Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 23. september 2020 11:22
Elvar Geir Magnússon
Segir að FH þurfi að borga 5 milljónir fyrir að spila Óla Kalla
Ólafur Karl Finsen.
Ólafur Karl Finsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net greindi frá því í morgun að Ólafur Karl Finsen mætti spila með FH gegn Val á morgun ef Hlíðarendafélagið fær ákveðna upphæð greidda frá Hafnfirðingum.

Ólafur Karl kom til FH á lánssamningi frá Val en samið var um að hann mætti leika gegn Val ef ákveðin upphæð yrði greidd.

Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is, skrifar frétt um að umrædd upphæð sé fimm milljónir samkvæmt heimildum síðunnar.

„Því eru engar líkur á því að FH noti Ólaf Karl á morgun enda 5 milljónir ansi stór upphæð fyrir íslenskt knattspyrnufélag," segir í frétt 433.is.

Ólafur Karl Finsen skoraði fyrir FH í 4-1 sigri gegn Fylki á mánudaginn en það var hans fyrsta deildarmark fyrir félagið.

Leikur FH og Vals verður 16:15 á morgun en þetta eru tvö efstu lið deildarinnar. FH-ingar þurfa á sigri að halda til að búa til einhverja smá spennu í titilbaráttunni en Valur nær ellefu stiga forystu með sigri.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner