Fjórða umferð Bestu deildarinnar fer af stað í dag og meðal leikja er viðureign KA og FH á Akureyri sem hefst 16:15. Liðin eru á botninum með eitt stig hvort.
„Liðið sem tapar þessum leik má hafa risastórar áhyggjur," segir Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolti.net þar sem hitað var upp fyrir umferðina.
„Eigum við ekki að segja að þetta séu tvö lélegustu liðin það sem af er móti, er það nokkuð ósanngjarnt?" segir Tómas Þór Þórðarson en honum líst sérstaklega illa á KA liðið.
„Mér finnst samt tvö til þrjú þrep á milli. Ég hef stórkostlegar áhyggjur af Knattspyrnufélagi Akureyrar. Menn hafa talað um að þeir sjái KA ekki falla út af þessum leikmannahóp, hafa þeir séð þá spila? Hafa þeir séð þá verjast?"
„Mér finnst FH töluvert betra en KA en varnarvandræðin eru enn til staðar hjá FH. Ég ætla að leyfa mér að setja spurningamerki við Mathias Rosenörn í markinu, mér finnst hann ekkert geta."
„Liðið sem tapar þessum leik má hafa risastórar áhyggjur," segir Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolti.net þar sem hitað var upp fyrir umferðina.
„Eigum við ekki að segja að þetta séu tvö lélegustu liðin það sem af er móti, er það nokkuð ósanngjarnt?" segir Tómas Þór Þórðarson en honum líst sérstaklega illa á KA liðið.
„Mér finnst samt tvö til þrjú þrep á milli. Ég hef stórkostlegar áhyggjur af Knattspyrnufélagi Akureyrar. Menn hafa talað um að þeir sjái KA ekki falla út af þessum leikmannahóp, hafa þeir séð þá spila? Hafa þeir séð þá verjast?"
„Mér finnst FH töluvert betra en KA en varnarvandræðin eru enn til staðar hjá FH. Ég ætla að leyfa mér að setja spurningamerki við Mathias Rosenörn í markinu, mér finnst hann ekkert geta."
Sóknarmaðurinn Úlfur Ágúst Björnsson verður með FH að nýju en hann stundar nám í Bandaríkjunum og spilaði því ekki fyrstu leiki mótsins.
„Hann kemur væntanlega inn í byrjunarliðið í stað Björns Daníels (sem er í banni). Það er risastórt að fá Úlf og gæti lyft öllu liðinu upp, menn vita að Úlfur getur skorað mörk," segir Elvar.
sunnudagur 27. apríl
14:00 Vestri-Breiðablik (Kerecisvöllurinn)
16:15 KA-FH (Greifavöllurinn)
19:15 KR-ÍA (AVIS völlurinn)
mánudagur 28. apríl
17:45 Stjarnan-ÍBV (Samsungvöllurinn)
19:15 Valur-Víkingur R. (Valsvöllur)
19:15 Fram-Afturelding (Lambhagavöllurinn)
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 4 | 3 | 0 | 1 | 7 - 5 | +2 | 9 |
2. Vestri | 4 | 2 | 1 | 1 | 4 - 2 | +2 | 7 |
3. KR | 4 | 1 | 3 | 0 | 12 - 7 | +5 | 6 |
4. Víkingur R. | 3 | 2 | 0 | 1 | 6 - 1 | +5 | 6 |
5. Stjarnan | 3 | 2 | 0 | 1 | 5 - 4 | +1 | 6 |
6. Valur | 3 | 1 | 2 | 0 | 7 - 5 | +2 | 5 |
7. ÍBV | 3 | 1 | 1 | 1 | 3 - 3 | 0 | 4 |
8. Afturelding | 3 | 1 | 1 | 1 | 1 - 2 | -1 | 4 |
9. KA | 4 | 1 | 1 | 2 | 6 - 11 | -5 | 4 |
10. Fram | 3 | 1 | 0 | 2 | 5 - 6 | -1 | 3 |
11. ÍA | 4 | 1 | 0 | 3 | 2 - 9 | -7 | 3 |
12. FH | 4 | 0 | 1 | 3 | 5 - 8 | -3 | 1 |
Athugasemdir