Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Armenía
2
0
Ísland
Tigran Barseghyan '53 1-0
Khoren Bayramyan '74 2-0
28.03.2021  -  16:00
Vazgen Sargsyan leikvangurinn
Undankeppni HM
Aðstæður: 5 stiga hiti, logn og engin úrkoman. Völlurinn flottur.
Dómari: Enea Jorgji (Albanía)
Byrjunarlið:
1. David Yurchenko (m)
3. Varazdat Haroyan
4. Taron Voskanyan
5. Artak Grigoryan
10. Hakob Hakobyan ('55)
11. Tigran Barseghyan
13. Kamo Hovhannisyan
14. Norberto Briasco ('63)
17. Solomon Udo ('82)
19. Hovhannes Hambartsumyan
22. Sargis Adamyan ('82)

Varamenn:
12. Anatoli Aivazov (m)
16. Arsen Beglaryan (m)
2. Andre Calisir
6. Wbeymar
7. Khoren Bayramyan ('55)
9. Edgar Babayan
15. Hayk Ishkanyan
18. Zirayr Shagoyan ('82)
20. Aleksandre Karapetyan ('63)
21. Serob Grigoryan
21. Karen Muradyan ('82)
23. Vahan Bichachyan

Liðsstjórn:
Joaquin Caparros (Þ)

Gul spjöld:
Varazdat Haroyan ('67)
Tigran Barseghyan ('92)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Guðlaugur Victor átti skalla á markið í blálokin. Varið.

Skeflilegt að horfa upp á þetta tap... Katardraumurinn er strax orðinn agnarsmár. Agnarsmár.

Vont.

Það verður tekið upp Innkast í kvöld þar sem leikurinn verður gerður upp.
92. mín Gult spjald: Tigran Barseghyan (Armenía)
91. mín
Uppbótartími. Að minnsta kosti 4 mínútum bætt við.
90. mín
Varazdat Haroyan með skot af löngu færi. Hátt yfir.
90. mín

89. mín
Ísland verið 57% með boltann... fáum samt ekkert fyrir það.
87. mín
Ha? Hvernig gat albanski aðstoðardómarinn ekki dæmt okkur horn? Skil ekkert. Jæja.
85. mín
Aron Einar nálægt því að minnka muninn en markvörður Armena blakar boltanum yfir markið.
84. mín
Inn:Guðlaugur Victor Pálsson (Ísland) Út:Birkir Bjarnason (Ísland)
84. mín
Mörkin tvö sem Armenar skoruðu má horfa á í þessari textalýsingu... ekki að ég sé að mæla með því.
82. mín
Inn:Karen Muradyan (Armenía) Út:Solomon Udo (Armenía)
82. mín
Inn:Zirayr Shagoyan (Armenía) Út:Sargis Adamyan (Armenía)
77. mín
Inn:Arnór Ingvi Traustason (Ísland) Út:Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)
77. mín
Inn:Hólmbert Aron Friðjónsson (Ísland) Út:Jón Daði Böðvarsson (Ísland)
76. mín
Armenar eru búnir að kveikja á blysum í stúkunni.
74. mín MARK!
Khoren Bayramyan (Armenía)
Skeeeelfilegt

Aron Einar tapar boltanum og situr eftir. Armenar upp og Bayramyan fer framhjá Birki Má við vítateigshornið og kemur boltanum í fjærhornið.

Martröð. Algjör martröð.

74. mín
Albert með frábæra hornspyrnu en boltinn flýgur naumlega framhjá nokkrum íslenskum leikmönnum! Menn verða að vera grimmari í þetta!
72. mín
Ari með fyrirgjöf sem Varazdat Haroyan, fyrirliði Armena, flugskallar í burtu. Alvöru fyrirliðaskalli.
72. mín
70. mín
Fyrsta hornspyrna Armena. Hannes slær boltann frá.
68. mín Gult spjald: Albert Guðmundsson (Ísland)
Dýfa. Gult spjald fyrir leikaraskap í teignum.

Albert virðist vita upp á sig skömmina. Verður í banni gegn Liechtenstein.


67. mín
Albert gerir vel, kemur með sendingu inn í teiginn. Kolbeinn skallar í varnarmann og yfir markið. Ísland fær sína sjöundu hornspyrnu. Armenar ekki enn fengið horn.
67. mín Gult spjald: Varazdat Haroyan (Armenía)
66. mín
Kolbeinn komið þokkalega líflegur inn. Er að berjast í teignum en boltinn endar í markspyrnu.
65. mín
Jón Daði með skot rétt framhjá!!! Fínt uppspil, Birkir Már á Jón Daða sem skýtur í hliðarnetið.
63. mín
Inn:Aleksandre Karapetyan (Armenía) Út:Norberto Briasco (Armenía)
63. mín Gult spjald: Sverrir Ingi Ingason (Ísland)
Fyrir að brjóta á Barseghyan.
62. mín
Khoren Bayramyan með skottilraun sem Kári kastar sér fyrir. Svo kemur máttlaust skot sem Hannes ver auðveldlega.
61. mín
60. mín
Jón Daði með boltann rétt fyrir utan vítateiginn en týnir honum svo...
58. mín
DAUÐAFÆRI!!! Yurchenko ver... Jón Daði með frábæran undirbúning, listilega vel gert að koma sér í þetta færi en hefði hann ekki getað sent boltann á Kolbein!
57. mín
Nú þarf að láta hendur standa fram úr ermum! Að tapa í Armeníu er ekki ásættanlegt.
56. mín
Inn:Kolbeinn Sigþórsson (Ísland) Út:Arnór Sigurðsson (Ísland)
Erum við að fara í 4-4-2?
55. mín
Inn:Khoren Bayramyan (Armenía) Út:Hakob Hakobyan (Armenía)
53. mín MARK!
Tigran Barseghyan (Armenía)
SKELLUR!

Tigran Barseghyan skrúfar þennan bolta í stöngina og inn. Er með boltann við vítateigshornið og Ari Freyr bakkar of langt til baka.

Vel gert hjá Barseghyan sem hefur verið ansi góður í þessum leik.


52. mín

Guðni Bergsson er á svæðinu að sjálfsögðu.
52. mín
Sverrir Ingi með slaka sendingu sem Armenar komast inní en Kári bjargaði. Armenarnir hafa verið að fá flottar stöður á silfurfati sem þeir hafa ekki nýtt sér.
51. mín

51. mín
Íslenska liðið búið að eiga þónokkrar skottilraunir sem hafa endað í varnarmönnum Armena án þess að rata á markið.
50. mín
ARNÓR MEÐ HÆTTULEGA SENDINGU FYRIR! Birkir Bjarna nálægt því að komast í boltann í markteignum. Jæja við erum að láta að okkur kveða sóknarlega núna.
48. mín
ÍSLENSKT SKOT!!! Jói Berg tekur boltann á lofti og skýtur í mjöðmina á Udo og boltinn í hornspyrnu.

Albert með hornið en Armenar skalla frá.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað?

Já. Liðin óbreytt.
45. mín
Jæja seinni hálfleikur að fara að hefjast. Leikmenn eru í göngunum.
45. mín
"Fyrstu 20 mínúturnar voru mjög flottar, við héldum boltanum vel og fengum föst leikatriði. Svo sleppum við takinu á Armenunum og þeir komust betur og betur í leikinn. Leikurinn jafnaðist og þetta varð smá basl fyrir okkur eftir það," segir Arnar Gunnlaugsson á RÚV.

"Við erum ekki nægilega góðir á síðasta þriðjungi. Þegar við færumst nær marki og vítateig Armeníu þá er lítið að gerast," segir Atli Viðar Björnsson.
45. mín
Tölfræði eftir fyrri hálfleik:
Marktilraunir: 5-2
Á markið: 3-0
Honspyrnur: 0-4

Við höfum enn ekki átt tilraun á markið.
45. mín
Hálfleikur
Illa farið með góða stöðu í blálok fyrri hálfleiksins...

Þetta áttum við að nýta betur. Arnór Sig í ljómandi fínni stöðu og kemur boltanum á Jóni Daða sem nær ekki góðri snertingu á boltann.

Arnór fellur eftir aukaspyrnuna og vill fá aukaspyrnu en dómarinn dæmir ekki. Léleg dómgæsla.
45. mín
Jói Berg gerir frábærlega, flott fyrirgjöf frá honum en Jón Daði nær ekki að koma sér í boltann. Hlutirnir ekki gengið upp hjá Jóni Daða í þessum fyrri hálfleik.
44. mín
Læt það vera að horfa á þennan fyrri hálfleik aftur. Lítil skemmtun. En sama hvernig við förum að því eða hversu ljótt það verður, við bara verðum að kreista út stigin þrjú í þessum leik.
43. mín
Hovhannisyan með boltann en Birkir Már stöðvar þetta með flottri tæklingu.
40. mín
Eftir mikla baráttu í teignum nær Jói Berg að koma boltanum í netið en búið var að dæma rangstöðu. Réttur dómur sýndist mér.

39. mín
Birkir Már með flottan sprett, eins og vindurinn, kemur boltanum á Ara Frey sem vinnur hornspyrnu. Nýtum þetta!
38. mín
Lítið að frétta frá okkar mönnum núna. Arnar Viðars í boðvangnum að reyna að drífa menn áfram.
35. mín
Armenar meira með boltann þessa stundina. Þurfum að lyfta okkur upp á aðeins hærra plan takk.
32. mín
Liðin eru að eiga sínar rispur til skiptis.
31. mín
Fyrirgjöf. Sverrir Ingi öflugur í teignum og skallar frá. Flaggið fór svo á loft. Rangstaða.
29. mín
Tigran Barseghyan með skot af löngu færi beint á Hannes.

Svo er það Albert sem sýnir skemmtileg tilþrif hinumegin og fellur rétt fyrir utan teiginn. Engin aukaspyrna segir albanski dómarinn.
28. mín
Birkir Bjarna tapaði boltanum á slæmum stað. Tigran Barseghyan slítur sig frá Aroni Einari og á flotta skottilraun. Rétt framhjá markinu. Algjör óþarfi að færa Armenum svona tækifæri!
27. mín
Fyrirgjöf. Birkir Bjarnason þarf að teygja sig í boltann og hann flýgur afturfyrir. Engin hætta sem þetta skapaði.
26. mín
Jói Berg með aukaspyrnu inn í teiginn. Kári Árnason fær boltann en nær ekki stjórn á honum. Er umkringdur Armenum.
24. mín
Arnór Sigurðsson fékk þungt höfuðhögg. Lenti í hörðum árekstri og er í aðhlynningu. Þetta var rosalegur árekstur.

Arnór er staðinn upp og fær sér vatnssopa. Virðist geta leikið áfram.

Já hann er kominn inná aftur.
23. mín
"Jói Berg er á allt öðru leveli en aðrir á vellinum þegar kemur að öryggi með boltann. Það er alveg augljóst," segir Magnús Már Einarsson sem horfir á skrifstofu Fótbolta.net. Það verður tekið upp Innkast eftir leikinn.
22. mín
"Þetta verður þolinmæðisverk. Armenarnir eru þéttir," segir Gunnar Birgisson sem lýsir leiknum á RÚV.
20. mín
Aron Einar með sendingu inn í teiginn sem Armenar eru í miklu basli með. Markvörðurinn David Yurchenko í vandræðum og boltinn endar í hornspyrnu.

Ekkert kemur úr horninu.
19. mín
Aron tapar boltanum og Kamo Hovhannisyan æðir í átt að markinu og tekur skot fyrir utan teig. Hentugt að skot hans er máttlítið og beint á Hannes.
17. mín
Birkir Bjarna fær boltann á fjærstönginni og boltinn skoppar hættulega um teig Armenana áður en þeir koma hættunni frá.
17. mín
Ísland fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika frá hægri. Udo braut klaufalega á Aroni. Jói Berg að fara að skrúfa boltanum inn í teig.
16. mín
Jón Daði með boltann rétt fyrir utan teig en Varazdat Haroyan með frábæra tæklingu, boltinn í innkast.
15. mín
Jói Berg með lipur tilþrif og kemur boltanum á Arnór en hann tapar svo boltanum.
13. mín
Solomon Udo tekur skot fyrir utan teig og Hannes þarf að hafa aðeins fyrir þessu. Udo er fæddur í Nígeríu en leikur í Kasakstan.
12. mín
Ekkert kemur úr hornspyrnu tvö, dæmt sóknarbrot á Jón Daða.
11. mín
SVO NÁLÆGT!!!! ARI FREYR FÆR BOLTANN EFTIR HORNSPYRNUNA, er í vítateigsboganum og lætur vaða, boltinn af Armena og framhjá markinu. Annað horn.

10. mín
Ari Freyr vinnur hornspyrnu. Boltinn af Hambartsumyan og afturfyrir.
9. mín
Sargis Adamyan með skottilraun af þónokkru færi en boltinn siglir töluvert framhjá. Ekki mikil hætta á ferðum.

Mikil stemning á pöllunum. Menn að syngja og tralla. Einhverjir komnir úr að ofan.
8. mín Gult spjald: Ari Freyr Skúlason (Ísland)
Birkir Bjarna með sendingu innfyrir á Arnór sem nær ekki að taka boltann með sér. Svo fara Armenar í skyndisókn og Ari Freyr brýtur á leikmanni heimaliðsins. Gult spjald. Fyrsta gula spjaldið.

Ekki hægt að kvarta yfir þessari áminningu. Hárrétt.
6. mín
Jón Daði setur flotta pressu á Taron Voskanyan, varnarmann Armeníu. En Voskanyan nær að leysa úr þessu.

Svo koma Armenar, of fastur bolti og hann flýgur afturfyrir.
3. mín
Armenar með aukaspyrnu á vallarhelmingi Íslands. Spyrna inn í teig sem Birkir Bjarnason skallar frá. Allt í góðum málum.
2. mín
Þrír af öftustu fimm leikmönnum Íslands spila í Pepsi Max-deildinni. Íslenskt já takk.
1. mín
Leikur hafinn
LEIKURINN ER FARINN AF STAÐ!

Áfram Ísland... við bara hreinlega verðum að vinna þennan leik. Og munum gera það!
Fyrir leik
Jæja þá fer þetta að byrja. Gaman að sjá áhorfendur í stúkunni. Armenar gerðu samning við Rússa um Spútnik V svo það er allt í toppmálum hjá þeim. Allir vel bólusettir og hressir.

Ísland er aftur í varatreyjunni, hvít treyja, hvítar stuttbuxur og hvítir sokkar. Armenar rauðklæddir.
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir. Syngi'ði með! - Áberandi meira sungið af eldri leikmönnum landsliðsins.
Fyrir leik
2-0 fyrir Ísland er vinsælasta spáin. Ég henti þeirri spá í loftið í útvarpsþættinum í gær og Arnar Gunnlaugsson er með sömu spá í stofunni á RÚV.
Fyrir leik
Fyrir leik
Ragnar Sigurðsson meiddist í upphitun og Kári Árnason kemur inn í liðið. Þetta hefur verið staðfest.


Fyrir leik
Eitthvað meiðslavesen á Ragga Sig? Hann fór úr upphitun og að spjalla við lækni. Kári stökk inn í upphitun byrjunarliðsmanna. Bíðum og sjáum...
Fyrir leik
Það er ekki mjög íslenskt að gera sex breytingar á milli leikja...

"Mér finnst meira jafnvægi í heildarbrag liðsins í þessari uppstillingu. Leikmennirnir í dag gefa okkur meiri möguleika á því að vera sveigjanlegri," segir Arnar Gunnlaugsson í stofunni á RÚV.

Fyrir leik


Þetta er í fjórða sinn sem þessi lið mætast. Fyrstu viðureignirnar voru leikir í undankeppni EM 2000 þar sem liðin gerðu markalaust jafntefli í Armeníu en Ísland vann 2-0 sigur á Laugardalsvelli. Íslenska liðið hafnaði í 4. sæti riðilsins með 15 stig og fékk aðeins á sig 7 mörk í leikjunum tíu. Armenía hafnaði sæti neðar með 8 stig, en Frakkar, Úkraínumenn og Rússar voru í efstu þremur sætunum. Ísland og Armenía mættust svo aftur árið 2008 í vináttuleik á Möltu, þar sem íslenska liðið hafði betur og vann með tveimur mörkum gegn engu.

Í fyrstu umferð undankeppni HM beið Ísland lægri hlut gegn Þýskalandi í Duisburg, en Armenía vann eins marks sigur á Liechtenstein á Rheinpark í Vaduz. Þá vann Rúmenía 3-2 sigur á Norður-Makedóníu í hörkuleik. Þjóðverjar, Rúmerar og Armenar eru því með 3 stig eftir fyrstu umferðina.
Fyrir leik


Þetta er stjóri Armena. Spánverjinn Joaquin Caparros er 65 ára gamall. Armenía hefur náð mjög góðum árangri að undanförnu og ekki tapað í síðustu leikjum sínum.

Það voru leikir gegn Eistlandi, Georgíu, Norður-Makedóníu og Liechtenstein. Liðið mætti Eistlandi og Georgíu tvisvar í Þjóðadeildinni. Í fjórum af þessum leikjum bar Armenía sigur úr býtum og tveir af þeim enduðu í jafntefli. Armenía vann sinn riðil í Þjóðadeildinni og mun spila í B-deild hennar næst þegar hún fer fram, ásamt Íslandi.
Fyrir leik



Fyrir leik
Okkar menn mættir



Fyrir leik
Fyrir leik
Það eru sex breytingar á byrjunarliði Íslands.

Hörður Björgvin Magnússon, Alfons Sampsted, Kári Árnason, Guðlaugur Victor Pálsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Arnór Ingvi Traustason fara úr byrjunarliðinu frá leiknum gegn Þýskalandi.

Inn koma Ari Freyr Skúlason, Birkir Már Sævarsson, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason, Arnór Sigurðsson og Albert Guðmundsson.
Fyrir leik
Það er snjólaust í Armeníu á leikdegi.



Fyrir leik
Skoðum aðeins inn í klefa Íslands:





Fyrir leik


Íslenski hópurinn skellti sér í stuttan göngutúr í morgun. Sjá fleiri myndir.
Fyrir leik
Hvað segir Tómas Ingi Tómasson?


"Við erum að fara að spila leik þar sem fólk heldur að við séum miklu betra liðið. Ég held að þetta sé jafnara en menn telja. Við erum orðin góðu vön og viljum meina að við séum miklu betra lið en Armenía," segir Tómas Ingi sem ræddi um landsliðin í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

"Ef við ætlum okkur eitthvað í framtíðinni þá verðum við að vinna þessa leiki."

Tómas Ingi reiknar með því að Albert Guðmundsson og Jóhann Berg Guðmundsson komi inn í byrjunarliðið.

"Ég held að við eigum að vera með okkar leikmenn sem eru bestir á boltanum. Vonandi verðir Jói líka klár," segir Tómas.
Fyrir leik


Enginn Mkhitaryan
Bæði lið verða án síns besta manns; Armenía án Henrikh Mkhitaryan og Ísland án Gylfa Þórs Sigurðssonar.

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, sagði á blaðamannafundi í dag að Armenía væri með mjög gott lið þrátt fyrir að það vanti þeirra stærstu stjörnu.

"Ég held að fólk verði að gera sér grein fyrir því að þetta lið er mjög gott og hefur náð góðum árangri undanfarið, sérstaklega á heimavelli. Leikurinn á móti Liechtenstein sýndi að þeir eru með gott lið. Þeir voru með yfirburði frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu," sagði Arnar.

Guðmundur Aðalsteinn skoðaði hvaða leikmenn Armeníu eru þeirra bestu menn í dag. Smelltu hér til að lesa greinina
Fyrir leik
Fyrir leik


"Lykillinn að sigri er að við þurfum að spila okkar leik. Við þurfum að vera skipulagðir og þolinmóðir í vörn og sókn," sagði Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði á fréttamannafundi fyrir leikinn.

"Við þurfum að halda boltanum betur og færa boltann hratt. Þetta er skipulagt lið sem við erum að fara að spila við og þeir eru með gott sjálfstraust eftir að hafa unnið fjóra af síðustu sex leikjum. Við þurfum að spila okkar leik og gera það almennilega. Við sköpum okkur alltaf færi og við þurfum að nýta þau."

Eftir að hafa byrjað margar undankeppnir á góðum úrslitum þá byrjaði Ísland undankeppni HM á tapi gegn Þýskalandi í fyrradag. Hefur Aron áhyggjur af því?

"Nei, nei. Við vitum að við þurfum að byrja undankeppni sterkt til að fá sjálfstraust inn í hópinn. Úrslitin voru klárlega ekki góð á móti Þýskalandi en við vissum að það yrði virkilega erfiður leikur. Það getur hver sem er tapað gegn Þjóðverjum á útivelli. Við þurfum að stíga upp. Við þurfum að búa til momentum sem við tökum áfram inn í undankeppnina og það er kjörið tækifæri til að gera það á morgun."
Fyrir leik


Það er orðið ansi langt síðan Ísland og Armenía áttust við á fótboltavellinum.

Samkvæmt vefsíðunni 11v11 hafa þjóðirnar mæst þrisvar sinnum í A-landsliðum karla.

Það voru tvær viðureignir í undankeppni EM 2000. Í Armeníu var niðurstaðan markalaust jafntefli en hér á Íslandi var 2-0 sigur niðurstaðan þar sem Ríkharður Daðason og Rúnar Kristinsson skoruðu mörk Íslands.

Síðasti leikurinn við Armeníu var hins vegar árið 2008 á æfingamóti á Möltu.

Það var fyrsti sigurinn í stjórnartíð Ólafs Jóhannessonar með liðið en fyrir þann leik hafði liðið tapað gegn Danmörku, Möltu og Hvíta-Rússlandi undir stjórn Ólafs.

Þarna kom fyrsti sigurinn. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks náði íslenska liðið góðri sókn sem lauk með því að Tryggvi Guðmundsson skoraði af stuttu færi eftir góða sendingu frá Gunnari Heiðari Þorvaldssyni. Gunnar Heiðar var svo sjálfur á skotskónum þegar hann skoraði annað mark leiksins á 72 mínútur.

Það voru tveir leikmenn í liði Íslands sem spiluðu leikinn við Armeníu fyrir 13 árum síðan, sem eru í hópnum í dag. Það eru þeir Birkir Már Sævarsson og Ragnar Sigurðsson en þeir voru báðir í byrjunarliði. Þeir tveir hafa spilað stórt hlutverk í frábærum árangri Íslands undanfarin ár.
Fyrir leik


Æfing Íslands í gær fór fram við verulega snjókomu svo völlurinn var skjannahvítur og bættist stöðugt í.

Það verða 4000 áhorfendur á leiknum gegn Armeníu. UFEA leyfir 30% nýtingu vallarins en svo veltur það á aðgerðum ríkisins í hverju landi fyrir sig hvort áhorfendur megi vera á leikjum. Það má hér í landi.

Af íslenska liðinu er það annars að frétta að allir leikmenn æfðu á æfingunni í gær og eru klárir í leikinn. Þó eru tveir leikmenn á hættusvæði því í undankeppni HM þýða 2 gul spjöld leikbann. Kári Árnason og Albert Guðmundsson eru á gulu spjaldi.
Fyrir leik


Það verður albanskur dómari sem heldur um flautuna. Enea Jorgji heitir sá dómari og er 36 ára. Hann á þrjá Evrópudeildarleiki á ferlinum og þrjá leiki í undankeppni Meistaradeildarinnar.

Hann hefur ekki klifið hátt á listum FIFA en þess má geta að hann hefur einu sinni dæmd íslenskan landsleik. Það var U17 landsleikur gegn Rússlandi í milliriðli fyrir EM sem fram fór 2011. Rússar unnu 2-0 í leik þar sem Hjörtur Hermannsson var með fyrirliðaband Íslands. Tveir leikmenn íslenska liðsins fengu að líta rauða spjaldið; Oliver Sigurjónsson og Sindri Snæfells Kristinsson.
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan daginn

Hér verður hitað upp fyrir landsleik Armeníu og Íslands í undankeppni HM, og svo mun bein textalýsing frá leiknum sjálfum fylgja beint í kjölfarið.

Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977var sett saman líklegt byrjunarlið Íslands Leikið verður í Armeníu en þetta er annar leikur Íslands í undankeppni heimsmeistaramótins.



Fótbolti.net spáir því að Birkir Már Sævarsson og Ragnar Sigurðsson komi inn í vörnina. Jóhann Berg Guðmundsson gat tekið þátt í allri æfingu Íslands og mikilvægt að fá hann inn í liðið. Þá er því spáð að Albert Guðmundsson verði í fremstu víglínu.

Armenía vann 1-0 sigur gegn Liechtenstein í fyrstu umferðinni en liðið var betri aðilinn allan þann leik. Ísland tapaði 3-0 fyrir Þýskalandi.
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
5. Sverrir Ingi Ingason
6. Ragnar Sigurðsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson ('77)
8. Birkir Bjarnason ('84)
10. Arnór Sigurðsson ('56)
17. Aron Einar Gunnarsson
20. Albert Guðmundsson
22. Jón Daði Böðvarsson ('77)
23. Ari Freyr Skúlason

Varamenn:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
2. Alfons Sampsted
3. Hólmar Örn Eyjólfsson
4. Guðlaugur Victor Pálsson ('84)
6. Hjörtur Hermannsson
9. Kolbeinn Sigþórsson ('56)
11. Hólmbert Aron Friðjónsson ('77)
14. Kári Árnason
16. Rúnar Már Sigurjónsson
21. Arnór Ingvi Traustason ('77)
23. Hörður Björgvin Magnússon

Liðsstjórn:
Arnar Þór Viðarsson (Þ)

Gul spjöld:
Ari Freyr Skúlason ('8)
Sverrir Ingi Ingason ('63)
Albert Guðmundsson ('68)

Rauð spjöld: