Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
ÍA
4
1
HK
Alex Davey '2 1-0
Jóhannes Karl Guðjónsson '25
Gísli Laxdal Unnarsson '58 2-0
2-1 Stefan Ljubicic '67
Steinar Þorsteinsson '82 3-1
Ísak Snær Þorvaldsson '86 4-1
08.08.2021  -  19:15
Norðurálsvöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Alex Davey (ÍA)
Byrjunarlið:
Gísli Laxdal Unnarsson ('75)
1. Árni Marinó Einarsson
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
5. Wout Droste ('75)
7. Sindri Snær Magnússon
9. Viktor Jónsson (f)
10. Steinar Þorsteinsson
18. Elias Tamburini ('69)
19. Ísak Snær Þorvaldsson
22. Hákon Ingi Jónsson ('57)
44. Alex Davey

Varamenn:
4. Aron Kristófer Lárusson ('75)
4. Hlynur Sævar Jónsson ('69)
16. Brynjar Snær Pálsson
19. Eyþór Aron Wöhler
20. Guðmundur Tyrfingsson ('57)
66. Jón Gísli Eyland Gíslason ('75)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Daníel Þór Heimisson
Skarphéðinn Magnússon
Dino Hodzic
Bjarki Sigmundsson
Fannar Berg Gunnólfsson
Hallur Freyr Sigurbjörnsson

Gul spjöld:
Steinar Þorsteinsson ('25)
Gísli Laxdal Unnarsson ('37)
Hákon Ingi Jónsson ('52)

Rauð spjöld:
Jóhannes Karl Guðjónsson ('25)
Leik lokið!
LÍFSNAUÐSYNLEGUR SIGUR ÍA STAÐREYND!!!

Helgi Mikael flautar til leiksloka. 4-1 sigur ÍA staðreynd.

Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld.

Takk fyrir mig í kvöld.
93. mín
Helgi Mikael er farinn að líta á klukku sína. Það er ekki mikið eftir.
91. mín
Jón Arnar Barðdal fær boltann inn á teignum en skot hans í hliðarnetið.
90. mín
Klukkan slær 90 á Norðuráls og uppbótartíminn er að minnsta kosti fjórar mínútur.
86. mín MARK!
Ísak Snær Þorvaldsson (ÍA)
Stoðsending: Viktor Jónsson
ÞVÍLÍKUR LEIKUR!!!!!!!

Ísak Snær vinnur boltann á miðjunni og kemur boltanum út á Viktor Jónsson og Ísak tekur straujið inn á teiginn og fær boltann frá Viktori og leggur boltann í fjærhornið.

Þetta var rosalega einfallt.
84. mín
ARNÞÓR ARI!!!!

Fær boltann við vítateigslínuna og lætur vaða en boltinn hátt yfir.
82. mín MARK!
Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Stoðsending: Ísak Snær Þorvaldsson
SKAGAMENN AÐ FARA LANGT MEÐ ÞETTA HÉR!!!!!

Ísak Snær vinnur boltann inn á miðjum vallarhelming HK og kemur boltanum á Steinar Þorsteinsson sem lætur vaða á markið og Arnar Freyr ver boltann inn.

3-1!
80. mín
HKINGAR LIGGJA Á SKAGAMÖNNUM!!

Arnþór Ari fær boltann fyrir utan teig en skot hans yfir markið.
79. mín
VÁÁÁÁ SKAGAMENN HEPPNIR!!

Arnþór Ari lyftir boltanum inn á teiginn frá vinstri og boltinn hrekkur til Bjarna Páls sem nær skoti á markið en Árni Marinó ver vel!
77. mín
ÍSAK SNÆR!!!!!

Fær boltann og hælar hann á Steinar Þorsteinsson sem kemur boltanum aftur á Ísak sem keyrir inn á teiginn og nær skoti en boltinn í Leif.
76. mín
Inn:Örvar Eggertsson (HK) Út:Birkir Valur Jónsson (HK)
76. mín
Inn:Jón Arnar Barðdal (HK) Út:Stefan Ljubicic (HK)
75. mín
Inn:Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA) Út:Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
75. mín
Inn:Aron Kristófer Lárusson (ÍA) Út:Wout Droste (ÍA)
73. mín
Birnir Snær fær boltann til hægri og reynir að finna Stefán Ljubicic en Alex Davey skallar burt á Atla Arnars sem leggur boltann út á Birni sem reynir að setja boltann í fjær en boltinn langt framhjá.
70. mín
Gummi Tyrfings gerir vel og fer framhjá Birki Val og reynir að leggja boltann út á Sindra en HK kemst í boltann og koma boltanum burt.
69. mín
Inn:Hlynur Sævar Jónsson (ÍA) Út:Elias Tamburini (ÍA)
68. mín
Inn:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (HK) Út:Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK)
68. mín
Inn:Ólafur Örn Eyjólfsson (HK) Út:Atli Arnarson (HK)
68. mín
Inn:Ásgeir Marteinsson (HK) Út:Valgeir Valgeirsson (HK)
67. mín MARK!
Stefan Ljubicic (HK)
Stoðsending: Atli Arnarson
HKingar að minnka muninn!!!!!

HKingar halda boltanum á vallarhelming ÍA og Atli Arnars fær boltann og sér Ljubicic inn á teignum og lyfitr boltanum á hann og Ljubicic skallar yfir Árna Marinó í marki ÍA

Þetta er leikur!!!
66. mín
Birkir Valur fær boltann til hægri og nær fyrirgjöf ætlaða Birni en Birnir nær ekki til boltans.
64. mín
Elías fer í einvígi við Valgeir og Valgeir liggur og allt verður vitlaust. Helgi Mikael gjörsamlega búin að missa þennan leik.
63. mín
Gummi Tyrfings fær boltann við teiginn hægra megin og reynir að fara framhjá Ívari en dettur ofan á Ívar og aukaspyrna dæmd.
58. mín MARK!
Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
GEGN GANGI LEIKSINS!!!

Gísli reynir fyrirgjöf sem er slök og boltinn ratar á Steinar Þorsteins sem reynir að prjóna sig inn á teiginn en missir boltann og Gísli mætir af krafti og vinnur boltann og hamrar boltann á markið og boltinn fer af tveimur HKingum og í netið!
57. mín
Inn:Guðmundur Tyrfingsson (ÍA) Út:Hákon Ingi Jónsson (ÍA)
55. mín
HK liggur á Skagamönnum þessa stundina og vinna hornspyrnu sem Ívar Örn tekur en Skagamenn koma boltanum í burtu.
52. mín Gult spjald: Hákon Ingi Jónsson (ÍA)
Brýtur á Valgeiri úti við varmannaskýli Skagans.
51. mín
Birnir snær heldur áfram. Fær boltinn út til vinstri og keyrir inn á völlinn og nær boltanum fyrir en Óttar Bjarni kemur boltanum í burtu.
50. mín
BIRNIR SNÆR!!!!!

Tekur aukaspyrnu rétt fyrir utan teig og reynir að smyrja boltann í nær en boltinn yfir.
46. mín
VÁAÁÁÁÁÁÁA ÍA BJARGAR Á MARKLÍNU OG HKINGAR VILJA HENDI VÍTI!!!

Birnir Snær þræðir boltann inn á Valgeir sem nær skoti á markið sem Árni ver og þaðan hrekkur boltinn til Birnis og Skagamenn kasta sér fyrir skotið og boltinn berst til Atla Arnars sem nær skoti og boltinn fer af Elíasi sem stóð á marklínunni og í horn.

Tilfinningarnar að ráða hérna og allt að verða vitlaust bæði innan sem utan vallar.
46. mín
Helgi Mikael flautar síðari hálfleikurinn á.
45. mín
Hálfleikur
Helgi Mikael flautar til hálfleiks hérna á Norðurálsverllinum. Skagamenn leiða með einu marki gegn engu.
45. mín
Ívar Örn tekur hornspyrnu og Skagamenn komast í boltann og keyra í skyndisókn og Ísak færir boltann yfir á Viktor Jóns og Skagamenn komast í þrjá á tvo stöðu og Viktor keyrir í átt að teignum en Leifur Andri kemur í geggjaða tæklingu og bjargar HK.
45. mín
HK vinna hornspyrnu.
45. mín
Uppbótartíminn er að lágmarki þrjár mínútur.
43. mín
Birnir Snær kemur boltanum inn á miðjuna á Ásgeir Börk sem færir boltann út til Birkis sem nær fyrirgjöf og Stefán Ljubicic fellur en ekkert dæmt. HK heldur boltanum fyrir framan teig Skagamanna og boltinn aftur út á Birki sem fær annan fyrirgjafa séns en boltinn afturfyrir.
41. mín
Leikurinn er farinn í gang aftur.
39. mín
ÚFFF BIRKIR VALUR OG HÁKON INGI SKALLA SAMAN OG STEINLIGGJA BÁÐIR.
37. mín Gult spjald: Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
Réttur dómur.
37. mín
Birnir Snær Ingason fær boltann og keyrir af stað upp völlinn en Gísli Laxdal togar hann niður.
32. mín
Ekki mikið að gerast eftir þetta atvik. HK heldur meira í boltann án þess að ná að skapa sér einhver færi.
26. mín
JAAAHÉRNA HÉR. LEIKURINN FARINN Í GANG AFTUR.
25. mín Rautt spjald: Jóhannes Karl Guðjónsson (ÍA)
JÓHANNES KARL FÆR BEINT RAUTT!!!

Hleypur að línuverðinum og er brjálaður og virðist segja eitthvað við aðstoðardómarann og Helgi Mikael fær það í eyrað og gefur Jóa beint rautt.
25. mín Gult spjald: Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Fyrir mótmæli.
24. mín
VAR EKKI ÞESSI INNI?????

Steinar Þorsteinsson tekur hornspyrnu og boltinn skallaður frá en boltinn dettur fyrir fætur Gísla Laxdal sem smell hittir boltann og boltinn fer í slánna og niður.

Skagamenn fagna markinu en markið stendur ekki og allt verður vitlaust.

HVAR ER MARKLÍNUTÆKNIN???
23. mín
Skagamenn vinna hornspyrnu.
22. mín
Ívar Örn tekur aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Skagans og lætur vaða á markið en boltinn beint á Árna Marinó.
20. mín
Ásgeir Börkur fær boltann við miðjuhringinn og reynir að lyfta boltanum upp á Stefan Ljubicic en boltinn afturfyrir.
17. mín
SKAGAMENN NÁLÆGT ÞVÍ AÐ BÆTA VIÐ!

Gísli Laxdal fær boltann til hægri of keyrir upp að endamörkum og rennir boltanum fyrir og Arnar Freyr slær hann út í teiginn og Steinar Þorsteinsson mætir og nær skoti á markið en boltinn í varnarmann HK
15. mín
Atli Arnars brýtur á Ísaki Snæ á miðjum velli og Skagamenn fá aukaspyrnu og senda alla sína risa inn á teiginn.

Steinar Þorsteinsson tekur spyrnuna beint á kollinn á Davay sem flikkar boltanum á Viktor Jónsson sem nær skoti en boltinn framhjá.
13. mín
Varamenn HK sendir að hita. Brynjar Björn ekki sáttur með byrjun sína manna.
11. mín
Leifur Andri fær boltann við miðjuna og lyftir boltanum upp á Stefán Ljubcic sem nær ekki að taka nægilega vel við honum en HK nær að halda boltanum og boltinn út á Valgeir sem leggu r hann út á Birki Val sem nær fyrirgjöf og boltinn af Sindra og afturfyrir.

Ekkert verður úr hornspyrnunni.
9. mín
HK vinnur aðra aukaspyrnu á svipuðum stað og áðan. Ívar örn tekur spyrnuna og Árni kemur út á móti og kýlir boltann burt en Martin dæmdur brotlegur.
8. mín
Ívar Örn fær boltann út til vinstri og reynir að finna Valgeir á fjær en boltinn afturfyrir.
6. mín
HK vinnur aukaspyrnu við miðjuhringinn.

Ívar Örn tekur spyrnuna en Davay skallar boltann í burtu.
5. mín
Frábær byrjun heimamanna og stóra spurningin er hvernig HK bregst við þessu.
2. mín MARK!
Alex Davey (ÍA)
Stoðsending: Viktor Jónsson
SÚÚÚÚÚ LITLA BYRJUNIN!!!!!!!!

Steinar Þorsteinsson tekur hornspyrnu og eftir darraðadans inn á teig HK fer boltinn á Viktor Jónsson sem leggur boltann út á Alexander Davey sem nær skoti á markið og boltinn fer sýnist mér af varnarmanni HK og í netið

1-0 Skaginn!
1. mín
GÍSLI LAXDAL!!!

Fær boltann út til hægri og keyrir á markið og kemur sér framhjá Ívari og nær fyrirgjöf en boltinn af Martin og í hornspyrnu.
1. mín
Leikur hafinn
Helgi Mikael flautar til leiks og það eru gestirnir í HK sem hefja leik!

ALLT AÐ EKKERRT HÉR Í KVÖLD!
Fyrir leik
Liðin ganga á eftir Helga Mikael inn á völlinn og stúkan tekur við sér.
Fyrir leik
Stuðningsmenn HK voru að mæta í stúkuna. Það mun ekki vanta stuðið í stúkuna hér í kvöld.
Fyrir leik
Liðin ganga til búningsherbegja og gera sig klár í upphafssflautið og vallarþulur ÍA býður fólk velkomið á Norðurálsvöllin.

Styttist í upphafsflautið.
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völl og eru byrjuð að hita upp. Það er heldur betur hægt að segja að það sé mikið undir hér í kvöld.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðana.

Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA gerir tvær breytingar á liði sínu frá tapinu í Garðabæ í síðustu umferð. Ísak Snær Þorvaldsson snýr til baka eftir að hafa verið í leikbanni. Hákon Ingi Jónsson kemur einnig inn í liðið. Brynjar Snær Pálsson fær sér sæti á varamannabekk ÍA og Ólafur Valur Valdimarsson er ekki í leikmannahópi ÍA í kvöld.

Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK heldur liði sínu óbreyttu frá sigrinum í Kaplakrika í síðustu umferð. Guðmundur Þór Júlíusson og Jón Arnar Barðdal eru komnir aftur í leikmannahóp HK en þeir voru báðir utan hóps gegn FH.
Fyrir leik
Fjórir aðrir leikir í dag!

Það er nóg að gerast í Pepsí Max-deildinni í dag en fjórir aðrir leikir fara fram í 16.umferð deildarinnar. Umferðinni lýkur svo á morgun þegar Stjarnan og Breiðablik mætast í baráttunni um Arnarneshæðina.

Leikir Dagins!
17:00 Víkingur - KA
17:00 Leiknir - Valur
19:15 KR - FH
19:15 Keflavík - Fylkir
Fyrir leik
ÍA vann leikinn í Kórnum!

Liðin mættust í Kórnum í fyrri umferð deildarinnar þann 21.mai sl. ÍA hafði betur 3-1. Mörk ÍA skoruðu þeir ÞÞÞ (Þórður Þorsteinn Þorsteinsson) , Viktor Jónsson og Ingi Þór Sigurðsson. Mark HK skoraði Arnþór Ari Atlason

Hvað gerist hér í kvöld?
Fyrir leik
HK

HK liðið situr í 11.sæti deildarinnar með þrettán stig og er þetta einnig mikilvægur leikur fyrir HK hér í kvöld. Liðið fór í Kaplakrika í síðustu umferð og mættu þar FH og unnu magnaðan 2-4 sigur. Brynjar Björn Gunnarsson var spurður af fréttaritara Fótbolta.net eftir FH leikinn hvort þetta hafi verið besti leikur liðsins í sumar og þetta hafði Brynjar Björn að segja.

Já, bæði spilamennska og fáum úrslit fyrir það, kannski heilsteyptasta frammistaðan. Þrátt fyrir tvö mörk á okkur var FH ekki að skapa mikið. Færasköpunin og færanýtingin hjá okkur var klárlega mjög góð í dag."


Fyrir leik
ÍA

ÍA liðið situr í neðsta sæti deildarinnar með níu stig og þarf liðið nauðsynlega á þremur stigum að halda í kvöld til að missa ekki liðin HK sjö stigum á undan sér.

Þetta hafði Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari Skagamanna að segja við Fótbolta.Net eftir síðasta leik um leikinn mikilvæga hér í kvöld.

Já auðvitað mikil vonbrigði hérna í dag en við þurfum að jafna okkur á því sem fyrst því það er mjög mikilvægur leikur á Sunnudaginn heima á móti HK og við erum bara komnir þannig stöðu að við verðum að vinna þann leik og við þurfum bara að sjá hvaða menn ætli að stíga upp og hverjir ætla að vera tilbúnir að mæta út á völlinn á móti HK."

Ísak Snær Þorvaldsson og Hlynur Sævar Jónsson leikmenn ÍA tóku út leikbann í síðasta leik og koma báðir inn í liðið í kvöld.


Fyrir leik
Gott og gleðilegt kvöldið kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin með okkur á Norðurálsvöllin þar sem ÍA tekur á móti HK í 16.umferð Pepsí Max-deildar karla.

Helgi Mikael fær það verðuga verkefni að flauta leikinn í kvöld og verður hann með þá Bryngeir Valdimarsson og Antoníus Bjarka Halldórsson sér til aðstoðar. Varadómari er Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson og eftirlitsmaður KSÍ í kvöld er Jón Magnús Guðjónsson.


Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
2. Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('68)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
6. Birkir Valur Jónsson ('76)
7. Birnir Snær Ingason
8. Arnþór Ari Atlason
17. Valgeir Valgeirsson ('68)
18. Atli Arnarson ('68)
21. Ívar Örn Jónsson
28. Martin Rauschenberg
30. Stefan Ljubicic ('76)

Varamenn:
1. Sigurður Hrannar Björnsson (m)
5. Guðmundur Þór Júlíusson
7. Örvar Eggertsson ('76)
10. Ásgeir Marteinsson ('68)
11. Ólafur Örn Eyjólfsson ('68)
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('68)
17. Jón Arnar Barðdal ('76)

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Alma Rún Kristmannsdóttir
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: