Arsenal horfir til Ekitike - Sancho vill fara aftur til Þýskalands - Newcastle vill Quansah
KA
1
1
Breiðablik
0-1 Klæmint Olsen '17
Oliver Stefánsson '45
Daníel Hafsteinsson '45 , víti 1-1
13.08.2023  -  16:00
Greifavöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Sól og blíða. Heitustu 12 gráður sem að ég hef upplifað.
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik)
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Dusan Brkovic ('46)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
7. Daníel Hafsteinsson
8. Harley Willard ('85)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('65)
22. Hrannar Björn Steingrímsson
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle
29. Jakob Snær Árnason ('65)
30. Sveinn Margeir Hauksson ('39)

Varamenn:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
7. Jóan Símun Edmundsson ('65)
8. Pætur Petersen ('85)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('46)
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('65)
14. Andri Fannar Stefánsson ('39)
44. Valdimar Logi Sævarsson

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Branislav Radakovic
Steingrímur Örn Eiðsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Hólmar Örn Rúnarsson

Gul spjöld:
Hrannar Björn Steingrímsson ('75)
Rodrigo Gomes Mateo ('81)
Andri Fannar Stefánsson ('83)
Ingimar Torbjörnsson Stöle ('86)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
HVERS KONAR LOKAMÍNÚTUR VORU ÞETTA?! Daníel fékk dauðafæri gegn Brynjari sem að markmaðurinn ver frábærlega!

Hinu megin sleppur svo Kristinn ALEINN gegn Jajalo eftir mistök í vörn KA, en sóknarmaðurinn lúðrar boltanum yfir markið.

Svo í blálokin þá á Daníel sendingu inn í markteig Blika sem að Kristófer Ingi Kristinsson kom frá á elleftu stundu. Jeminn einasti, þetta var meira ruglið!
92. mín
Andri Rafn Yeoman kemst í fína fyrirgjafarstöðu en fyrirgjöfin er arfaslök.
91. mín
5 mínútur í uppbótartíma Fáum við sigurmark?
90. mín Gult spjald: Ágúst Orri Þorsteinsson (Breiðablik)
Stoppar Hallgrím í skyndisókn.
88. mín
Rodri liggur eftir Klæmint eiginlega bara hoppaði á hann í skallaeinvígi. Blikabekkurinn gjörsamlega trompaðist þegar að Elías blés í flautuna. Þetta virtist frekar augljóst brot.
86. mín Gult spjald: Ingimar Torbjörnsson Stöle (KA)
Stoppar skyndisókn. Verið nokkur þannig.
85. mín
Inn:Pætur Petersen (KA) Út:Harley Willard (KA)
85. mín
STÓRHÆTTA VIÐ MARK KA! Frábær sprettur hjá Ágústi Orra sem að setur hann út á Andra Rafn. Andri á gríðarlega hættulega sendingu fyrir mark KA sem að er rétt svo bjargað í horn.
83. mín Gult spjald: Andri Fannar Stefánsson (KA)
82. mín
Inn:Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik) Út:Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik)
Ágúst sennilega hlaupið svona 140 kílómetra í dag.
81. mín Gult spjald: Rodrigo Gomes Mateo (KA)
Stoppar skyndisókn.
78. mín Gult spjald: Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
Ég held að spjaldið sé fyrir að vera of lengi að athafna sig við að taka innkast.
76. mín
Hallgrímur Mar á fast skot úr þröngu færi og Brynjar Atli gerir vel í að halda boltanum.
75. mín Gult spjald: Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
Fyrir brot á Ágústi Orra. Þeir höfðu eldað grátt silfur saman stuttu áður.
70. mín
Taktar hjá Jóan Símun! Tekur gott hlaup aftur fyrir vörn Breiðabliks og á svo glæsilega hælspyrnu á Hallgrím Mar. Hallgrímur tekur snertingu og hamrar boltanum svo rétt yfir mark Blika.
68. mín
Inn:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Út:Eyþór Aron Wöhler (Breiðablik)
65. mín
Inn:Jóan Símun Edmundsson (KA) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
65. mín
Inn:Ásgeir Sigurgeirsson (KA) Út:Jakob Snær Árnason (KA)
64. mín
Ásgeir Sigurgeirsson og Jóan Símun Edmundsson að gera sig klára í að koma inná fyrir KA.
63. mín
KA vilja víti Jakob á fyrirgjöf sem að fer í Davíð og útaf. Jakob gargar og vill fá vítaspyrnu, en þetta virtist ekki vera neitt.
61. mín
Kristinn aftur! Aftur spila Blikar sig nokkuð þægilega í gegnum KA liðið og aftur er það Kristinn sem að fær tækifærið! Skot hans er tiltölulega beint á Jajalo og er varið.
60. mín
Kristinn í DAUÐAFÆRI! Er varla búinn að sleppa orðinu þegar að Kristinn Steindórsson kemst í frábært færi á hinum enda vallarins. Davíð Ingvarsson leggur boltann út í teiginn á Kristinn sem að er aleinn í teig KA, en Jajalo gerir vel í að verja skot Kristins.
59. mín
Hallgrímur Mar á fast skot yfir markið eftir fínasta spil heimamanna. KA aðeins að ná vopnum sínum hér.
57. mín
Elfar Árni í DAUÐAFÆRI! Ingimar Stöle fer eins og raketta upp hægri vænginn og á hárnákvæma fyrirgjöf á hausinn á dauðafríum Elfari. Elfar nær aftur á móti ekki að halda boltanum niðri og skallinn fer yfir markið. Þetta var alvöru séns!
55. mín
KA fær horn Góð sókn KA endar með því að Jakob keyrir inn í teig Blika en á þunga snertingu sem að gerir Blikum kleift að hreinsa í horn. Ekkert kemur úr hornspyrnunni.
53. mín
Hættulegt skot frá Eyþóri! Eyþór Aron á gott skot þar sem að Jajalo virtist frekar reikna með fyrirgjöf. Bosníumaðurinn ver skotið ágætlega og KA koma boltanum frá. Blikar halda þó pressunni á KA og eiga nú aukaspyrnu á vallarhelmingi gulklæddra.
52. mín
Blikarnir hafa verið talsvert öflugari þessar fyrstu mínútur í seinni hálfleiknum og það er ekki eins og þeir séu manni færri.
50. mín
Ívar Örn skorar næstum sjálfsmark! Eyþór Aron á frábæra fyrirgjöf sem að Ívar Örn kemst í veg fyrir, en tekst ekki betur til en svo að hann hamrar boltanum í stöngina á marki KA. Þarna sluppu heimamenn rækilega með skrekkinn!
47. mín
Klæmint næstum sloppinn í gegn! Ásgeir Helgi á flotta sendingu aftur fyrir vörn KA og Klæmint tekur boltann niður, en missir boltann frá sér þegar að Jajalo mætir honum.
46. mín
Inn:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA) Út:Dusan Brkovic (KA)
Hallgrímur mætir til leiks Rodri dettur niður í miðvörðinn.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn!
45. mín
Hálfleikur
+6 Elías Ingi flautar hér til loka fyrri hálfleiks. Miklar sviptingar í lok hálfleiksins, þar sem að Oliver Stefánsson fékk að líta rauða spjaldið og KA menn fengu vítaspyrnu.

Leiknum hefur því verið snúið algjörlega á haus, en KA liðið hefur þrýst vel á gestina eftir að Klæmint kom Blikum yfir. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þjálfarar beggja liða bregðast við.
45. mín Mark úr víti!
Daníel Hafsteinsson (KA)
+5 - KA JAFNAR!! Daníel er öruggur á punktinum og setur Brynjar í vitlaust horn. Óverjandi víti!
45. mín Rautt spjald: Oliver Stefánsson (Breiðablik)
+4 - KA FÆR VÍTI OG OLIVER FÆR REISUPASSANN! Langur bolti inn fyrir sem að Oliver ræður illa við. Elfar Árni kemur sér fram fyrir hann og Oliver tekur hann niður. Elías bendir á punktinn og lítið annað í stöðunni en að reka Oliver útaf!
45. mín Gult spjald: Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)
+2 Fyrir mótmæli.
45. mín
+1 Blikar fá hornspyrnu hér í lok fyrri hálfleiks. Hrannar Björn gerir vel í að koma boltanum í horn eftir flotta sókn gestanna.
45. mín
Jakob er klár í slaginn. Gott mál!
43. mín
Jakob liggur eftir Einhver reikistefna á miðjum vellinum þar sem að Jakob slasar sig í baráttunni og Andri Fannar hendir sér í eina hressilega til að stoppa sókn Blika. Elías sleppir því þó að spjalda Andra.

Jakob þarfnast aðhlynningar og liggur þjáður á vellinum.
41. mín
Sem og hann gerir, en skot Daníels er ekki gott og ansi auðvelt fyrir Brynjar Atla að handsama boltann.
40. mín
Daníel nælir í aukaspyrnu fyrir KA. Þetta er af helvíti löngu færi, en mér sýndist Daníel ætla að láta vaða.
39. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (KA) Út:Sveinn Margeir Hauksson (KA)
Fyrsta skipting leiksins. Þreytan farin að segja til sín líklega. Sýndist Sveinn ekki vera að kveinka sér ínni á vellinum.
38. mín
Viktor Karl lendir eitthvað illa eftir skallaeinvígi og kveinkar sér örlítið, en virðist vera í lagi.
35. mín
Ágúst Eðvald kemur inná miðjan völlinn og fær sendingu frá Viktori. Hann reynir langskot, en það er of laust til þess að angra Jajalo af einhverju ráði.
33. mín
Brynjar ver vel! Harley Willard fær boltann rétt fyrir utan teig Blika og á þéttingsfast skot á markið. Skotið er hins vegar aðeins of nálægt Brynjari Atla í markinu og markmaðurinn gerir vel í að verja boltann í horn.

Sveinn Margeir átti svo skot inni í teig Blikanna uppúr horninu, en Blikarnir hreinsa. KA menn halda pressunni gangandi og eiga nú aukaspyrnu inná vallarhelmingi Blika.
28. mín
Blikar bjarga á línu! Dusan á skalla sem að virðist vera á leið í bláhornið en Blikar ná að bjarga á línu! Sá ekki hver það var sem að hreinsaði í burtu.
28. mín
Enn fær KA hornspyrnu Nokkuð þung pressa hjá KA þessa stundina. Ingimar Stöle vinnur horn fyrir heimamenn.
26. mín
Góð sókn KA! Heimamenn spila sig glimrandi vel út úr pressu Blika og Sveinn Margeir fær flugbraut í gegnum miðjuna. Hann brunar í átt að marki og þrumar á markið, en eins og hefur verið þemað í leiknum að þá er marktilraunin blokkuð af varnarmanni.
24. mín
Eyþór Aron í færi! Oliver Stefánsson á frábæra sendingu inn fyrir vörn KA og Eyþór tekur boltann niður á kassann. Hann reynir svo snöggt skot, en hittir boltann illa og hann lekur framhjá markinu. Sending Olivers var algjört augnakonfekt!
22. mín
KA liðið vinnur boltann ofarlega á vellinum og Daníel Hafsteinsson kemur honum á Elfar Árna. Elfar á skot rétt fyrir utan teig sem að fer í varnarmann og aftur fyrir. Hornspyrnan er hættulítil og dæmt er brot á KA.
20. mín
Blikar sækja hratt. Ágúst Eðvald geysist upp vinstri kantinn og reynir að finna dauðafrían Eyþór Aron í teig KA, en Dusan hreinsar boltann í horn. Ekkert kemur svo úr hornspyrnu Blika.
19. mín
KA fær hornspyrnu. Ná þeir að svara strax?

Svarið er nei.
17. mín MARK!
Klæmint Olsen (Breiðablik)
Stoðsending: Ágúst Orri Þorsteinsson
BLIKAR KOMAST YFIR!! Ágúst Orri Þorsteinsson veður upp hægri vænginn, alveg upp að endamörkum og vippar boltanum á fjærstöngina. Þar rís Klæmint Olsen lang hæst og skallar boltann framhjá Jajalo.

0-1!
12. mín
Klæmint með skot! Klæmint Olsen á hörkuskot í varnarmann inni í teig KA.
10. mín
Willard með flotta fyrirgjöf! KA menn spila sig vel upp vinstri kantinn og Harley Willard á stórhættulega fyrirgjöf þvert fyrir mark Blika, en Sveinn Margeir nær ekki að reka tá í boltann.
9. mín
Elfar Árni sækir af harðfylgi í gegnum miðjuna og Ásgeir Helgi Orrason brýtur nokkuð harkalega á honum, en Elías Ingi heldur spjaldinu í vasanum.
6. mín
Þreifingar Liðin fara nokkuð varlega af stað, en Blikarnir talsvert meira með boltann. KA liðið liggur neðarlega þessa stundina.
4. mín
Fyrsta skotið Eyþór Aron Wöhler á fyrstu skottilraun leiksins, en hún fer af varnarmanni og þægilega í fang Jajalo.
3. mín
Týnd treyja Ívar Örn Árnason spilar í treyju nr. 2 í dag þar sem að treyjan hans, nr. 5, er týnd!
1. mín
Leikur hafinn
Blikar koma þessu af stað
Fyrir leik
Leikurinn er ekki sýndur Vegna netleysis á KA svæðinu er leikurinn ekki sýndur, sem er skellur fyrir sófakartöflur. Það er þó enn tími til að koma sér á völlinn ef að stuðningsfólk beggja liða er í nágrenninu!
Fyrir leik
Anton Ari utan hóps

Það eru nokkrar breytingar á liði KA. Hallgrímur Mar Steingrímsson, Jóan Símun Edmondsson og Andri Fannar Stefánsson koma allir á bekkinn og þá er Alex Freyr Elísson ekki með í dag vegna uppsafnaðra áminninga.

Dusan Brkovic er mættur aftur úr banni. Þá koma þeir Elfar Árni Aðalsteinsson og Harley Willard inn í liðið.

Það eru heldur betur fréttir af liði Blika. Anton Ari Einarsson, aðalmarkvörður liðsins, er utan hóps. Brynjar Atli Bragason er í rammanum og Hilmar Þór Kjærnested Helgason er varamarkvörður.

Damir Muminovic, Viktor Örn Margeirsson, Oliver SIgurjónsson Gísli Eyjólfsson, Höskuldur Gunnlaugsson og Jason Daði Svanþórsson eru einnig utan hóps og Blikar því klárir í að leggja allt púður í Evrópu.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Þorri til Öster KA staðfesti í gær að Dalvíkingurinn Þorri Mar Þórisson hefði gengið til liðs við sænska liðið Öster. Samningur Þorra við Öster gildir til ársins 2026.

Mikill áhugi hafði verið á Þorra hér á landi en KR og Valur voru orðuð sterklega við hann, ásamt Öster. Brottför Þorra hefur legið í loftinu í dágóðan tíma og virtist eina spurningamerkið vera hvort að bakvörðurinn eldsnöggi yrði áfram á Íslandi eða fengi að upplifa atvinnumennskuna.

Fyrir leik
Spekingar ræða leikinn Farið var um víðan völl í útvarpsþættinum Fótbolti.net og ræddu þeir Elvar Geir Magnússon, Benedikt Bóas Hinriksson og Magnús Þórir Matthíasson leik Blika úti í Bosníu.

,,Þetta var örmögnun í fyrri hálfleiknum og vonleysið skein úr þeim. Þrátt fyrir að lenda 1-0 undir eftir tvær mínútur er þetta alveg fáránleg hegðun í fyrri hálfleiknum,'' sagði Magnús Þórir.

Magnús gagnrýndi nálgun Blika harðlega og að ætlun liðsins að vera ofarlega á vellinum hefði komið harkalega í bakið á þeim. Mörkin hefðu verið gjafir og hausinn á mönnum bara algjörlega farið.

Líkur Breiðabliks á að komast í riðlakeppni í Evrópu eru engu að síður nokkuð góðar. Tapist einvígið gegn Mostar, sem að yfirgnæfandi líkur eru á, þá færist liðið niður í umspil fyrir riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þar myndu Blikar mæta sigurvegaranum úr einvígi Struga frá Norður-Makedóníu og Swift Hesperange frá Lúxemborg. Struga hefur 3-1 forystu eftir fyrri leik liðanna.
Fyrir leik
Sleikt sárin eftir skell í Bosníu Fyrri hálfleikur Blika gegn Zrinjski Mostar frá Bosníu var gjörsamlega afleitur. Liðið spilaði algjörlega upp í hendurnar á heimamönnum og var verðskuldað 5-0 undir í hálfleik og manni færri eftir að Viktor Karl Einarsson hafði fengið reisupassann á 31. mínútu, til að að bæta biksvörtu ofan á svart.

Maður óttaðist það helst að Mostar kæmist í tveggja stafa tölu þegar að liðið bætti við 6. markinu á 55. mínútu, en Blikar spýttu þá í lófana og heimamenn fóru ósjálfrátt í einhvern orkusparnað en það var allt annað að sjá til liðsins síðustu 30 mínútur leiksins. Skoruðu flott mörk og komu aðeins út úr skelinni.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, vill líklega nýta leikinn í dag til þess að koma takti og sjálfstrausti aftur í hóp sinna manna.



Óskar Hrafn var brúnaþungur á hliðarlínunni þegar að Blikar töpuðu 3-4 fyrir KR. Lundin léttist ekki mikið eftir skellinn í Bosníu.
Fyrir leik
Leikjaálagið að taka sinn toll Bæði lið hafa staðið í ströngu á Evrópusviðinu og leikið aragrúa af leikjum síðastliðinn mánuð, eða átta talsins. Törnin virðist hafa bitið KA liðið í afturendann, en t.a.m var miðvarðarpar þeirra í tapleiknum gegn Valsmönnum þeir Rodri og Hrannar Björn Steingrímsson. Rodri hefur dottið í þessa stöðu í nokkur skipti, en er djúpur á miðjunni að upplagi og Hrannar er bakvörður. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, sagði að báðir hefðu reynslu af hafsentastöðunni og að þeir hefðu ekki verið vandamálið gegn Val. Neyðin kennir vissulega naktri konu að spinna.

Spurning er svo hvort að Ívar Örn Árnason sé búinn að ná sér af axlarmeiðslum sem að hafa gert honum lífið leitt undanfarin misseri. Hann var ónotaður varamaður í 5-1 tapinu gegn Club Brugge í Sambandsdeild Evrópu og það gæti verið að hann verði jafnvel hvíldur aftur í dag til þess að ná seinni leiknum gegn belgíska liðinu.



Ívar Örn er ekki 100%.
Fyrir leik
Góðan daginn! Hér mun fara fram textalýsing á leik KA og Breiðabliks í Bestu-deild karla.


Fyrir leik
Besta deild karla í dag 16:00 KA-Breiðablik (Greifavöllurinn)
17:00 FH-ÍBV (Kaplakrikavöllur)
17:00 Keflavík-Valur (HS Orku völlurinn)
18:15 KR-Fram (Meistaravellir)
19:15 Víkingur R.-HK (Víkingsvöllur)
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
8. Viktor Karl Einarsson
8. Ágúst Orri Þorsteinsson
10. Kristinn Steindórsson
13. Anton Logi Lúðvíksson
18. Davíð Ingvarsson
18. Eyþór Aron Wöhler ('68)
20. Klæmint Olsen
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('82)
26. Ásgeir Helgi Orrason
28. Oliver Stefánsson

Varamenn:
35. Hilmar Þór Helgason (m)
16. Dagur Örn Fjeldsted
21. Arnar Smári Arnarsson
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('82)
28. Atli Þór Gunnarsson
30. Andri Rafn Yeoman ('68)

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Valdimar Valdimarsson
Eyjólfur Héðinsson

Gul spjöld:
Anton Logi Lúðvíksson ('45)
Davíð Ingvarsson ('78)
Ágúst Orri Þorsteinsson ('90)

Rauð spjöld:
Oliver Stefánsson ('45)