Arsenal horfir til Ekitike - Sancho vill fara aftur til Þýskalands - Newcastle vill Quansah
KR
3
2
Fram
Ægir Jarl Jónasson '8 1-0
Benoný Breki Andrésson '9 2-0
2-1 Aron Jóhannsson '46
Kristján Flóki Finnbogason '81 3-1
3-2 Magnús Þórðarson '90
13.08.2023  -  18:15
Meistaravellir
Besta-deild karla
Aðstæður: Bongó!
Dómari: Guðgeir Einarsson
Maður leiksins: Benoný Breki Andrésson
Byrjunarlið:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
Theodór Elmar Bjarnason
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
5. Jakob Franz Pálsson
7. Finnur Tómas Pálmason ('46)
8. Stefán Árni Geirsson ('46)
8. Olav Öby ('82)
9. Benoný Breki Andrésson ('71)
14. Ægir Jarl Jónasson
19. Kristinn Jónsson
23. Atli Sigurjónsson ('46)

Varamenn:
1. Beitir Ólafsson (m)
10. Kristján Flóki Finnbogason ('46)
11. Kennie Chopart
15. Lúkas Magni Magnason ('46)
17. Luke Rae ('46)
18. Aron Kristófer Lárusson ('82)
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('71)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Melkorka Rán Hafliðadóttir
Ole Martin Nesselquist

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Svarið er nei. Fram gáfust samt ekki upp en það nægði ekki í dag.

Viðtöl og skýrlsa á leiðinni!
94. mín
FÁUM VIÐ DRAMATÍK?!?!
93. mín Gult spjald: Ion Perelló (Fram)
92. mín
KR ná að hreinsa!
92. mín
Fram á horn!
91. mín
Minnsta kosti 4 mínútur í uppbót!
90. mín MARK!
Magnús Þórðarson (Fram)
Stoðsending: Már Ægisson
ÞETTA ER ORÐINn LEIKUR!! Már Ægisson fær boltann úti á hægri kantinum og hendir í langa og djúpa fyrirgjöf inn fyrir á Magnús Þórðar sem stangar boltann inn!

Varamennirnir að koma Fram aftur inn í þetta!
88. mín
Ion tekur spyrnuna sem fer beint á kollinn á Aroni Kára en skallinn fer yfir.
87. mín
Fram að fá aukaspyrnu á ágætis stað fyrir fyrirgjöf
86. mín
Kemur ekkert úr horninu
85. mín
KR að fá horn!
82. mín
Inn:Aron Kristófer Lárusson (KR) Út:Olav Öby (KR)
81. mín MARK!
Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Stoðsending: Theodór Elmar Bjarnason
Þá er þetta líklega komið!!! Kristinn tekur innkast á Theodór sem er kominn með boltann út í hornið. Hann nær að snúa manninn af sér og kemur með glæsilegan bolta fyrir. Þar er Kristján Flóki mættur sem tekur tvær snertingar og klárar færið með glæsibrag.

Geggjaður undirbúningur hjá Theodóri!
81. mín
Frábær sókn hjá Fram sem endar með því að Adam Örn finnur Tiago út í teignum sem tekur skotið á markið. Ég get ekki sagt um það hvort boltinn hefði farið í netið en áður en boltinn fer á markið potar Fred í boltann og hann breytir um stefnu en hann fer rétt framhjá.

Þetta er galopið!
77. mín
Fram að fá horn!
75. mín
Inn:Már Ægisson (Fram) Út:Aron Snær Ingason (Fram)
Raggi eitthvað að fríska upp á þetta.
75. mín
Inn:Magnús Þórðarson (Fram) Út:Aron Jóhannsson (Fram)
Raggi eitthvað að fríska upp á þetta.
75. mín
Það eru fimm Aronar á leikskýrslu í kvöld og það vantar meira að segja Aron Þórð!
74. mín
Fáum við dramatík í restina?
72. mín
KR að fá horn!
71. mín
Inn:Sigurður Bjartur Hallsson (KR) Út:Benoný Breki Andrésson (KR)
Benoný búinn að eiga stórleik!
67. mín
Kristinn óheppinn Kristinn Jóns kominn einn í gegn á móti Ólafi en rennur áður en hann nær að taka á móti boltanum. Geggjað spil hjá KR en Kristinn óheppinn þarna.
65. mín
Olav Öby búinn að fara núna tvisvar sinnum mjög seint í tæklingar. Fyrst var dæmt brot og ekkert spjald en í seinna skiptið var ekki einu sinni dæmt brot. Framarar ekkert sérstaklega sáttir með Guðgeir.
65. mín
Inn:Aron Kári Aðalsteinsson (Fram) Út:Orri Sigurjónsson (Fram)
60. mín
Fótbolti er leikur tveggja hálfleika. KR gjörsamlega rúlluðu yfir Fram í fyrri hálfleik á meðan Fram hafa verið mun betri núna í þeim síðari.
59. mín
Spyrnan er ágæt en KR-ingarnir koma boltanum frá.
59. mín
ÞESSI VARSLA!!! Aron Snær keyrir inn á teiginn og gefur boltann út í teginn á Aron Jóh sem skýtur á markið en Aron ver stórkostlega í markinu.

Fram á horn!
55. mín
Tiago með skot sem fer í varnarmann KR og þaðan til Ion sem tekur skotið í fyrsta yfir markið.
55. mín
Fred tekur hornið sem svífur yfir allan pakkan. Framarar halda þó í boltann
54. mín
Fram að sækja horn!
53. mín
Framararnir hafa heldur betur vaknað í hálfleik. Finnst þeir líta mun betur út með og án boltans.
52. mín
Inn:Ion Perelló (Fram) Út:Breki Baldursson (Fram)
46. mín MARK!
Aron Jóhannsson (Fram)
ERTU EKKI AÐ GRÍNAST?!?!?! Miðja, fram, mark!

Fram taka miðju og bruna upp í sókn. Ég sé ekki hver á sendinguna á Aron en hann fær boltann fyrir utan vítateig KR og hleður bara í skot. Það var líklega enginn fyrir utan hann sem hélt að þetta væri á leiðinni inn. Boltinn fer bara beint í samskeytinn og í netið. Ekkert sem Aron hefði getað gert í þessu.

Við erum allt í einu komin með leik eftir yfirburðar fyrri hálfleik hjá KR!!!
46. mín
Leikur hafinn
Þá koma Framararnir okkur aftur í gang
46. mín
Inn: Luke Rae (KR) Út:Finnur Tómas Pálmason (KR)
Þreföld breyting í hálfleik hjá Rúnari
46. mín
Inn:Lúkas Magni Magnason (KR) Út:Stefán Árni Geirsson (KR)
Þreföld breyting í hálfleik hjá Rúnari
46. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
Þreföld breyting í hálfleik hjá Rúnari
45. mín
KR að gera breytingu í háfleik? Sýnist Luke Rae vera að gera sig til í að koma inn á í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Guðgeir bætir engu við og flautar í hálfleik. Mjög sanngjarnar hálfleikstölur. Ef eitthvað er ættu KR-ingarnir að vera búnir að skora fleiri mörk. Saga Framara í sumar, hræðilegur varnarleikur.

Sjáumst aftur að vörmu spori.
44. mín
MAAAAAA.... rangur! Hornspyrnan fór út í teiginn þar sem Finnur Tómas var. Finnur skallar á markið en skallinn er mjög laus og Jakob Franz potar boltanum í netið en hann var, því miður fyrir Fram, fyrir innan.
43. mín
KR að fá horn!
43. mín
Geggjuð sókn Kristinn keyrir upp vinstri kantinn og kemur með geggjaða fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Atli er mættur. Atli leggur þá boltann út í teiginn á Ægi Jarl sem tekur skotið beint á Ólaf. Þarna á Ægir að gera betur!
41. mín
KR-ingarnir liggja á Fram þessa stundina.

Stefán Árni tekur þá skot sem fer af varnarmanni en beint á Ólaf í markinu.
37. mín
End to end Jóhannes fær boltann frá Theodóri rétt fyrir utan vítateig Fram og tekur skotið meðfram jörðinni sem fer rétt framhjá. End to end leikur!
34. mín
Fínt horn hjá Fred. Það myndast mikið klafs inni á teginum en síðan fer flaggið á loft eftir mikinn barning í teignum.
33. mín
Frábærlega varið! Fram fær horn eftir að Aron ver skalla frá Fred stórkostlega
32. mín
Annað færi hjá KR Jóhannes fær boltann í overlappið og gefur hann fyrir á Benoný sem skallar boltann í fyrsta rétt framhjá. Þeir synda í færum þessa stundina KR!
31. mín
Svo nálægt því að komast í 3-0! Það er Jóhannes sem tekur hornið sem er mjög gott. Boltinn fer á nærstöngina þar sem Ægir stekkur manna hæðst og flikkrar boltanum aftur fyrir sig en boltinn fer rétt framhjá.

Geggjaður leikur til þessa!
30. mín
KR að fá hornspyrnu!
30. mín
Gummi Magg fær háan bolta á sig og kassar hann niður á Aron Jóh sem tekur skotið í fyrsta en það fer rétt framhjá.
28. mín Gult spjald: Guðmundur Magnússon (Fram)
Fer í frekar groddaralega tæklingu á Finni Tómasi og fær verðskuldað gult spjald
27. mín
Delphin skallar enn og aftur frá
27. mín
Stórbrotin markvarsla!! Theodór Elmar fær boltann inni í miðjum d-boganum og tekur skotið í fyrsta sem er á leiðinni í samskeytinn en Ólafur ver stórkostlega!!!
22. mín
Frekar tíðindalitlar mínútur eftir að KR komust í 2-0
15. mín
Framararnir hafa verið að komast í fín upphlaup hér í byrjun en það vantar bara þetta end product í sóknarlínu Fram.
13. mín
Delphin skallar boltanum frá fyrir Fram.
12. mín
KR að fá horn!
9. mín MARK!
Benoný Breki Andrésson (KR)
Stoðsending: Atli Sigurjónsson
ANNAÐ MARK STRAX!!! Maður var ennþá að lýsa fyrsta markinu þegar Benoný ákveður bara að skora!

Það er Atli Sigurjóns sem gerir fráblærlega enn og aftur. Hann tekur skot rétt fyrir utan vítateig Framara sem er líklega á leiðinni framhjá. En áður en boltinn rennur út í sandinn er Benoný mættur einn á auðum sjó og klárar!

Hreint út sagt hræðilegar upphafsmínútur fyrir Fram en KR eru komnir skyndilega í 2-0!
8. mín MARK!
Ægir Jarl Jónasson (KR)
Stoðsending: Benoný Breki Andrésson
MAAARRKKK!!!!!!! Atli Sigurjóns gerir glæsilega úti vinstra meginn og kemur með fyrirgjöf inn á teig Framara. Þar eru þrír KR-ingar mættir og Benoný Breki er þar meðal manna og hleður í hjólhestarspyrnu sem misheppnast. Þá dettur boltinn beint í lappirnar á Ægi sem klárar.

KR KOMNIR YFIR!!!
6. mín
Rétt framhjá!! Theodór Elmar með skemmtilega takta fyrir utan vítateig Fram og tekur einhverskonar skotsendingu sem fer í geggnum allan pakkann og framhjá.

Litli leikurinn!!
5. mín
Atli tekur hornið sem er lélegt og Framararnir koma boltanum frá.
4. mín
KR að fá horn!
4. mín
Tvö færi! Aron Jóhannson er skyndilega sloppinn einn í gegn á móti Aroni. Hann velur þann kost að renna boltanum út til hliðar á Aron Snæ. Sendingin er hinsvegar mjög slök og Kristinn Jóns kemur boltanum í burtu.

Stuttu seinna er Aron Snær kominn einn í gegn á móti Aroni en Aron ver vel.
1. mín
Leikur hafinn
Það eru heimamennirnir sem eiga upphafssparkið.

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Styttist í þetta! Þá ganga liðin til vallar og gera sig klár í slaginn!
Fyrir leik
Bongó! Þá er maður mættur og það er korter í leik. Það er geggjað veður. Allir á völlinn!
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin í hús - Olav Öby inn, Luke Rae út Byrjunarliðin eru komin í hús og Rúnar gerir tvær breytingar á KR-liðinu. Aron Þórður, sem er að taka út leikbann, og Luke Rae, sem braut ísinn gegn Breiðablik í seinasta leik, koma úr liðinu sem vann Breiðablik í seinasta leik. Inn í liðið koma Stefán Árni og Olav Öby.

Fram gerir eina breytingu en hann Adam Örn kemur inn í liðið fyrir Má Ægisson.
Fyrir leik
Styttist í byrjunarliðin Þá er klukkan orðin korter yfir og liðin ættu að fara að detta inn á næstunni.
Fyrir leik
„Ég held að það hefði verið sterkara fyrir þá að vera með einhvern kláran, Magnús Þórir Matthíasson, fyrrum leikmaður Keflavíkur var gestur í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-977 í gær. Hann ræddi m.a. stöðu Fram og brottrekstu Nonna á dögunum.

„Það er alveg þungt ský yfir Frömurum," segir Magnús Þórir Matthíasson í útvarpsþættinum Fótbolti.net en Fram situr í fallsæti og hefur ekki unnið síðan í júní.

Eftir skell gegn Stjörnunni var Jón Sveinsson látinn taka pokann sinn. Ragnar Sigurðsson heldur um stjórnartaumana til bráðabirgða en hefur lýst því yfir að hann sé klár í að stýra liðinu út tímabilið.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Í útvarpsþættinum settu menn spurningamerki við brottrekstur Jóns í ljósi þess að Fram hafi ekki verið með neina varáætlun klára.

„Ég held að það hefði verið sterkara fyrir þá að vera með einhvern kláran," segir Magnús og Benedikt Bóas Hinriksson er sammála því.

„Nonni var búinn að koma ró yfir Fram og það var ekkert bull en svo er allt í einu núna maður ráðinn sem viðurkenndi það í viðtali fyrir einhverjum árum að hann horfði varla á fótbolta," segir Benedikt.
Fyrir leik
Svipmyndir frá fyrri leiknum
Fyrir leik
Mækarinn spáir í spilin Mikael Nikulásson, þjálfari KFA og sérfræðingur í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin, spáði í leikina sem framundan eru. Mækarinn, eins og hann er oft kallaður, hafði þetta að segja um leik kvöldsins:

KR 2 - 0 Fram (18:15 í dag)
Verður jafn leikur en KR nýtir færin og koma sér í góða stöðu í topp sex. Vandræði Fram halda því miður áfram en Rúnars Kristins lestin siglir rólega í átt að mögulegu Evrópusæti.

Hér er spáin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fyrri viðureignirnar Eins og ég sagði hér áður að þá eru þetta klúbbar með gífurlega mikla sögu. En liðin hafa mæst 158 sinnum samkvæmt ksi.is. KR hafa unnið meirihlutan af þeim leikjum en í þessum 158 viðureignum er markatalan 280-206 KR í vil.

Leikur liðanna fyrr á tímabilinu fór 2-1 fyrir KR á Framvellinum. Atli Sigurjóns og Theodór Elmar gerðu mörk KR en Ægir Jarl varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark undir lok leiks.

Fyrri viðureignir liðanna:
KR sigrar: 84 (53%)
Jafntefli: 29 (18%)
Fram sigrar: 45 (28%)
Markatala: 280-206 KR í vil
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
Fyrir leik
Dómaratríóið Það verður hann Guðgeir Einarsson sem mun sjá um flautukonsertið í kvöld en honum til halds og trausts verða þeir Guðmundur Ingi Bjarnason og Antoníus Bjarki Halldórsson. Halldór Breiðfjörð Jóhannsson verður eftirlitsmaður KSÍ á meðan Gunnar Oddur Hafliðason sér til þess að Rúnar og Raggi standi báðir inni í boðvangnum allan leikinn.

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Hvenær vann Fram seinast? Fyrir þá sem vita ekki hvenær Fram vann seinast þá var það gegn HK 28. júni í Úlfarsárdalnum. Leikurinn fór 3-2 en þeir hafa ekki unnið leik síðan þá. Fram gerðu jafntefli við Fylki í seinasta leik sem var fyrsti leikurinn í fjóra leiki sem þeir tapa ekki. Fram eru einnig með verstu vörnina í deildinni en þeir eru búnir að fá á sig 40 mörk í 18 leikjum. Nær einn besti hafsent íslandsögunnar að fínpússa varnarleik Fram?

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og flestir fótboltagómar vita þá stýrði Raggi Sig Framliðinu í seinasta leik gegn Fylki sem fór 1-1. Þetta verður annar leikur Ragga sem þjálfari Fram en það eru engar nýjar fréttir sem hafa borist um það hvort þeir séu eitthvað nærri því að ráða nýjan stjóra. Raggi stýrir allaveganna þessum leik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Nær KR að tengja saman sigra? Eftir tvo tapleiki í röð gegn Víkingi R. og Val náður KR að vinna gegn Breiðablik á Kópavogsvelli 4-3 í seinustu umferð. KR komust yfir í 4-1 en Blikarnir náðu að skora tvö mörk í restina. KR eru í fimmta sæti deildarinnar en eru aðeins tveimur stigum á eftir HK sem eru í sjöunda sætinu, neðri helmingnum. KR þarf að byrja að tengja saman sigra sem fyrst. Það væri svo týpiskt að fara á útvöllinn hjá einu besta liði deildarinnar og vinna en fá svo lið í fallsæti á heimavelli og ná ekki í þrjú stig. Nær KR að vinna Fram í kvöld?

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Rekjavíkurslagur af bestu gerð! Heilir og sælir ágætu lesendur og verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu frá Meistaravöllum þar sem KR og Fram mætast í kvöld. Hér mætast tvö lið með gífurlega mikla og ríka sögu, tvö stórveldi í íslenskri knattspyrnu og íþróttum og tveir risa Reykjavíkurklúbbar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Besta-deild karla í dag
16:00 KA-Breiðablik (Greifavöllurinn)
17:00 FH-ÍBV (Kaplakrikavöllur)
17:00 Keflavík-Valur (HS Orku völlurinn)
18:15 KR-Fram (Meistaravellir)
19:15 Víkingur R.-HK (Víkingsvöllur)

Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
4. Orri Sigurjónsson ('65)
5. Delphin Tshiembe
7. Guðmundur Magnússon (f)
7. Aron Jóhannsson ('75)
10. Fred Saraiva
15. Breki Baldursson ('52)
17. Adam Örn Arnarson
22. Óskar Jónsson
28. Tiago Fernandes
32. Aron Snær Ingason ('75)

Varamenn:
12. Benjamín Jónsson (m)
6. Tryggvi Snær Geirsson
8. Ion Perelló ('52)
9. Þórir Guðjónsson
11. Magnús Þórðarson ('75)
23. Már Ægisson ('75)
26. Aron Kári Aðalsteinsson ('65)

Liðsstjórn:
Ragnar Sigurðsson (Þ)
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Daði Lárusson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Hinrik Valur Þorvaldsson
Daníel Traustason

Gul spjöld:
Guðmundur Magnússon ('28)
Ion Perelló ('93)

Rauð spjöld: