Arsenal reynir við Kounde - Vardy orðaður við Wrexham - Antony gæti verið áfram hjá Betis
   lau 26. apríl 2025 11:09
Brynjar Ingi Erluson
Úlfur Ágúst framlengir við FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfur Ágúst Björnsson hefur framlengt samning sinn við FH til 2027 en þetta kemur fram í tilkynningu frá FH-ingum í dag.

Úlfur er 22 ára gamall framherji og spilað stóra rullu í liði FH síðustu tvö tímabil.

FH-ingar hafa nú framlengt samning Úlfs út 2027.

Hann stundar nám við Duke-háskólann í Bandaríkjunum og missti þess vegna af fyrstu fjórum leikjum FH-inga á tímabilinu, en ætti að vera klár í slaginn þegar FH mætir KA á morgun.

Framherjinn hefur skorað 14 deildarmörk með FH á síðustu þremur tímabilum og óhætt að segja að FH-ingar hafi saknað hans í byrjun leiktíðar en liðið er enn án sigurs eftir þrjá deildarleiki.

Úlfur er gríðarlega öflugur leikmaður sem var orðaður við félög í MLS-deildinni í vetur en var ekki valinn í nýliðavali deildarinnar vegna hræðslu félaga við að þurfa borga háar uppeldisbætur þar sem hann var samningsbundinn FH-ingum.
Athugasemdir
banner