
Keflavík
1
1
Valur

Sami Kamel
'95
1-0
1-1
Birkir Már Sævarsson
'96
13.08.2023 - 17:00
HS Orku völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Bongó, sólgleraugu og sólarvörn staðalbúnaður í stúkunni
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Ernir Bjarnason
HS Orku völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Bongó, sólgleraugu og sólarvörn staðalbúnaður í stúkunni
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Ernir Bjarnason
Byrjunarlið:
13. Mathias Rosenörn (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
5. Magnús Þór Magnússon (f)
('71)

6. Sindri Snær Magnússon
10. Dagur Ingi Valsson
('81)

11. Stefan Ljubicic
18. Ernir Bjarnason
23. Sami Kamel


24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
25. Frans Elvarsson (f)
('86)

50. Oleksii Kovtun
Varamenn:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
4. Nacho Heras
('71)

7. Viktor Andri Hafþórsson
10. Valur Þór Hákonarson
19. Edon Osmani
22. Ásgeir Páll Magnússon
('81)

89. Robert Hehedosh
('86)

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Falur Helgi Daðason
Óskar Rúnarsson
Luka Jagacic
Stefán Bjarki Sturluson
Guðmundur Árni Þórðarson
Gul spjöld:
Sami Kamel ('45)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þvílíkur endir eftir leiðinlegan leik. Keflvíkingar geta gengið svekktir frá borði eftir þetta, Valsmenn daprir í dag en bjarga stiginu á ögurstundu
96. mín
MARK!

Birkir Már Sævarsson (Valur)
Nei er svarið
Upp úr engu og ég hreinlega sá ekki hvað gerðist.
Valsmenn tóku miðju, brunuðu upp og boltinn lá í netinu. Skilst að Birkir Már hafi sett boltann í netið.
Valsmenn tóku miðju, brunuðu upp og boltinn lá í netinu. Skilst að Birkir Már hafi sett boltann í netið.
95. mín
MARK!

Sami Kamel (Keflavík)
Sami Kamel er að skora!!!!!!!!!
Heimamenn geysast upp í skyndisókn, Ásgeir Páll ber boltann upp hægra megin og á algjöra gullsendingu inn á teiginn þar sem Kamel mætir og klárar af stakri prýði framhjá Frederik.
Eru Keflvíkingar að landa sínum fyrsta sigri frá þvi í fyrstu umferð.
Heimamenn geysast upp í skyndisókn, Ásgeir Páll ber boltann upp hægra megin og á algjöra gullsendingu inn á teiginn þar sem Kamel mætir og klárar af stakri prýði framhjá Frederik.
Eru Keflvíkingar að landa sínum fyrsta sigri frá þvi í fyrstu umferð.
91. mín
Hætta í teig Vals
Stefan leggur boltann á Erni sem á hörkuskot í varnarmann og fylgir sjálfur á eftir, nær engum krafti í skallann en Frederik samt sem áður í talsverðum vandræðum með að slá boltann frá.
90. mín
Það eru sex mínútur að lágmarki í uppbótartíma hér.
Sé ekki hvaðan þær koma en hver er ég að gagnrýna það.
Sé ekki hvaðan þær koma en hver er ég að gagnrýna það.
88. mín

Inn:Andri Rúnar Bjarnason (Valur)
Út:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Tryggvi alls ekki verið upp á sitt besta i dag.
81. mín

Inn:Ásgeir Páll Magnússon (Keflavík)
Út:Dagur Ingi Valsson (Keflavík)
Einn austfirðingur fyrir annan.
78. mín
Rosalega lítið að gerast í þessum leik. Tilviljanakennt og hreinlega hálf dapurt áhorfs.
71. mín

Inn:Nacho Heras (Keflavík)
Út:Magnús Þór Magnússon (Keflavík)
Mikið gleðiefni fyrir Keflavík að Nacho sé að snúa aftur á völlinn.
62. mín
Mikill atgangur í teig Keflavíkur sem henda sér fyrir hvern boltann á fætur öðrum og gera það vel. Valsmenn eru ekki að finna leiðina.
Keflvíkingar bruna upp og Sami Kamel með skotið en rétt framhjá markinu.
Er þetta að opnast? Það væri vel þegið.
Keflvíkingar bruna upp og Sami Kamel með skotið en rétt framhjá markinu.
Er þetta að opnast? Það væri vel þegið.
58. mín

Inn:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
Út:Adam Ægir Pálsson (Valur)
Ekki mikið komið út úr Adam í dag.
55. mín
Axel sá þetta öðruvísi fyrir sér.
Boltinn dettur fyrir hann fyrir utan D-bogan eftir fast leikatriði. Hann ákveður að smella boltanum í fyrsta á lofti í átt að marki. Fór hvergi nærri því en fær prik fyrir að reyna.
50. mín
Fimm mínútur liðið af þessu seinni hálfleik og það hefur nákvæmlega ekkert markvert gerst.
45. mín
Hálfleikur
Flautað hér til hálfleiks í Keflavík. Heimamenn líklegast öllu sáttari með stöðu mála sem skiljanlegt er.
45. mín
Gult spjald: Sami Kamel (Keflavík)

Groddaraleg tækling á miðjum vellinum, alltof seinn í hana og uppsker réttilega gult.
41. mín
Dagur Ingi Valsson með fínustu skottilraun frá vinstra vítateigshorni en setur boltann yfir.
39. mín
Liðin eiga það sameiginlegt í sóknarleik sínum til þessa að ákvarðanataka hefur verið döpur, auðveldar sendingar í boði þegar menn velja að flækja hlutina of mikið.
Sem bitnar að sjálfsögðu á gæðum leiksins.
Sem bitnar að sjálfsögðu á gæðum leiksins.
33. mín
Valsmenn að spila sig í gegn en Gunnlaugur Fannar vel á verði og kemur fyrirgjöf Birkis Más í horn.
32. mín
Adam Ægir Pálsson með skot eftir að Valsmenn vinna boltann hátt á vellinum en af varnarmanni og afturfyrir.
30. mín
Valsliðið verið mun ákveðnara á síðasta þriðjungi en ekki tekist að skapa nein afgerandi færi. Komist í góðar stöður en ekkert orðið úr.
26. mín
Stöðubarátta allsráðandi þessa stundina, heimamenn að vinna sig talsvert betur inn í leikinn sem er í jafnvægi sem stendur.
19. mín
Valsmenn í hörkufæri, Orri sleppur í gegn en Mathias lokar vel á hann og þvingar í að leita til baka. Að lokum fær Adam Ægir boltann í teignum og setur boltann hátt yfir markið.
17. mín
Patrick Pedersen í dauðafæri í teignum en hittir ekki boltann og ekkert verður úr.
Á markteig í upplagðri stöðu en tókst ekki að fóta sig nógu vel í færinu.
Á markteig í upplagðri stöðu en tókst ekki að fóta sig nógu vel í færinu.
15. mín
Meira jafnvægi að færast í leikinn, Keflvíkingar fært sig ögn framar og freista þess að sækja.
Stefan klár í slaginn #fotboltinethttps://t.co/RRbcubG7AX
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) August 13, 2023
8. mín
Valsmenn að þrýsta vel á lið Keflavíkur, ekki að ná að skapa færi en vinna hornspyrnu eftir hornspyrnu.
4. mín
Ágætt samspil Stefan og Axels setur þann síðarnefnda inn á teignn en Elfar tæklar boltann frá.
3. mín
Valsmenn átt fjögur upphlaup á fyrstu tveimur mínútum þessa leiks en ekki tekist að nýta þau. Merki um það sem koma skal á næstu 88 mínútum?
2. mín
Valsmenn með horn strax i byrjun, siglir fram hjá öllum í teignum og Keflvíkingar sleppa.
Fyrir leik
Hjá Keflavík fara þeir Ísak Daði Ívarsson, Ásgeir Páll Magnússon og Sindri Þór Guðmundsson úr byrjunarliðinu frá liðinu sem tapaði gegn HK. Í þeirra stað eru Axel Ingi Jóhannesson, Dagur Ingi Valsson og Ernir Bjarnason mættir. Þau gleðitíðindi eru í herbúðum Keflvíkinga líka að Nacho Heras er mættur á varamannabekk þeirra eftir að hafa verið fjarverandi í talsverðan tíma vegna hnémeiðsla.
Valsmenn gera aðeins eina breytingu á byrjunarliði sínu frá sigrinum gegn KA. Aron Jóhannsson sem fór af velli í fyrri hálfleik gegn KA fær sér sæti á bekknum og Adam Ægir Pálsson tekur sæti í byrjunarliðinu í hans stað.
Hjá Keflavík fara þeir Ísak Daði Ívarsson, Ásgeir Páll Magnússon og Sindri Þór Guðmundsson úr byrjunarliðinu frá liðinu sem tapaði gegn HK. Í þeirra stað eru Axel Ingi Jóhannesson, Dagur Ingi Valsson og Ernir Bjarnason mættir. Þau gleðitíðindi eru í herbúðum Keflvíkinga líka að Nacho Heras er mættur á varamannabekk þeirra eftir að hafa verið fjarverandi í talsverðan tíma vegna hnémeiðsla.
Valsmenn gera aðeins eina breytingu á byrjunarliði sínu frá sigrinum gegn KA. Aron Jóhannsson sem fór af velli í fyrri hálfleik gegn KA fær sér sæti á bekknum og Adam Ægir Pálsson tekur sæti í byrjunarliðinu í hans stað.
Fyrir leik
Byrjunarliðin væntanleg
Klukkan orðin fjögur og byrjunarlið ættu að fara að detta inn hvað úr hverju.
Klukkan orðin fjögur og byrjunarlið ættu að fara að detta inn hvað úr hverju.
Fyrir leik
Missir ekki af neinu á Fótbolti.net
Það er spilað á fleiri stöðum í Bestu deildinni í dag en eins og alltaf erum við á Fótbolta.net með menn á öllum völlum svo lesendur geta fylgst með fjörinu.
16:00 KA-Breiðablik (Greifavöllurinn)
17:00 FH-ÍBV (Kaplakrikavöllur)
17:00 Keflavík-Valur (HS Orku völlurinn)
18:15 KR-Fram (Meistaravellir)
19:15 Víkingur R.-HK (Víkingsvöllur)
Það er spilað á fleiri stöðum í Bestu deildinni í dag en eins og alltaf erum við á Fótbolta.net með menn á öllum völlum svo lesendur geta fylgst með fjörinu.
16:00 KA-Breiðablik (Greifavöllurinn)
17:00 FH-ÍBV (Kaplakrikavöllur)
17:00 Keflavík-Valur (HS Orku völlurinn)
18:15 KR-Fram (Meistaravellir)
19:15 Víkingur R.-HK (Víkingsvöllur)
Fyrir leik
Það eru fimm leikir á dagskrá í Bestu deild karla í dag og einn leikur svo á morgun. Við fengum Mikael Nikulásson, þjálfara KFA og sérfræðing í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni, til að spá í leikina sem framundan eru. Um leik Keflavíkur og Vals sagði hann.
Keflavík 0 - 2 Valur
Meistari Halli Gumm mættur að stýra Keflavík þannig að það verður reynt að spila alvöru sóknarbolta í þessum leik. En því miður fyrir þá er Valur bara með betra lið með Tryggva Hrafn, besta mann deildarinnar í dag, í alvöru formi og hann klárar þetta með marki og stoðsendingu.
Keflavík 0 - 2 Valur
Meistari Halli Gumm mættur að stýra Keflavík þannig að það verður reynt að spila alvöru sóknarbolta í þessum leik. En því miður fyrir þá er Valur bara með betra lið með Tryggva Hrafn, besta mann deildarinnar í dag, í alvöru formi og hann klárar þetta með marki og stoðsendingu.

Fyrir leik
Magnús Þórir vildi breytingar fyrr
Magnús Þórir Matthíasson, fyrrum leikmaður Keflavíkur var gestur í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-977 í gær. Hann var nokkuð ómyrkur í máli um atburði síðustu vikna í Keflavík.
„Það var hörmuleg hugmynd og ég held að hún skrifist á reynsluleysi, bæði hjá stjórn og þeim sem stýra félaginu. Það meikar engan sens að hann sé að klára síðustu mánuðina með allt í skrúfunni. Að mínu mati hefði mátt losa hann fyrr úr þessu starfi. Ég held að þetta hafi verið ákvarðanafælni eða frestunarárátta," segir Magnús og Benedikt Bóas Hinriksson tekur undir þetta:
„Ég held að það sé alveg rétt að þetta er klaufaleg stjórnun," segir Benedikt.
Viðtöl við Sigurð Ragnar á tímabilinu hafa vakið athygli, til dæmis eftir leikinn gegn HK þegar hann sagði leikmenn vera að spila fyrir sinn eigin feril en ekki fyrir félagið eða þjálfarana.
„Ég veit ekki hvort hann hafi verið orðinn langþreyttur í starfinu. Hann missti marga fyrir tímabilið og það gekk illa að fá menn í staðinn. Ég held að það hafi verið komið létt vonleysi undir það síðasta og að mínu mati hefði mátt skipta fyrir sex til sjö umferðum, þegar það var meiri séns á að halda sér uppi. Það er mjög erfitt að halda sér uppi núna," segir Magnús.
„Ég var farinn að hugsa hvort Siggi Raggi væri að reyna að láta reka sig. Hann talaði líka um það að leikmannahópurinn væri lélegri en í fyrra hreint út. Það fer inn í liðið," segir Elvar Geir Magnússon.
„Það var hörmuleg hugmynd og ég held að hún skrifist á reynsluleysi, bæði hjá stjórn og þeim sem stýra félaginu. Það meikar engan sens að hann sé að klára síðustu mánuðina með allt í skrúfunni. Að mínu mati hefði mátt losa hann fyrr úr þessu starfi. Ég held að þetta hafi verið ákvarðanafælni eða frestunarárátta," segir Magnús og Benedikt Bóas Hinriksson tekur undir þetta:
„Ég held að það sé alveg rétt að þetta er klaufaleg stjórnun," segir Benedikt.
Viðtöl við Sigurð Ragnar á tímabilinu hafa vakið athygli, til dæmis eftir leikinn gegn HK þegar hann sagði leikmenn vera að spila fyrir sinn eigin feril en ekki fyrir félagið eða þjálfarana.
„Ég veit ekki hvort hann hafi verið orðinn langþreyttur í starfinu. Hann missti marga fyrir tímabilið og það gekk illa að fá menn í staðinn. Ég held að það hafi verið komið létt vonleysi undir það síðasta og að mínu mati hefði mátt skipta fyrir sex til sjö umferðum, þegar það var meiri séns á að halda sér uppi. Það er mjög erfitt að halda sér uppi núna," segir Magnús.
„Ég var farinn að hugsa hvort Siggi Raggi væri að reyna að láta reka sig. Hann talaði líka um það að leikmannahópurinn væri lélegri en í fyrra hreint út. Það fer inn í liðið," segir Elvar Geir Magnússon.

Fyrir leik
Dómarinn
Pétur Guðmundsson er með flautuna í dag á HS Orkuvellinum svo dómgæsla ætti að vera í traustum og öruggum höndum varðstjórans.
Pétri til aðstoðar eru Bryngeir Valdimarsson og Patrik Freyr Guðmundsson. Helgi Mikael Jónasson er svo fjórði dómari og eftirlitsmaður KSÍ er ljúfmennið Þórður Georg Lárusson.
Pétur Guðmundsson er með flautuna í dag á HS Orkuvellinum svo dómgæsla ætti að vera í traustum og öruggum höndum varðstjórans.
Pétri til aðstoðar eru Bryngeir Valdimarsson og Patrik Freyr Guðmundsson. Helgi Mikael Jónasson er svo fjórði dómari og eftirlitsmaður KSÍ er ljúfmennið Þórður Georg Lárusson.

Fyrir leik
Fyrri viðureignir
31 leik hafa félögin leikið innbyrðis í efstu deild frá aldamótum og er árangur þeirra eftirfarandi.
Keflavík: 8 sigrar
Valur: 14 sigrar
Jafntefli: 9 leikir
Markatala er 37-52 Val í vil.
Fyrri leikur á þessu tímabili
Liðin mættust á Origovellinum þann 21.maí síðastliðinn. Lokatölur þar urðu 0-0. Svo sem fátt annað um þann leik að segja en bara það.
31 leik hafa félögin leikið innbyrðis í efstu deild frá aldamótum og er árangur þeirra eftirfarandi.
Keflavík: 8 sigrar
Valur: 14 sigrar
Jafntefli: 9 leikir
Markatala er 37-52 Val í vil.
Fyrri leikur á þessu tímabili
Liðin mættust á Origovellinum þann 21.maí síðastliðinn. Lokatölur þar urðu 0-0. Svo sem fátt annað um þann leik að segja en bara það.
Fyrir leik
Keflavík
Botnlið Keflavíkur færist nær falli með hverjum leiknum sem líður án sigurs. Breytingar urðu hjá Keflavík á dögunum þegar Sigurði Ragnari Eyjólfssyni var sagt upp störfum en áður hafði verið tilkynnt að hann myndi hætta með liðið að tímabili loknu. Ákvörðun sem margir hafa á síðustu dögum sett stórt spurningamerki við.
Haraldur Freyr Guðmundsson aðstoðarmaður Sigurðar er tekinn við út tímabilið hið minnsta og verður fróðlegt að sjá hvort að hann geti blásið lífi í þetta Keflavíkurlið og jafnvel mótiverað þá í að sækja óvænt úrslit hér í dag.
Botnlið Keflavíkur færist nær falli með hverjum leiknum sem líður án sigurs. Breytingar urðu hjá Keflavík á dögunum þegar Sigurði Ragnari Eyjólfssyni var sagt upp störfum en áður hafði verið tilkynnt að hann myndi hætta með liðið að tímabili loknu. Ákvörðun sem margir hafa á síðustu dögum sett stórt spurningamerki við.
Haraldur Freyr Guðmundsson aðstoðarmaður Sigurðar er tekinn við út tímabilið hið minnsta og verður fróðlegt að sjá hvort að hann geti blásið lífi í þetta Keflavíkurlið og jafnvel mótiverað þá í að sækja óvænt úrslit hér í dag.

Fyrir leik
Valur
Gestirnir í Val elta topplið Víkinga enn og geta minnkað forskot Fossvogspilta niður í þrjú stig í örfáa klukkutíma hið minnsta með sigri. Valsmenn hafa spýtt í lófanna eftir tap gegn Stjörnunni og unnið 3 síðustu leiki sína í deildinni. Þeir mega þó alls ekki við því að misstíga sig hér í dag og gefa Víkingum færi á að bæta enn í forskot sitt.
Tryggvi Hrafn Haraldsson hefur verið heldur betur heitur fyrir Valsmenn að undanförnu og hefur það eflaust glatt marga Valsmenn að sjá að hann framlengdi samning sinn við félagið á dögunum.
Gestirnir í Val elta topplið Víkinga enn og geta minnkað forskot Fossvogspilta niður í þrjú stig í örfáa klukkutíma hið minnsta með sigri. Valsmenn hafa spýtt í lófanna eftir tap gegn Stjörnunni og unnið 3 síðustu leiki sína í deildinni. Þeir mega þó alls ekki við því að misstíga sig hér í dag og gefa Víkingum færi á að bæta enn í forskot sitt.
Tryggvi Hrafn Haraldsson hefur verið heldur betur heitur fyrir Valsmenn að undanförnu og hefur það eflaust glatt marga Valsmenn að sjá að hann framlengdi samning sinn við félagið á dögunum.

Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson (f)

3. Hlynur Freyr Karlsson
4. Elfar Freyr Helgason
('77)

9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
('88)

15. Hólmar Örn Eyjólfsson
19. Orri Hrafn Kjartansson
('77)

22. Adam Ægir Pálsson
('58)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
7. Aron Jóhannsson
('77)

14. Guðmundur Andri Tryggvason
('58)

17. Lúkas Logi Heimisson
71. Birkir Heimisson
('77)


99. Andri Rúnar Bjarnason
('88)

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson
Örn Erlingsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Gul spjöld:
Birkir Heimisson ('80)
Rauð spjöld: