Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. mars 2021 11:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vantar langbesta mann Armeníu - Þessir eru mikilvægastir núna
Icelandair
Varazdat Haroyan.
Varazdat Haroyan.
Mynd: Getty Images
Sargis Adamyan.
Sargis Adamyan.
Mynd: Getty Images
Mkhitaryan, sem leikur með Roma, er ekki með í dag.
Mkhitaryan, sem leikur með Roma, er ekki með í dag.
Mynd: Roma
Það er gríðarlega mikilvægur leikur framundan hjá A-landsliði karla á morgun.

Við sækjum Armeníu heim í öðrum leik okkar í undankeppni HM. Ísland byrjaði undankeppnina á 3-0 tapi gegn Þýskalandi á meðan Armenía vann nauman sigur á Liechtenstein, 1-0.

Bæði lið verða án síns besta manns; Armenía án Henrikh Mkhitaryan og Ísland án Gylfa Þórs Sigurðssonar.

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, sagði á blaðamannafundi í dag að Armenía væri með mjög gott lið þrátt fyrir að það vanti þeirra stærstu stjörnu. „Ég held að fólk verði að gera sér grein fyrir því að þetta lið er mjög gott og hefur náð góðum árangri undanfarið, sérstaklega á heimavelli. Leikurinn á móti Liechtenstein sýndi að þeir eru með gott lið. Þeir voru með yfirburði frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu," sagði Arnar.

Fréttamaður Fótbolta.net ákvað að renna í gegnum hópinn hjá Armeníu og skoða hvaða leikmenn eru mikilvægustu leikmenn liðsins, svona í fjarveru Mkhitaryan.

Varazdat Haroyan
Fyrirliði í fjarveru Mkhitaryan. Hann spilar fyrir Astana í Kasakstan en hefur einnig spilað í Armeníu, í Íran og í Rússlandi á sínum leikmannaferli. Er miðvörður á besta aldri - 28 ára - sem hefur spilað 55 landsleiki. Það voru sögusagnir um það í fyrra að hann ætlaði sér að hætta í fótbolta til að ganga í herinn en umboðsmaður hans sagði að það hefðu bara verið sögusagnir og ekkert meira.

Hovhannes Hambardzumyan
Þrítugur bakvörður sem spilar með Anorthosis Famagusta á Kýpur. Hefur spilað 40 A-landsleiki og skorað í þeim fjögur mörk. Átti frábæran leik gegn Liechtenstein í fyrstu umferð undankeppninnar.

Gevorg Ghazaryan
Reynslumesti maður hópsins með 73 landsleiki. Hann er einnig sá markahæsti með 14 mörk. Hann var ekki með gegn Liechtenstein en gera má ráð fyrir því að hann verði með gegn Íslandi í ljósi þess að hann fer á fréttamannafund fyrir hönd liðsins í dag. Leikur sem sóknarsinnaður miðjumaður hjá Lamia í Grikklandi. Þar leikur einnig Theódór Elmar Bjarnason.

Sargis Adamyan
Að lokum er hér nefndur framherjinn Sargis Adamyan. Hann er 27 ára gamall og er á mála hjá Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni. Af þeim sem eru í hópnum núna er hann hjá stærsta félagsliðinu. Er á þessu tímabili búinn að skora eitt deildarmark í níu leikjum. Tímabilið 2018-19 skoraði hann 15 mörk í 33 leikjum með Jahn Regensburg í þýsku B-deildinni. Það hefur ekki gengið eins vel hjá honum að skora með landsliðinu, þar er hann aðeins með tvö mörk í 20 landsleikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner