Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 11. október 2020 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Búast við erfiðum leik en segja Dani augljóslega með meiri gæði
Icelandair
Martin Braithwaite, sóknarmaður Barcelona, er í danska liðinu.
Martin Braithwaite, sóknarmaður Barcelona, er í danska liðinu.
Mynd: Getty Images
Það er stórleikur í Þjóðadeildinni í kvöld þegar við Íslendingar tökum á móti Dankörku á Laugardalsvelli.

Viðureignin verður 24. innbyrðis leikur A-landsliðanna í sögunni. Danir hafa unnið nítján af leikjunum og fjórum sinnum hefur orðið jafntefli. Ísland hefur aldrei unnið.

Á vefsíðu Tipsbladet í Danmörku er hitað upp fyrir leikinn með líklegum byrjunarliðum.

Þar segir að líklegt byrjunarlið Íslands verði svona (4-4-2): Hannes, Hjörtur, Hólmar Örn, Sverrir Ingi, Hörður Björgvin, Arnór Ingvi, Birkir, Guðlaugur Victor, Jóhann Berg, Gylfi, Alfreð.

Þar segir að líklegt byrjunarlið Danmörku verði svona (4-3-3): Schmeichel, Wass, Kjær, Christensen, Skov, Delaney, Eriksen, Højbjerg, Poulsen, Dolberg, Braithwaite.

Dómur Tipsbladet fyrir leikinn:
Undir lok greinarinnar ber Tipsbladet upp dóm sinn fyrir leikinn.

Þar segir: „Það er erfitt að spila gegn Íslandi, og það á sérstaklega vel við þegar Íslendingar eru á heimavelli sínum í Reykjavík. Danir verða að vera tilbúnir að fara í vinnufötin."

„Þegar lítur yfir liðin tvö, þá er Danmörk klárlega með meiri gæði, og það ætti að gefa Dönum forskot að Ísland hefur aðeins fengið nokkra daga til að jafna sig eftir erfiðan leik gegn Rúmeníu."

„Við spáum 2-1 sigri Dana."
Athugasemdir
banner
banner