Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 10. október 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gríðarlega sterkir Danir skiptu út „íslenskari" Hareide fyrir fótboltaspeking
Icelandair
Danir eru með gott lið.
Danir eru með gott lið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Age Hareide ræðir við Birki Bjarnason.
Age Hareide ræðir við Birki Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við Íslendingar eigum erfiðan leik fyrir höndum gegn Danmörku í Þjóðadeildinni á morgun.

Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, en við höfum aldrei unnið Dani. Viðureignin á morgun verður 24. innbyrðis leikur A-landsliðanna í sögunni. Danir hafa unnið nítján af leikjunum og fjórum sinnum hefur orðið jafntefli. Ísland hefur aldrei unnið.

Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net í dag og hann segir danska liðið gríðarlega sterkt.

„Danska liðið er gríðarlega sterkt og búið að vera það síðustu ár," sagði Freyr.

„Þeir eru með ofboðslega mikla breidd og þeir mega eiga það frændur okkar að þeir búa til góða fótboltamenn. Þeir koma þeim út í sterkar deildir á góðum tímum, markaðslega eiga þeir ótrúlega gott aðgengi að því að koma leikmönnunum sínum á framfæri og koma þeim á góða staði. Þetta eru allt strákar sem eru að spila í bestu deildum heims fyrir utan tvo stráka sem eru í Midtjylland og einn í Kaupmannahöfn, sem eru þokkalega góð lið á Skandinavískum mælikvarða. Það eru ekki byrjunarliðsmenn hjá þeim."

„Þetta er frábært fótboltalið, góðir einstaklingar og þeir spila góðan fótbolta með 'philosopher' sem þjálfara. Þeir ætla að koma hingað og vera með yfirburði gegn okkur á Laugardalsvelli."

„Við getum búist við því að þeir verði mikið með boltann, en mér er drullusama þó þeir sendi boltann til hliðar í öftustu línu. Þeir mega hins vegar ekki gera mikið í kringum teiginn okkar."

Kasper Hjulmand er tekinn við danska landsliðinu og hefur stýrt því í þremur leikjum. Hann er mikill fótboltahugsuður, en hann tók við liðinu af hinum norska Age Hareide.

„Age er í fyrsta allt öðruvísi manneskja en Kasper. Hann er miklu, ég ætla að leyfa mér að segja, miklu íslenskari. Hann er mikill 'man manager' - hann nær ótrúlega sterkum tengslum við leikmenn sína. Hann hefur þjálfað nokkra leikmenn hjá okkur. Hann elskar þá alla og þeir elska hann allir. Þar er rosalega sterkur. Fótbolti hans er einfaldur, hann er skýr og markviss. Hann er sigursælasti þjálfari í sögu Danmerkur en fékk samt ekki framhald á samningi sínum," sagði Freyr.

„Kasper kemur inn. Hann er frábær þjálfari með allt öðruvísi áherslur. Það er krafa á að þeir spili eins og þú nefnir - Hollendingar norðursins - og þeir telja sig geta spilað þannig fótbolta gegn bestu liðum í heimi. Það er gott og gilt, og við vitum hvað við erum að fara að fá út á völlinn. Það sem hreif mig mest í fyrstu leikjum Kaspers var ákefðin í pressu, bæði í opnum leik og þegar þeir tapa boltanum. Þeir eru ofboðslega agressívir þegar þeir boltanum núna."

Hlusta má á útvarpsþáttinn í heild sinni hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Gamla bandið, Arnar Grétars og leikmannakönnun
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner