Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   lau 10. október 2020 13:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mynd: Kári Árnason í gönguspelku á Kaplakrikavelli
Icelandair
Kári fær aðhlynningu undir lok leiks Íslands og Rúmeníu.
Kári fær aðhlynningu undir lok leiks Íslands og Rúmeníu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason mun ekki leika með íslenska landsliðinu í komandi leikjum gegn Danmörku og Belgíu í Þjóðadeildinni.

Kári meiddist undir lok leiksins gegn Rúmeniu á fimmtudag og þurfti að yfirgefa völlinn. Í fyrstu var óttast að Kári væri jafnvel fótbrotinn en í gær var staðfest að svo er ekki.

„Kári er ekki brotinn. Það er bjartsýni á nóvember en lítið annað hægt að segja núna," sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, í samtali við Fótbolta.net í gær. Ísland mætir Ungverjalandi í úrslitaleik þann 12. nóvember í Búdapest. Sigurvegarinn fær sæti á lokamóti Evrópumótsins.

Landsliðið æfði á Kaplakrikavelli í dag fyrir leikinn gegn Danmörku annað kvöld. Kári Árnason horfði á æfinguna og mátti sjá hann í eins konar gönguspelku, hlífðarskó sem heldur ökkla og fæti stöðugum. Mynd af Kára frá Kaplakrikavelli má sjá hér að neðan.
Athugasemdir
banner
banner