, miðað við hversu flottur hann er á velli og tæknilega góður hann er að rekja og senda boltann. Flestar góðar sóknir Vals komu upp vinstra megin í þessum leik 16 talsins en þær skiluðu bara 0,06 XG mörkum. Skila þessi gæði Kaj Leós of litlu og vonandi tekst honum að slípa til ákvarðanir sínar því þá verður hann leikmaður í sérflokki. Afrakstur sumarsins hjá honum eru tvö mörk í deildinni og fjórar stoðsendingar og þar af kom eitt mark og stoðsending í leik gegn Gróttu þar sem Valsmenn höfðu algjöra yfirburði. Stjörnumenn komu of værukærir til leiks, ætluðu sér að halda boltanum og vinna sig inn í leikinn. En leikurinn fór frá þeim áður en þeir náðu að klukka Valsmenn almennilega
En sé horft á hvað útúr þessu kom hjá Kaj Leó er það sorglega lítið, miðað við hversu flottur hann er á velli og tæknilega góður hann er að rekja og senda boltann. Flestar góðar sóknir Vals komu upp vinstra megin í þessum leik 16 talsins en þær skiluðu bara 0,06 XG mörkum. Skila þessi gæði Kaj Leós of litlu og vonandi tekst honum að slípa til ákvarðanir sínar því þá verður hann leikmaður í sérflokki. Afrakstur sumarsins hjá honum eru tvö mörk í deildinni og fjórar stoðsendingar og þar af kom eitt mark og stoðsending í leik gegn Gróttu þar sem Valsmenn höfðu algjöra yfirburði. Stjörnumenn komu of værukærir til leiks, ætluðu sér að halda boltanum og vinna sig inn í leikinn. En leikurinn fór frá þeim áður en þeir náðu að klukka Valsmenn almennilega
Það var greinilegt í uppleggi Valsmanna að þeir ætluðu að pressa stíft í byrjun, vinna boltann og keyra hratt á vörn Stjörnunnar. Valsmenn pressuðu Stjörnuna mjög hátt megnið af fyrri hálfleik og í þeim síðari lágu þeir í að miklu leyti í djúpri blokk.
Eins og sjá má á XG grafinu tóku Valsmenn strax völdin og afgreiddu leikinn á fyrstu 35 mínútum hans. Það má hrósa Stjörnumönnum fyrir það að hafa ekki gefist upp heldur barist og hamast á Valsmönnum það sem eftir lifði leiks en Stjörnumönnum tókst aldrei að opna vörn Valsmanna upp á gátt. Heldur urðu þeir að sætta sig við skot utan af velli sem ólíkleg voru til að skila mörkum.
Skiptingar:
Skiptingar Stjörnunnar tókum mið af því að leikurinn var gjörtapaður og að þétt prógram væri framundan. Alex Þór, Hilmar Halldórsson og Guðjón Baldvinsson komu allir af velli þegar um 20-25 mín voru eftir af leiknum. Líklega til að tryggja að þeir verði allir tilbúnir í næsta leik.
Valsmenn tóku Patrik Pedersen fyrstan af velli og síðan spöruðu þeir Rasmus, Petry, Aron og Petry. Þarna var klárlega verið að hugsa um næstu leiki.
Skiptingar Stjörnunnar tókum mið af því að leikurinn var gjörtapaður og að þétt prógram væri framundan. Alex Þór, Hilmar Halldórsson og Guðjón Baldvinsson komu allir af velli þegar um 20-25 mín voru eftir af leiknum. Líklega til að tryggja að þeir verði allir tilbúnir í næsta leik.
Valsmenn tóku Patrik Pedersen fyrstan af velli og síðan spöruðu þeir Rasmus, Petry, Aron og Petry. Þarna var klárlega verið að hugsa um næstu leiki.
Mikilvægustu atvik leiksins:
- Undirbúningurinn að öðru marki Valsmanna var ákaflega glæsilegur og undirstrikaði af hverju liðið er í efsta sæti.
Eftir að hafa fært boltann á milli kanta berst boltinn út á Birki Má. Aron hafði dregið sig niður og miðlægt þannig að Sigurður Egill gat skorið út í millisvæðið. Það sést augljóslega þegar horft er að video-ið að Aron veit að svæðið er opið fyrir sendinguna á Sigurð Egil og hann tímasetur sig fullkomlega inn í svæðið.
- Undirbúningurinn að öðru marki Valsmanna var ákaflega glæsilegur og undirstrikaði af hverju liðið er í efsta sæti.
Eftir að hafa fært boltann á milli kanta berst boltinn út á Birki Má. Aron hafði dregið sig niður og miðlægt þannig að Sigurður Egill gat skorið út í millisvæðið. Það sést augljóslega þegar horft er að video-ið að Aron veit að svæðið er opið fyrir sendinguna á Sigurð Egil og hann tímasetur sig fullkomlega inn í svæðið.
Varnarleikur Stjörnunnar, en einkum Daníels Laxdal, er hálf kómískur í stað þess að standa á ská og vera tilbúinn til að takast á við hlaupið stillir hann sér upp eins og keilu. Snýr beint fram og á aldrei möguleika á að verjast sökum þess.
Patrik Pedersen átti von á Brynjari mun nær sér og tekur því snertingu og lyftir síðan boltanum inn fyrir vörnina í svæðið fyrir Aron Bjarnason sem er á auðum sjó. Haraldur kemur út úr markinu og niðurstaðan er víti. Ótrúlega slakur varnarleikur.
- Þriðja mark Valsmanna, eftir markspyrnu!
Hannes Halldórsson tekur markspyrnu og setur boltann á miðjuna.
Hannes Halldórsson tekur markspyrnu og setur boltann á miðjuna.
Guðjón Pétur gerir illt verra með því að fylgja inn í svæðið því hann var aldrei nálægt því að komast í boltann.
Boltanum er fleytt áfram á Patrik sem er með Daníel í bakinu. Aðrir varnarmenn gera enga tilraun til að valda svæðið sem Daníel skilur eftir sig. Öll grundvallaratriði varnarleiks eru brotin hér og niðurstaðan er mark sem einkennir mjög oft hvernig mörk koma í 4.flokks leikjum.
Niðurstaðan:
Valsmenn unnu sanngjarnan sigur og halda sigurgöngu sinni áfram. Liðið er vel skipulagt og hrikalega vinnusamt, það í bland við einstaklingsgæði er líklega áreiðanlegasta uppskrift árangurs sem til er. Fátt virðist geta stoppað sigurgöngu þeirra, það væri helst værukærð en líklega er Heimir of margreyndur þjálfari til að leyfa henni að festa rætur innan hópsins.
Valsmenn unnu sanngjarnan sigur og halda sigurgöngu sinni áfram. Liðið er vel skipulagt og hrikalega vinnusamt, það í bland við einstaklingsgæði er líklega áreiðanlegasta uppskrift árangurs sem til er. Fátt virðist geta stoppað sigurgöngu þeirra, það væri helst værukærð en líklega er Heimir of margreyndur þjálfari til að leyfa henni að festa rætur innan hópsins.
Stjörnumenn hafa átt nokkuð gott sumar en varnarleikur liðsins í þessum leik var hræðilegur og þá einkum Daníels Laxdal. Öll fimm mörkin eru í raun afleiðing óskipulagðs varnarleiks. Stjörnumenn eru að koma upp með unga spennandi leikmenn í gegn hjá sér sem veit á gott til lengri tíma litið. Til skemmri tíma litið þá geta góð úrslit gegn Breiðablik, í báðum leikjunum sem eftir eru, komið þeim í lykilstöðu til að enda í einu af efstu þremur sætum deildarinnar. Sem væri að mínu viti góður árangur og vísbending um frekari vöxt á næsta tímabili takist þeim að halda liði sínu saman.
Athugasemdir