Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Ísland
0
3
Danmörk
Rúnar Már Sigurjónsson '45 , sjálfsmark 0-1
0-2 Christian Eriksen '46
0-3 Robert Skov '61
11.10.2020  -  18:45
Laugardalsvöllur
Þjóðadeildin
Aðstæður: Blankalogn en völlurinn er smá tæpur
Dómari: Bojan Pandzic (skelfilegur)
Áhorfendur: 60
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
4. Guðlaugur Victor Pálsson
5. Sverrir Ingi Ingason
6. Ragnar Sigurðsson ('73)
8. Birkir Bjarnason
10. Gylfi Þór Sigurðsson
11. Alfreð Finnbogason ('12)
16. Rúnar Már Sigurjónsson
17. Aron Einar Gunnarsson (f) ('46)
21. Arnór Ingvi Traustason ('68)
23. Hörður Björgvin Magnússon

Varamenn:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Hólmar Örn Eyjólfsson ('73)
6. Hjörtur Hermannsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson
9. Kolbeinn Sigþórsson
18. Mikael Neville Anderson ('46)
19. Viðar Örn Kjartansson
20. Albert Guðmundsson ('68)
22. Jón Daði Böðvarsson ('12)
23. Ari Freyr Skúlason

Liðsstjórn:
Freyr Alexandersson (Þ)
Erik Hamren (Þ)

Gul spjöld:
Hörður Björgvin Magnússon ('87)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Rosalega erum við lélegir í Þjóðadeildinni, og lélegir gegn Dönum. Þurfum að gera betur en við gerðum í kvöld. Og vá hvað þessi sænski dómari er vonlaus.

En jæja við unnum allavega mikilvægasta leik landsleikjagluggans.

Takk fyrir mig í kvöld.
95. mín
Andreas Olsen fer af vell á börum.
91. mín
Þremur mínútum bætt við.
87. mín
Inn:Mathías Jörgensen (Danmörk) Út:Martin Braithwaite (Danmörk)
87. mín Gult spjald: Hörður Björgvin Magnússon (Ísland)
Fyrir brot á Wass.
82. mín
Enn ein danska hornspyrnan. Allir fyrir löngu komnir með leið á þeim. Hörður Björgvin skallar frá.
80. mín
Inn:Pione Sisto (Danmörk) Út:Kasper Dolberg (Danmörk)
80. mín
Inn:Joakim Mæhle (Danmörk) Út:Robert Skov (Danmörk)
76. mín
Kári Árnason er ekkert sérstaklega hrifinn af Simon Kjær í danska liðinu. Í fyrri hálfleik sagði hann mönnum að leyfa honum bara að liggja þegar sá danski lá inn á vítateig íslenska liðsins.

Núna sagði hann Kjær að þegja þegar hann öskraði eftir skallaeinvígi inn á teig Dana. Kári situr meðal varamanna íslenska liðsins.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
76. mín
Gylfi með fyrirgjöf, Hólmar í skallaeinvígi og boltinn framhjá. Hólmar dæmdur brotlegur.
73. mín
Inn:Hólmar Örn Eyjólfsson (Ísland) Út:Ragnar Sigurðsson (Ísland)
72. mín
Ragnar að fara af velli og Hólmar Örn kallaður til

Ragnar situr á vellinum og Hólmar Örn gerir sig kláran að koma inn á.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
69. mín
Las dómaranum pistilinn

Ari Freyr Skúlason las þeim sænska pistilinn eftir að brot var dæmt á Mikael fyrir að skýla boltanum. Þetta var ekkert kurteisishjal á sænsku.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
68. mín
Inn:Albert Guðmundsson (Ísland) Út:Arnór Ingvi Traustason (Ísland)
66. mín
Inn:Andreas Olsen (Danmörk) Út:Yussuf Yurary Poulsen (Danmörk)
64. mín
MIKAEL ANDERSON!!! Eftir hornspyrnu er hann í flottu færi við stöngina en Kasper Schmeichel ver.
61. mín MARK!
Robert Skov (Danmörk)
Röð af tilviljunum og Skov nær að skora með óverjandi skoti fyrir utan teig, var að renna þegar hann tók skotið og heppnisstimpill yfir þessu.

En við erum í veseni maður.
61. mín
Guðlaugur Victor fær dæmda á sig aukaspyrnu eftir leikaaraskap hjá dönskum leikmanni. Afskaplega hlýtur dómgæslan í Svíþjóð að vera vond þegar þessi Bojan Pandzic er þeirra framlag í alþjóðlegan fótbolta.
60. mín
Tólfan er orðin mjög pirruð á sænska dómaranum

Danir eiga aukaspyrnu úti vinstra megin. Tólfan mótmælti mjög flauti dómarans.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
59. mín
Gylfi með skot! Boltinn af Skov og í hornspyrnu. Náum ekki að koma skoti á markið eftir hornið.
56. mín
Aukaspyrna frá Gylfa. Raggi Sig skallar yfir.
54. mín
Danska grýlan virðist ætla að lifa góðu lífi áfram. Það þarf allaveg eitthvað mikið að breytast í þessum leik ef við ætlum að ná stigi úr honum.
51. mín
Hornspyrna. Hannes kýlir boltann frá. Menn verða að halda haus.
46. mín MARK!
Christian Eriksen (Danmörk)
Skyndilega var Christian Eriksen kominn einn í gegn og kláraði vel.

Skipulagið klikkaði verulega þarna.

Við vorum í stöðu til að taka langt innkast og eins og hendi var veifað var Eriksen skyndilega kominn einn í gegn og skoraði 33. landsliðsmark sitt. Hörður Björgvin kastaði á Rúnar Má sem átti skot og boltinn í Dana og skaust fram, Eriksen slapp frá miðlínu sirka.
46. mín
Inn:Mikael Neville Anderson (Ísland) Út:Aron Einar Gunnarsson (f) (Ísland)
Gylfi tekur við fyrirliðabandinu.

Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín
Hálfleiksuppgjör úr Laugardal

Ekkert eðlilega svekkjandi að staðan sé 0-1 eftir þetta skítamark sem Danir fengu á silfurfati með giski frá AD2. Sænski dómarinn ekki verið upp á marga fiska í leiknum fyrir utan það. Danska liðið hefur stýrt leiknum en íslenska liðið ógnað nokkrum sinnum. Mesta ánægjan er með Guðlaug Victor Pálsson. Ísland þarf að komast meira í boltann og bæði Erik og Freyr kalla mikið inn á.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
45. mín
Danir hafa verið 72% með boltann eftir fyrri hálfleikinn.
45. mín
Hálfleikur
Aðstoðardómarinn giskaði og giskaði rangt.

Danir leiða í hálfleik.
45. mín SJÁLFSMARK!
Rúnar Már Sigurjónsson (Ísland)
ÞETTA ER BARA RANGT! DÓMARAMISTÖK!

Kjær með skalla á markið, Hannes ver, slær boltann frá, boltinn fer í Rúnar og lekur við stöngina.

Hannes ver en dómararnir telja að þessi bolti hafi farið allur innfyrir línuna. Ég er sannfærður um að svo sé ekki eftir að hafa séð endursýningar. Aðstoðardómarinn dæmdi mark og þetta skráist sjálfsmark á Rúnar.

Ekkert VAR í Þjóðadeildinni og markið stendur. Hannes hefði getað gert betur en vá hvað þetta er pirrandi.
44. mín
Úff hætta við mark Íslands en Rúnar már kemur boltanum í horn. Þetta hefði getað endað alls konar. Danir að fá sína níundu hornspyrnu!
41. mín
Simon Kjær með skalla yfir markið. Engin hætta á ferðum.
39. mín
Kasper Dolberg með skot sem flýgur langt yfir Laugardalslaugina! Vá þetta var ekki eðlilega hátt yfir. Þessi bolti er glataður.
37. mín
Skov með skot. Boltinn fer af Rúnari Má og flýgur í hornspyrnu.
35. mín
Arnór Ingvi með fyrirgjöf. Gylfi nær snertingu á boltann en hann endar í höndum Kaspers.

Danir eru MIKLU meira með boltann en eru ekki mikið að ná að skapa sér. Við erum hættulegir þegar við komumst upp völlinn.
34. mín
Eriksen með skot sem fer af varnarmanni og þaðan í fangið á Hannesi í markinu.
33. mín
Birkir Bjarna með fyrirgjöf og hinn frægi darraðadans er stiginn í teignum. Á endanum flautar sænski dómarinn, dæmir sóknarbrot á Ísland. Bull dómur. Ekkert að þessu.
31. mín
DANIR SKALLA FRAMHJÁ! Simon Kjær með skalla eftir hornspyrnu. Framhjá.
29. mín
FRÁBÆR SPRETTUR! Guðlaugur Victor Pálsson tók sprett upp hægra megin og átti góða sendingu á Jón Daða sem átti skot í fyrsta, beint á Kasper sem varði.
26. mín
Thomas Delaney með skot sem fer í varnarmann og í hornspyrnu. Miðað við gang leiksins þá hlýtur þetta því miður að enda með dönsku marki bráðlega.
22. mín
Völlurinn laus í sér. Annars er það að frétta að Danir eru miklu miklu meira með boltann.
17. mín
Daniel Wass með hættulega fyrirgjöf. Danir góðir að fylla teiginn og Guðlaugur Victor setur boltann í hornspyrnu.
14. mín
Fyrsta víkingaklappið

Nokkrir starfsmenn KSÍ og nokkrir leikmenn taka undir, þ.a.m. Rúnar Alex Rúnarsson.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
12. mín
Inn:Jón Daði Böðvarsson (Ísland) Út:Alfreð Finnbogason (Ísland)
Leiðinleg tíðindi að Alfreð þurfi að fara af velli. Meiddist aftan í læri. Jón Daði kemur inn í sinum 51. landsleik.
11. mín
Jón Daði að koma inn á!

Alfreð lág eftir færið og Jón er að gera sig kláran - enginn tími fyrir neina auka upphitun.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
10. mín
SKYNDILEGA FÆR ALFREÐ HÖRKUFÆRI!!!!

Daniel Wass með hrikaleg varnarmistök. Ætlaði að senda til baka á Kasper Schmeichel en Alfreð náði til boltans, tók skot en Kasper náði að loka og verja þetta.
9. mín
Robert Skov með fyrirgjöf frá vinstri en Kasper Dolberg og Yussuf Poulsen sem komu á siglingunni náði hvorugur til boltans. Danmörk einokar knöttinn hér í byrjun leiks.
7. mín
Birkir Bjarnason brýtur á sér og Danmörk fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika úti hægra megin.

Eriksen sendir fyrir og Birkir Bjarnason skallar boltann afturfyrir, Danir fá horn. Ekkert kemur upp úr horninu.
5. mín
Christian Eriksen með skot, í varnarmann.
3. mín
Danir eru alhvítir í leiknum í kvöld. Þessi leikur hefst á nokkrum innköstum og öðru ómerkilegu.
1. mín
Leikur hafinn
LEIKURINN ER FARINN AF STAÐ!
Fyrir leik
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völlinn og verið er að spila þjóðsöng Dana. Einbeitingin skín úr hverju andliti. Tólfan búin að koma sér fyrir og vonandi verður stuðningurinn eins góður og hann var á fimmtudaginn.
Fyrir leik
Eftir mörkin tvö sem Gylfi skoraði gegn Rúmenum er hann kominn með 24 mörk fyrir Ísland og er bara tveimur mörkum frá markahæstu landsliðsmönnum okkar frá upphafi, Eiður Smári Guðjohnsen og Kolbeinn Sigþórsson eru á toppnum með 26 mörk.
Fyrir leik
"Við erum komnir hingað til að vinna. Öllum Íslendingum vantar til að loka þessari grýlu og vinna Dani. Það lítur út fyrir að allir séu ferskir hjá okkur, menn bera sig vel. Við erum meðvitaðir um að við getum notað fimm skiptingar og við munum reyna að nota þær allar í dag," segir Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðþsjálfari á Stöð 2 Sport.
Fyrir leik
Hinum leik riðilsins er lokið. England vann 2-1 sigur gegn Belgíu og er á toppnum með sjö stig. Belgar eru með sex stig.

England 2 - 1 Belgía
0-1 Romelu Lukaku ('16 , víti)
1-1 Marcus Rashford ('39 , víti)
2-1 Mason Mount ('64 )
Fyrir leik
Fyrir leik
Byrjunarlið Danmerkur er nákvæmlega eins og Tipsbladet í Danmörku spáði fyrir um.
Fyrir leik
Fyrir leik
Búið er að opinbera byrjunarlið Íslands sem mætir Danmörku í Þjóðadeildinni klukkan 18:45. Erik Hamren gerir tvær breytingar frá byrjunarliðinu sem vann Rúmeníu á fimmtudaginn.

Kári Árnason er meiddur og Sverrir Ingi Ingason kemur inn í vörnina. Þá byrjar Jóhann Berg Guðmundsson á bekknum en Rúnar Már Sigurjónsson kemur inn í liðið. Rúnar fer því á miðjuna og Birkir Bjarnason færist út á kantinn.
Fyrir leik
Spámaður leiksins er Þórir Hákonarson, fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ:
"Það er svo sannarlega kominn tími til að sýna Dönum hvar ölið var keypt! Við erum að fara að tefla fram hörku byrjunarliði og vinnum þetta 2-1. Birkir Bjarna verður á fjærstönginni og kemur okkur yfir, Danir jafna en Jói Berg kemur af bekknum og býr til sigurmarkið. Áfram Ísland!"
Fyrir leik
Kominn tími til að vinna danska liðið!
Ísland og Danmörk hafa mæst 23 sinnum og Ísland hefur aldrei unnið. Fjórir leikir hafa endað með jafntefli en nítján tapast. Ég ætla ekki að minnast á 14-2 leikinn!
Fyrir leik
Danir hafa ekki skorað
Eft­ir tvær um­ferðir í Þjóðadeildinni eru Belg­ar með sex stig, Eng­lend­ing­ar fjög­ur, Dan­ir eitt stig en við Íslend­ing­ar erum stigalausir. Neðsta liðið mun falla úr A-deildinni og líklegt að það verði annað hvort þessara liða sem mætast í Laugardalnum í kvöld.

Danir töpuðu 0-2 gegn Belgíu og gerðu svo markalaust jafntefli gegn Englendingum.
Fyrir leik
Völlurinn ekki í sínu besta standi
Fróðlegt verður að sjá hvernig Laugardalsvöllur höndlar leik kvöldsins. Hann var ekki í sínu besta standi þegar leið á leikinn gegn Rúmenum og Ísland æfði á Kaplakrikavelli í gær til að hlífa vellinum.
Fyrir leik
Kári Árna ekki með
Ljóst er að Erik Hamren mun ekki stilla upp sama byrjunarliði og í sigrinum gegn Rúmeníu. Kári Árnason er meiddur og var í gönguspelku þegar hann fylgdist með æfingu í gær. Hann verður ekki heldur með gegn Belgum á miðvikudag og mun Sverrir Ingi Ingason væntanlega koma inn í vörnina. Búast má við nokkrum breytingum á byrjunarliðinu í viðbót.
Fyrir leik
Freyr Alexandersson um danska liðið:
"Danska liðið er gríðarlega sterkt og búið að vera það síðustu ár. Þeir eru með ofboðslega mikla breidd og þeir mega eiga það frændur okkar að þeir búa til góða fótboltamenn. Þeir koma þeim út í sterkar deildir á góðum tímum, markaðslega eiga þeir ótrúlega gott aðgengi að því að koma leikmönnunum sínum á framfæri og koma þeim á góða staði."
Fyrir leik
Halló halló! Velkomin með okkur í beina lýsingu frá Laugardalsvelli þar sem Ísland og Danmörk mætast í Þjóðadeildinni klukkan 18:45.

Dómarinn í kvöld er sænskur, heitir Bojan Pandzic. Það er ekkert VAR í Þjóðadeildinni, það er búið að pakka niður skjánum sem var notaður á fimmtudaginn.
Byrjunarlið:
1. Kasper Schmeichel (m)
4. Simon Kjær
6. Andreas Christensen
7. Robert Skov ('80)
8. Thomas Delaney
9. Martin Braithwaite ('87)
10. Christian Eriksen
12. Kasper Dolberg ('80)
18. Daniel Wass
20. Yussuf Yurary Poulsen ('66)
23. Pierre Emile Højbjerg

Varamenn:
16. Jonas Lössl (m)
22. Jesper Hansen (m)
2. Philip Billing
3. Jannik Vestergaard
5. Joakim Mæhle ('80)
11. Pione Sisto ('80)
13. Mathías Jörgensen ('87)
14. Henrik Dalsgaard
15. Christian Gytkjær
15. Mathias Jensen
19. Andreas Olsen ('66)
21. Jonas Wind

Liðsstjórn:
Kasper Hjulmand (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: