
KA
3
2
FH

Hrannar Björn Steingrímsson
'13
1-0
1-1
Böðvar Böðvarsson
'29
2-1
Grétar Snær Gunnarsson
'63
, sjálfsmark
Rodrigo Gomes Mateo
'83
, sjálfsmark
2-2
Bjarni Aðalsteinsson
'84
3-2
27.04.2025 - 16:15
Greifavöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: 5° hiti og smá gola
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Áhorfendur: 550
Maður leiksins: Guðjón Ernir Hrafnkelsson (KA)
Greifavöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: 5° hiti og smá gola
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Áhorfendur: 550
Maður leiksins: Guðjón Ernir Hrafnkelsson (KA)
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo

5. Ívar Örn Árnason (f)
7. Jóan Símun Edmundsson
('82)

8. Marcel Römer
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
('75)


28. Hans Viktor Guðmundsson
30. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
77. Bjarni Aðalsteinsson
('89)
- Meðalaldur 31 ár


Varamenn:
12. William Tönning (m)
2. Birgir Baldvinsson
3. Kári Gautason
9. Viðar Örn Kjartansson
('82)

21. Mikael Breki Þórðarson
('89)

26. Ingimar Torbjörnsson Stöle
29. Jakob Snær Árnason
('75)

80. Snorri Kristinsson
88. Dagbjartur Búi Davíðsson
- Meðalaldur 23 ár
Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Petar Ivancic
Stefán Sigurður Ólafsson
Steingrímur Örn Eiðsson
Michael Charpentier Kjeldsen
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þrælskemmtilegum leik á Greifavellinum lokið! Það eru heimamenn í KA sem að næla í stigin þrjú og um leið spyrna sér frá botni deildarinnar. Þeir fara í það minnsta tímabundið upp í 8. sæti deildarinnar og skilja FH-inga eftir á botninum.
95. mín
Jakob Snær liggur eftir
Þurfti talsverða aðhlynningu og því má búast við því að nokkrar mínútur séu enn eftir.
94. mín
Klafs í vítateig KA!
Mikil ringulreið í vítateig heimamanna! Á endanum rennur boltinn í fang Steinþórs, en tíminn stóð í stað í smá stund hjá KA fólki.
93. mín
Jakob Snær kveinkar sér lítillega eftir skallaeinvígi, en þarfnast ekki aðhlynningar.
87. mín
Ég á ekki aukatekið orð
FH-ingar voru bókstaflega enn að fagna jöfnunarmarkinu þegar að Bjarni skoraði þriðja mark heimamanna. Fáum við meiri glundroða hér?
84. mín
MARK!

Bjarni Aðalsteinsson (KA)
Stoðsending: Ásgeir Sigurgeirsson
Stoðsending: Ásgeir Sigurgeirsson
HVAÐ ER AÐ GERAST HÉRNA?!?
Ásgeir Sigurgeirsson fær boltann úti hægra megin og á þéttingsfasta fyrirgjöf á nærstöngina. Þar mætir Bjarni Aðalsteinsson og stýrir boltanum meistaralega í fjærhornið! 3-2!
83. mín
SJÁLFSMARK!

Rodrigo Gomes Mateo (KA)
FH JAFNA!!!!
Boltinn dettur af honum eftir stórhættulega hornspyrnu Kjartans Kára! 2-2!
82. mín
Ásgeir með skot!
Marcel Römer setur boltann upp hægri kantinn og Ásgeir keyrir í átt að marki. Hann á þrumuskot sem að fer beint á Mathias Rosenörn.
74. mín
Sigurður Bjartur í dauðafæri!
Arnór Borg sker í gegnum vörn KA eins og smjörlíki og Sigurður Bjartur þarf bara að renna boltanum framhjá Steinþóri Ma í markinu, en Steinþór sér við honum!
72. mín
KA í hættulegri stöðu
Hallgrímur Mar kemst inná vítateig FH og hefði getað rennt honum út í skotið á Bjarna Aðalsteinsson, en reyndi frekar skot/sendingu sem að endaði þvert fyrir mark gestanna og þeir koma hættunni frá.
67. mín
Ívar Örn reynir 7. flokks útgáfu af bakfallsspyrnu, en hún er fremur laus og Mathias grípur boltann.
63. mín
SJÁLFSMARK!

Grétar Snær Gunnarsson (FH)
Stoðsending: Hallgrímur Mar Steingrímsson
Stoðsending: Hallgrímur Mar Steingrímsson
KA MENN ERU KOMNIR AFTUR YFIR!!!
Ég gef Ívari þetta, en boltinn gæti hafa farið að Grétari Snæ Gunnarssyni og því mögulega um sjálfsmark að ræða!
Hallgrímur Mar á flottan bolta inná markteiginn og þar rísa Ívar og Grétar saman. Skallamaðurinn stýrði svo boltanum glæsilega í fjærhornið - hvort sem að það var Ívar eða Grétar!
Uppfært: Markið skráist sem sjálfsmark
Hallgrímur Mar á flottan bolta inná markteiginn og þar rísa Ívar og Grétar saman. Skallamaðurinn stýrði svo boltanum glæsilega í fjærhornið - hvort sem að það var Ívar eða Grétar!
Uppfært: Markið skráist sem sjálfsmark
57. mín
Úlfur Ágúst nælir í aukaspyrnu fyrir FH-inga og gestirnir fylla teiginn. Aukaspyrnan er vægast sagt ömurleg, en þeir fá aðra aukaspyrnu og geta bætt fyrir þetta.
Seinni aukaspyrnan var ekki skárri.
Seinni aukaspyrnan var ekki skárri.
55. mín
Kjartan er klár í að koma inná og er eiginlega brjálaður yfir því að mega ekki hlaupa aftur inná völlinn.
48. mín
KA helvíti nálægt því að henda í samspilsmark sumarsins, en Mathias Rosenörn kemur út og handsamar vippu Jóans Edmundssonar þegar Færeyringurinn leitaði að Hallgrími Mar aftur fyrir vörn FH.
45. mín
Hálfleikur
Ásgeir nálægt því að sleppa í gegn!
Ásgeir Sigurgeirsson var mjög nálægt því að komast í gegn rétt fyrir hálfleiksflautið, en Mathias Rosenörn var vel á verði í markinu og fljótur út. Markmaðurinn er á undan í boltann og hamrar honum í Ásgeir og aftur fyrir mark FH.
Baráttuleikur hingað til og lítið sem að skilur liðin að sem stendur. Verður forvitnilegt að sjá hvernig seinni hálfleikurinn þróast.
Baráttuleikur hingað til og lítið sem að skilur liðin að sem stendur. Verður forvitnilegt að sjá hvernig seinni hálfleikurinn þróast.
45. mín
Birkir Valur Jónsson á ágætis fyrirgjöf á Kristján Flóka Finnbogason, en skalli hans er af löngu færi og talsvert framhjá marki KA.
44. mín
Ekkert kemur úr spyrnu Kjartans Kára. Sigurður Bjartur Hallsson liggur eftir inni í teig KA, en er nú kominn á fætur og getur haldið áfram.
43. mín
FH-ingar fá aukaspyrnu úti á hægri kantinum. Hallgrímur brýtur á Tómasi Orra og Tómas kveinkar sér stuttlega, en er í lagi.
41. mín
Gult spjald: Baldur Kári Helgason (FH)

Tekur Bjarna niður í skyndisókn. Bjarni er að safna spjöldum á gestina.
39. mín
Gult spjald: Grétar Snær Gunnarsson (FH)

Tekur Bjarna niður. Ekkert kemur úr aukaspyrnunni.
38. mín
Hrannar Björn!
Ekki búinn að skora í 6 ár og næstum því búinn að lúðra öðrum inn! Þrumufleygur rétt fyrir utan teig eftir hornspyrnu Hallgríms.
36. mín
Hrannar Björn nælir í aukaspyrnu úti á vinstri vængnum. Þá mætir Hallgrímur Mar til þess að sveifla boltanum inn í teiginn.
32. mín
Nálægt!
Aukaspyrna Kjartans Kára er ekki langt framhjá og Stubbur virtist stjarfur á línunni.

Er kominn tími á pizzu?
Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
31. mín
FH fær aukaspyrnu á hættulegum stað
Sá ekki atvikið, en Kjartan Kári býr sig undir að skjóta á mark KA manna.
29. mín
MARK!

Böðvar Böðvarsson (FH)
Stoðsending: Tómas Orri Róbertsson
Stoðsending: Tómas Orri Róbertsson
FH JAFNA!!!
Boltinn berst utarlega í teig KA eftir hornspyrnu og þar reynir Tómas Orri fyrirgjöf. Hún fer af varnarmanni KA og aftur til Tómasar sem að þrumar boltanum þvert inn í teig heimamanna og þar kemur Böðvar fæti í boltann og stýrir honum inn. 1-1!
24. mín
Gestirnir fengu aðra hornspyrnu, en sóknin rann út í sandinn og KA menn halda nú í boltann.
21. mín
FH-ingar leita leiða inn í leikinn
Gestirnir reyna að halda aðeins í boltann og freista þess að opna KA liðið. Þeir hafa lítið skapað þessar fyrstu 20 mínútur leiksins.
19. mín
Hallgrímur Mar reynir hið stórkostlega
Keyrir af stað með boltann í skyndisókn og sér Rosenörn af línunni. Hallgrímur reynir skot rétt fyrir aftan miðju, en nær ekki að lyfta boltanum nægilega hátt og markmaðurinn á ekki í neinum vandræðum.
16. mín
Langt síðan síðast
Hrannar skoraði sitt síðasta deildarmark gegn Grindavík þann 15. júní 2019. Það var tímabært að kippa því í liðinn.
Hrannar í leiknum gegn Grindvíkingum.

Hrannar í leiknum gegn Grindvíkingum.
13. mín
MARK!

Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
Stoðsending: Hallgrímur Mar Steingrímsson
Stoðsending: Hallgrímur Mar Steingrímsson
HRANNAR BJÖRN KEMUR KA YFIR!!!
Hrannar Björn fær boltann frá bróður sínum við vítateig FH og skrúfar boltann glæsilega framhjá Mathias Rosenörn. 1-0 KA!
6. mín
Eftir þessa leiftrandi byrjun hefur leikurinn verið talsverð stöðubarátta, en KA menn þó meira með boltann.
1. mín
Bjarni í dauðafæri!
Ívar Örn á langan bolta yfir vörn FH-inga og Bjarni kemst einn gegn Mathias Rosenörn, en hann nær ekki að koma boltanum framhjá Dananum stæðilega sem að ver frá Bjarna. Skotið var laust og Bjarni virtist eiga í smá vandræðum með að koma boltanum almennilega fyrir sig.
Þetta hefði verið draumabyrjun fyrir heimamenn!
Þetta hefði verið draumabyrjun fyrir heimamenn!
Fyrir leik
Þetta fer að bresta á
Leikmenn takast í hendur, fyrirliðar lofa dómurum að allir hegði sér frábærlega og við getum farið að horfa á smá fótbolta!
Strákarnir eru klárir í slaginn gegn FH kl. 16:15 á Greifavellinum. Fjölmennum og sækjum þrjú stig saman, áfram KA! #LifiFyrirKA @bestadeildin pic.twitter.com/Sz4IUU7fDx
— KA (@KAakureyri) April 27, 2025
Startið fyrir norðan!#ViðErumFH pic.twitter.com/kYQGxehLbB
— FHingar (@fhingar) April 27, 2025
Fyrir leik
Úlfur Ágúst byrjar
Sérfræðingarnir voru með það alveg á kristaltæru. Kemur beint frá Bandaríkjunum og inn í byrjunarlið gestanna. Skorar hann í dag?
Leiðir línuna.

Leiðir línuna.
Double gameday!#ViðErumFH pic.twitter.com/z7DcZPDWhz
— FHingar (@fhingar) April 27, 2025
Leikdagur! FH heimsækir okkur á Greifavöllinn í dag klukkan 16:15! ????
— KA (@KAakureyri) April 27, 2025
Meðfylgjandi er sigurmark sem Hallgrímur Mar skoraði í viðureign liðanna árið 2019! ??
Sjáumst á Greifavellinum í dag! ???????? #LifiFyrirKA #KAakureyri pic.twitter.com/wUZTcx2fuE
Fyrir leik
Innspýting frá Bandaríkjunum - Risastórt að fá Úlf
FH-ingar tilkynntu nýverið að framherjinn öflugi Úlfur Ágúst Björnsson hefði framlengt samning sinn við félagið. Samningurinn gildir til ársins 2027.
Úlfur hefur ekki verið með FH í fyrstu leikjum tímabilsins þar sem að hann hefur verið í Bandaríkjunum í námi í Duke háskólanum. Hann ætti að vera klár í slaginn og kemur mögulega beint inn í byrjunarlið FH, þar sem að Björn Daníel Sverrisson tekur út leikbann.
,,Hann kemur væntanlega inn í byrjunarliðið í stað Björns Daníels. Það er risastórt að fá Úlf og gæti lyft öllu liðinu upp, menn vita að Úlfur getur skorað mörk,'' sagði Elvar Geir Magnússon.
Úlfur í baráttunni við Bjarna Aðalsteinsson í leik þessara liða í fyrra.
Úlfur hefur ekki verið með FH í fyrstu leikjum tímabilsins þar sem að hann hefur verið í Bandaríkjunum í námi í Duke háskólanum. Hann ætti að vera klár í slaginn og kemur mögulega beint inn í byrjunarlið FH, þar sem að Björn Daníel Sverrisson tekur út leikbann.
,,Hann kemur væntanlega inn í byrjunarliðið í stað Björns Daníels. Það er risastórt að fá Úlf og gæti lyft öllu liðinu upp, menn vita að Úlfur getur skorað mörk,'' sagði Elvar Geir Magnússon.

Úlfur í baráttunni við Bjarna Aðalsteinsson í leik þessara liða í fyrra.
Fyrir leik
Stórkostlegar áhyggjur af KA
Rætt var um viðureign KA og FH í útvarpsþættinum Fótbolti.net. Tómas Þór Þórðarson velti fyrir sér hvort að ósanngjarnt væri að kalla þetta tvö lélegustu lið deildarinnar það sem að af er ungu móti.
Elvar Geir Magnússon sagði að taplið dagsins mætti risastórar áhyggjur hafa og Tómas Þór var ómyrkur í máli og sagði að hann hefði stórkostlegar áhyggjur af KA.
,,Ég hef stórkostlegar áhyggjur af Knattspyrnufélagi Akureyrar. Menn hafa talað um að þeir sjái KA ekki falla útaf þessum leikmannahóp, hafa þeir séð þá spila? Hafa þeir séð þá verjast?''
Tómas Þór hefur bullandi áhyggjur af KA liðinu og þá sér í lagi varnarleik liðsins.
Elvar Geir Magnússon sagði að taplið dagsins mætti risastórar áhyggjur hafa og Tómas Þór var ómyrkur í máli og sagði að hann hefði stórkostlegar áhyggjur af KA.
,,Ég hef stórkostlegar áhyggjur af Knattspyrnufélagi Akureyrar. Menn hafa talað um að þeir sjái KA ekki falla útaf þessum leikmannahóp, hafa þeir séð þá spila? Hafa þeir séð þá verjast?''

Tómas Þór hefur bullandi áhyggjur af KA liðinu og þá sér í lagi varnarleik liðsins.
Fyrir leik
Dómarinn
Það er Arnar Þór Stefánsson sem að dæmir leik dagsins. Honum til aðstoðar eru Bryngeir Valdimarsson og Eysteinn Hrafnkelsson. Valdimar Pálsson er eftirlitsdómari og varadómari er Gunnar Oddur Hafliðason.

Fyrir leik
KA menn gjafmildir á Hlíðarenda
KA lenti í brekku gegn Valsmönnum í síðustu umferð og töpuðu sanngjarnt 3-1. Það er ekki hægt að tala um að lið eigi skilið nokkuð úr fótboltaleikjum þegar að lið sýnir varnarleik eins og KA gerði á miðvikudaginn síðasta.
Hvort sem að það er spurning um vilja, getu eða einbeitingu. Það virtist skorta allt þrennt þegar átti að koma í veg fyrir mörk Jónatans Inga Jónssonar (2) og Tryggva Hrafns Haraldssonar. Liðið lifnaði aðeins við þegar Ásgeir Sigurgeirsson lagaði stöðuna fyrir gulklædda, en nær komust þeir ekki.
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var vitanlega ekki himinlifandi í leikslok. Byrjunin olli honum hugarangri og fannst það taka sína menn alltof langan tíma að "finna sig".
,,Sóknarleikurinn er ekki vandamálið, heldur er það varnarleikurinn sem að þarf að verða betri. Það er ekkert panikk þó þú tapir á móti Víkingi og Val á útivelli - en frammistaðan þarf að vera betri,'' sagði Hallgrímur.
Hallgrímur kallar eftir stórbættum varnarleik. Það gera líklega fleiri innan raða KA.
Hvort sem að það er spurning um vilja, getu eða einbeitingu. Það virtist skorta allt þrennt þegar átti að koma í veg fyrir mörk Jónatans Inga Jónssonar (2) og Tryggva Hrafns Haraldssonar. Liðið lifnaði aðeins við þegar Ásgeir Sigurgeirsson lagaði stöðuna fyrir gulklædda, en nær komust þeir ekki.
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var vitanlega ekki himinlifandi í leikslok. Byrjunin olli honum hugarangri og fannst það taka sína menn alltof langan tíma að "finna sig".
,,Sóknarleikurinn er ekki vandamálið, heldur er það varnarleikurinn sem að þarf að verða betri. Það er ekkert panikk þó þú tapir á móti Víkingi og Val á útivelli - en frammistaðan þarf að vera betri,'' sagði Hallgrímur.

Hallgrímur kallar eftir stórbættum varnarleik. Það gera líklega fleiri innan raða KA.
Fyrir leik
FH-ingar óheppnir gegn KR
FH spilaði stóran hluta síðasta deildarleiks gegn KR með 10 menn inná vellinum, þar sem að reynsluboltinn Björn Daníel Sverrisson fékk réttilega reisupassann fyrir groddaralega tæklingu.
Þrátt fyrir brottvísunina komust FH-ingar yfir, en náðu ekki að halda út. Þeir hefðu svo getað stolið sigrinum í blálokin, en Halldór Snær Georgsson sá við Arnóri Borg Guðjohnsen í góðu færi.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði úrslitin auðvitað vonbrigði eftir að hafa komist yfir en glasið virtist þó hálf fullt að mörgu leyti hjá Heimi.
,,Það var samstaða í þessu og menn voru að berjast fyrir hvorn annan. Þegar menn gera það hjá Fimleikafélaginu eru okkur allir vegir færir,'' sagði Heimir. Hann var svo spurður út í andstæðinga dagsins.
,,KA er með gott lið og hafa verið að bæta við sig mönnum. Það er alltaf erfitt að fara norður og það þarf að undirbúa þann leik vel.''
Heimir var ánægður með vinnuframlag sinna manna gegn KR.
Þrátt fyrir brottvísunina komust FH-ingar yfir, en náðu ekki að halda út. Þeir hefðu svo getað stolið sigrinum í blálokin, en Halldór Snær Georgsson sá við Arnóri Borg Guðjohnsen í góðu færi.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði úrslitin auðvitað vonbrigði eftir að hafa komist yfir en glasið virtist þó hálf fullt að mörgu leyti hjá Heimi.
,,Það var samstaða í þessu og menn voru að berjast fyrir hvorn annan. Þegar menn gera það hjá Fimleikafélaginu eru okkur allir vegir færir,'' sagði Heimir. Hann var svo spurður út í andstæðinga dagsins.
,,KA er með gott lið og hafa verið að bæta við sig mönnum. Það er alltaf erfitt að fara norður og það þarf að undirbúa þann leik vel.''

Heimir var ánægður með vinnuframlag sinna manna gegn KR.
Fyrir leik
Snemmbúinn botnslagur
Liðin hafa ekki átt góðu gengi að fagna í upphafi móts og sitja í tveimur neðstu sætum deildarinnar - KA í 12. sæti og FH í 11. sæti.
Hvort um sig hafa liðin nælt í eitt stig og verður sú uppskera að teljast vonbrigði, hvort sem að horft er til Akureyrar eða í Hafnarfjörðinn. Klaufalegur varnarleikur hefur einkennt bæði lið og ef að tímabilið á ekki að fara í einn allsherjar eltingaleik við liðin í efri hlutanum þurfa þessi tvö lið að fara að spýta í lófana.
Hvort um sig hafa liðin nælt í eitt stig og verður sú uppskera að teljast vonbrigði, hvort sem að horft er til Akureyrar eða í Hafnarfjörðinn. Klaufalegur varnarleikur hefur einkennt bæði lið og ef að tímabilið á ekki að fara í einn allsherjar eltingaleik við liðin í efri hlutanum þurfa þessi tvö lið að fara að spýta í lófana.
Fyrir leik
Góðan daginn!
Hér mun fara fram textalýsing á leik KA og FH í 4. umferð Bestu-deildar karla.
sunnudagur 27. apríl
14:00 Vestri-Breiðablik (Kerecisvöllurinn)
16:15 KA-FH (Greifavöllurinn)
19:15 KR-ÍA (AVIS völlurinn)
mánudagur 28. apríl
17:45 Stjarnan-ÍBV (Samsungvöllurinn)
19:15 Valur-Víkingur R. (Valsvöllur)
19:15 Fram-Afturelding (Lambhagavöllurinn)

sunnudagur 27. apríl
14:00 Vestri-Breiðablik (Kerecisvöllurinn)
16:15 KA-FH (Greifavöllurinn)
19:15 KR-ÍA (AVIS völlurinn)
mánudagur 28. apríl
17:45 Stjarnan-ÍBV (Samsungvöllurinn)
19:15 Valur-Víkingur R. (Valsvöllur)
19:15 Fram-Afturelding (Lambhagavöllurinn)
Byrjunarlið:
13. Mathias Rosenörn (m)
2. Birkir Valur Jónsson
4. Ahmad Faqa
('75)

6. Grétar Snær Gunnarsson


7. Kjartan Kári Halldórsson
('86)

9. Sigurður Bjartur Hallsson
('75)

21. Böðvar Böðvarsson (f)

23. Tómas Orri Róbertsson

33. Úlfur Ágúst Björnsson
37. Baldur Kári Helgason
('70)


45. Kristján Flóki Finnbogason
('70)
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
11. Bragi Karl Bjarkason
18. Einar Karl Ingvarsson
('70)

27. Jóhann Ægir Arnarsson
32. Gils Gíslason
('86)

36. Dagur Traustason
('75)

38. Arngrímur Bjartur Guðmundsson
('75)

90. Arnór Borg Guðjohnsen
('70)
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Kristján Finnbogi Finnbogason
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Kjartan Henry Finnbogason
Benjamin Gordon Mackenzie
Gul spjöld:
Tómas Orri Róbertsson ('36)
Grétar Snær Gunnarsson ('39)
Baldur Kári Helgason ('41)
Rauð spjöld: