Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
   sun 22. september 2024 10:26
Brynjar Ingi Erluson
Bayern gefst upp á Davies - Viðræðum Liverpool við Díaz miðar áfram
Powerade
Alphonso Davies fer líklega til Real Madrid
Alphonso Davies fer líklega til Real Madrid
Mynd: EPA
Luis Díaz gæti framlengt við Liverpool
Luis Díaz gæti framlengt við Liverpool
Mynd: EPA
Ýmislegt áhugavert er í slúðurpakka dagsins, en Liverpool er að reyna framlengja samning Luis Díaz á meðan kanadíski leikmaðurinn Alphonso Davies er líklega á förum frá Bayern München.

Bayern München hefur gefið upp alla von um að framlengja samning Alphonso Davies (23) en Real Madrid hefur gríðarlegan áhuga á þessum kanadíska landsliðsmanni. (Relevo)

Takehiro Tomiyasu (25), varnarmaður Arsenal og japanska landsliðsins, er á lista hjá ítölsku félögunum Inter og Napoli. (Calciomercato)

Paulo Fonseca, þjálfari Milan, segist ekki hugsa um umræðu um framtíð hans hjá félaginu eftir slaka byrjun, en lið hans mætir Inter í nágrannaslag í dag. (Football Italia)

Viðræðum Liverpool og kólumbíska vængmannsins Luis Díaz (27) miðar vel áfram þrátt fyrir ergelsi hjá fulltrúm leikmannsins í sumar. (Teamtalk)

Joan Garcia, markvörður Espanyol á Spáni, segist ekki hafa látið áhuga Arsenal í sumarglugganum trufla sig. Arsenal gæti þó reynt aftur við þennan 23 ára markvörð í janúarglugganum. (Mirror)

Rayan Cherki, leikmaður Lyon, mun framlengja samning sinn við félagið til 2027, en hann var orðaður við Liverpool, Tottenham og Paris Saint-Germain í sumar. (Foot Mercato)

PSG hefur áfrýjað gegn ákvörðun sem neyðir félagið til að greiða framherjanum Kylian Mbappe (25), sem gekk í raðir Real Madrid í sumar, 46 milljónir evra í laun og bónusa sem hann átti inni hjá félaginu. (Athletic)

Mikil spenna er á milli Eddie Howe og Paul Mitchell, yfirmanns íþróttamála hjá Newcastle, en Mitchell verður fyrstur til að fá sparkið ef þeir hreinsa ekki andrúmsloftið. (Football Insider)

Manchester United hefur áhuga á Tyler Dibling (18), leikmanni Southampton, en nýliðarnir eru að undirbúa nýtt samningstilboð fyrir leikmanninn. (GiveMeSport)

United hefur einnig áhuga á Chris Rigg, 17 ára leikmanni Sunderland, en United sér enska unglingalandsliðsmanninn sem næsta Jude Bellingham. (HITC)

Xavi, fyrrum þjálfari Barcelona, segist hafa fengið mörg áhugaverð símtöl, en er ekki tilbúinn að snúa aftur í þjálfun. (Revelo)
Athugasemdir
banner
banner
banner