Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz til Bayerrn
Breiðablik
6
1
Þór/KA
Samantha Rose Smith '7 1-0
Samantha Rose Smith '12 2-0
Samantha Rose Smith '14 3-0
Andrea Rut Bjarnadóttir '20 4-0
Kristín Dís Árnadóttir '39 5-0
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir '42 6-0
6-1 Sandra María Jessen '55
22.09.2024  -  14:00
Kópavogsvöllur
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Aðstæður: Glæsilegar. Rjómablíða og nánast logn.
Dómari: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Áhorfendur: 127. ÚFF
Maður leiksins: Samantha Rose Smith (Breiðablik)
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Samantha Rose Smith ('69)
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir ('62)
10. Katrín Ásbjörnsdóttir
11. Andrea Rut Bjarnadóttir ('62)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f) ('69)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('62)
18. Kristín Dís Árnadóttir
27. Barbára Sól Gísladóttir

Varamenn:
1. Herdís Halla Guðbjartsdóttir (m)
2. Jakobína Hjörvarsdóttir ('69)
6. Mikaela Nótt Pétursdóttir ('69)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('62)
17. Karitas Tómasdóttir ('62)
26. Líf Joostdóttir van Bemmel
33. Margrét Lea Gísladóttir ('62)

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Ólafur Pétursson
Hermann Óli Bjarkason
Ana Victoria Cate
Bjarki Sigmundsson
Edda Garðarsdóttir
Sævar Örn Ingólfsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Búið! 6-1 sigur heimakvenna staðreynd. Þvílíkir yfirburðir í fyrri hálfleik kláruðu þennan leik.
93. mín
Aukaspyrna Þór/KA Geta þær gert eitthvað hérna í lokin? Svarið er nei. Telma grípur þetta auðveldlega.
90. mín
Fjórar mínútur í uppbót
89. mín
Inn:Emelía Ósk Kruger (Þór/KA) Út:Margrét Árnadóttir (Þór/KA)
86. mín
Agla María vinnur horn Geysist upp vinstri kantinn og reynir fyrirgjöf sem fer af varnarmanni í horn. Ekkert kemur út úr horninu.
83. mín
Margrét Árna með fínt skot Skot vinstra megin fyrir utan teig sem sleikir þverslánna og yfir fer hann.
79. mín
Katrín skorar - Rangstaða Ekki viss um þetta en Blikar aðgangsharðar að marki Þórs/KA en að lokum nær Katrín að setja boltann yfir línuna og hún er dæmd rangstæð í kjölfarið.
77. mín
Smá þreifingar Hvorugt lið að ná að skapa sér einhver afgerandi færi síðustu mínútur en smá þreifingar samt sem áður.
72. mín
Góð pressa Barbára fær sendingu inn fyrir frá Karítas sem Þór/KA konur ná en Barbára pressar vel og vinnur innkast.
72. mín
Inn:Bríet Fjóla Bjarnadóttir (Þór/KA) Út:Amalía Árnadóttir (Þór/KA)
Nýbúin að fá gult
71. mín Gult spjald: Amalía Árnadóttir (Þór/KA)
Gott tuð gulli betra
69. mín
Inn:Mikaela Nótt Pétursdóttir (Breiðablik) Út:Samantha Rose Smith (Breiðablik)
Tvær heiðursskiptingar? Nik og Edda taka fyrirliðann og þá bestu af velli hérna á 69. mínútu. Þær fá væntanlega bara hvíld fyrir FH leikinn næstu helgi.
69. mín
Inn:Jakobína Hjörvarsdóttir (Breiðablik) Út:Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
Tvær heiðursskiptingar? Nik og Edda taka fyrirliðann og þá bestu af velli hérna á 69. mínútu. Þær fá væntanlega bara hvíld fyrir FH leikinn næstu helgi.
68. mín Gult spjald: Agnes Birta Stefánsdóttir (Þór/KA)
Keyrir aftan í hana Keyrir aftan í Katrínu og hárrétt gult spjald hjá ÞÞÞ.
62. mín
Inn:Kolfinna Eik Elínardóttir (Þór/KA) Út:Bryndís Eiríksdóttir (Þór/KA)
Þór/KA gerir einnig breytingu á sínu liði
62. mín
Inn:Margrét Lea Gísladóttir (Breiðablik) Út:Heiða Ragney Viðarsdóttir (Breiðablik)
Þreföld frá Nik
62. mín
Inn:Karitas Tómasdóttir (Breiðablik) Út:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik)
Þreföld frá Nik
62. mín
Inn:Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (Breiðablik) Út:Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
Þreföld frá Nik
58. mín
Sammy er það, ekki Sam Vil bara koma á framfæri afsökunarbeiðni frá mér, fjölskyldu og vinum fyrir að hafa kallað Samönthu Smith, Sam, hún vill vera kölluð Sammy. Skal það leiðrétt hér með.
55. mín MARK!
Sandra María Jessen (Þór/KA)
Þær eru með Skrýtin vörn hjá Blikakonum. Boltinn dettur fyrir fætur Söndru Maríu sem gerir vel í að búa til færið, þrumar í hægra hornið uppi og skotið of fast fyrir Telmu, sem er þó í boltanum.
51. mín
Jæja Maður heldur varla í við Blikakonur. Nú er það skallafæri inni á teignum eftir flotta fyrirgjöf frá Sam. Andrea nær að setja hausinn í boltann en skallinn lélegur og yfir. Blikar mikið líklegri til að bæta við en Þór/KA minnka muninn.
50. mín
Agla María með alvöru skot! Agla María fær boltann á miðjum vallarhelmingi gestanna og fær tíma til að athafna sig. Mjög flott skot en rétt framhjá markinu er það.
49. mín
Skot á markið Vigdís Lilja fær boltann í miðjum vítateig Þór/KA og snýr á vinstri en skotið hennar fremur auðvelt fyrir Shelby Money í marki gestanna.
47. mín
Tvær hornspyrnur Frá gestunum sem ekkert verður úr.
46. mín
Inn:Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Þór/KA) Út:Angela Mary Helgadóttir (Þór/KA)
Tvöföld skipting Jóhann Kristinn verður að reyna að breyta einhverju í hálfleik.
46. mín
Inn:Bríet Jóhannsdóttir (Þór/KA) Út:Hildur Anna Birgisdóttir (Þór/KA)
Tvöföld skipting Jóhann Kristinn verður að reyna að breyta einhverju í hálfleik.
46. mín
Aftur í gang Þór/KA sparka þessum seinni hálfleik í gang.
45. mín
Hálfleikur
Þvílíkur fyrri hálfleikur 6-0 í hálfleik fyrir heimakonum. Rosalegt. Leikurinn er bókstaflega búinn í hálfleik.
42. mín MARK!
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Andrea Rut Bjarnadóttir
Þetta er ekki hægt Aldrei horft upp á annað eins á milli liða sem á ekki að vera meira á milli. Það er bara verið að spila á annað markið hérna.
Klafs, meira klafs og Vigdís þrýstir boltanum yfir línuna. Þetta er magnað.
39. mín MARK!
Kristín Dís Árnadóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Samantha Rose Smith
Þetta er búið! Sam "Sammy" Smith keyrir upp hægri kantinn, er alls ekki the only one eins og segir í laginu, en nær samt þessari glæsilegu fyrirgjöf sem svífur alveg yfir á fjærstöngina þar sem Kristín stangar boltann í netið. 5-0 Breiðablik burst.
34. mín
Tryllt spil Blikakonur sundurspila vörn Þór/KA. Boltinn berst á Katrínu sem nær góðri sendingu á Heiðu Ragney en Shelby lokar vel á hana.
30. mín
Hornspyrna og næstum því mark Agla María með enn einu frábæru hornspyrnuna og Katrín Ásbjörns skallar boltann eiginlega í sjálfa sig áður en hann fer í fangið á Shelby.
27. mín
Orri Rafn með pælingar
23. mín
Sam næstum með fernu Hvað er hún eiginlega góð. Blikakonur leika á alls oddi, sending fyrir sem Vigdís reynir að koma á samherja. Boltinn berst út fyrir teiginn og Sam tekur hann í fyrsta með vinstri en boltinn hárfínt yfir markið. Blikakonur sækja án afláts.
20. mín MARK!
Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
HVAÐ ER AÐ GERAST? Andrea Rut fær boltann fyrir utan teig frá Vigdísi, tekur nokkur skref til vinstri við Huldu og setur boltann laust en hárnákvæmt framhjá Shelby og botinn lekur í hornið. Þetta stefnir í rúst.
18. mín
Ég er ennþá að ná mér Aukaspyrna sem Agla María nær í úti á miðjum velli. Leikmenn eru ennþá að ná sér líka sýnist mér, eftir þessa þrennu Sam á 7 mínútum.
14. mín MARK!
Samantha Rose Smith (Breiðablik)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
Jæja, þrenna á kortéri Þessi kona er unplayable. Setjið boltann á hana og hún skorar. Glæsileg hornspyrna hinu megin frá, frá Öglu Maríu aftur, sem Sam stangar í netið eftir að hafa risið kvenna hæst í teignum.
12. mín MARK!
Samantha Rose Smith (Breiðablik)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
Beint af æfingasvæðinu! Klessuhorn sem Sam keyrir aftur fyrir og sendingin úr horninu frá Öglu Maríu gjörsamlega upp á 10,5. Sam fær boltann á markteignum og setur hann auðveldlega í markið. 2-0 Breiðablik!
10. mín
Skot yfir Fyrirgjöf frá Barbáru úti á hægri kanti sem fer í gegnum allan pakkann yfir á hinn bakvörð Breiðabliks, Kristínu Dís, sem skýtur framhjá og yfir.
7. mín MARK!
Samantha Rose Smith (Breiðablik)
Stoðsending: Andrea Rut Bjarnadóttir
ÞAÐ ER KOMIÐ MARK! Agla María skýtur í stöngina og Andrea Rut nær frákastinu. Sendir á Sam sem skorar örugglega. 1-0 Breiðablik!
5. mín
Blikar sterkari Breiðablik hafa byrjað talsvert sterkara. Sótt nokkrum sinnum upp hægri kantinn með Sam Smith í fararbroddi. Þór/KA aðeins að fá að hafa boltann núna.
1. mín
Leikur hafinn
Byrjað! Blikar sparka þessu af stað og sækja í átt að Sporthúsinu á meðan að Þór/KA sækja í átt að Fífunni.
Fyrir leik
Þetta fer að hefjast Liðin ganga inn á völlinn og Karítas Tómasdóttir er heiðruð fyrir 100 leiki með Breiðabliki, en leikurinn hennar gegn Víkingi var hennar 100. leikur fyrir félagið.
Mynd: Hilmar Jökull Stefánsson

Fyrir leik
Tryllt techno Hey hey hey we say ho ho ho með Mercedes Club á fullu blasti á meðan liðin hita upp. Rjómablíða í Smáranum núna þannig við hvetjum alla til að skella sér á völlinn!
Mynd: Hilmar Jökull Stefánsson

Fyrir leik
Liðin í 1. og 3. sæti. Breiðablik er sem stendur í 1. sæti Bestu deildarinnar og Þór/KA í því þriðja, en Þór/KA getur ekki endað tímabilið ofar en 3. sæti eða neðar en 4.
Fyrir leik
Kópavogsvöllur er staðurinn Góðan og gleðilegan gameday kæru lesendur og velkomin í þessa beinu textalýsingu frá Kópavogsvelli í 3. umferð úrslitakeppninnar í Bestu deild kvenna.

Hér í dag mætast Breiðablik og Þór/KA, en liðin eru, eins og gefur að skilja, bæði í efri hluta deildarinnar.

Byrjum að sjálfsögðu á að óska helming Þórs/KA til hamingju með bikarmeistaratitil karla sem KA vann á Laugardalsvelli í gær.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
12. Shelby Money (m)
2. Angela Mary Helgadóttir ('46)
6. Hildur Anna Birgisdóttir ('46)
7. Amalía Árnadóttir ('72)
9. Karen María Sigurgeirsdóttir
10. Sandra María Jessen (f)
14. Margrét Árnadóttir ('89)
19. Agnes Birta Stefánsdóttir
20. Bryndís Eiríksdóttir ('62)
22. Hulda Ósk Jónsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
17. Emelía Ósk Kruger ('89)
18. Bríet Jóhannsdóttir ('46)
21. Bríet Fjóla Bjarnadóttir ('72)
26. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('46)

Liðsstjórn:
Jóhann Kristinn Gunnarsson (Þ)
Haraldur Ingólfsson
Diljá Guðmundardóttir
Kolfinna Eik Elínardóttir
Sigurbjörn Bjarnason
Aron Birkir Stefánsson
Jóhann Hilmar Hreiðarsson

Gul spjöld:
Agnes Birta Stefánsdóttir ('68)
Amalía Árnadóttir ('71)

Rauð spjöld: