Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Stjarnan
2
1
Breiðablik
Baldur Sigurðsson '25 1-0
Þorsteinn Már Ragnarsson '38 2-0
2-1 Thomas Mikkelsen '40
25.08.2018  -  18:00
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Toppaðstæður og sú gula minnir á sig
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Hilmar Árni Halldórsson - Stjarnan
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson
7. Guðjón Baldvinsson
8. Baldur Sigurðsson ('36)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson ('71)
20. Eyjólfur Héðinsson
29. Alex Þór Hauksson (f) ('83)

Varamenn:
13. Terrance William F. Dieterich (m)
4. Jóhann Laxdal
5. Óttar Bjarni Guðmundsson ('83)
6. Þorri Geir Rúnarsson ('71)
16. Ævar Ingi Jóhannesson
18. Sölvi Snær Guðbjargarson ('36)
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Veigar Páll Gunnarsson
Fjalar Þorgeirsson
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson
Jón Þór Hauksson
Andri Freyr Hafsteinsson

Gul spjöld:
Þórarinn Ingi Valdimarsson ('33)
Jósef Kristinn Jósefsson ('51)
Haraldur Björnsson ('93)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stjarnan og Valur með 35 stig. Það verður geggjaður leikur hér í Garðabænum þegar þessi topplið mætast á miðvikudag! Kaupið miða í forsölu.

Skemmtilegur leikur í kvöld. Breiðablik tapaði báðum stórleikjunum.
93. mín Gult spjald: Haraldur Björnsson (Stjarnan)
Tafir.
92. mín Gult spjald: Aron Bjarnason (Breiðablik)
90. mín
Uppbótartíminn að minnsta kosti 4 mínútur.
88. mín
Blikar fá hornspyrnu. Ekki viss um að þetta hafi verið réttur dómur...

Ekkert kemur úr horninu.
86. mín Gult spjald: Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Fyrir brot.
84. mín
Góð stunga á Mikkelsen en Halli Björns bjargar með því að koma á hárréttum tíma út úr marki sínu.
83. mín
Inn:Óttar Bjarni Guðmundsson (Stjarnan) Út:Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
Það má segja að Óttar sé "Fellaini" þeirra Stjörnumanna.
82. mín
Stórskemmtileg skottilraun! Gaui Bald tekur boltann á lofti en skotið framhjá.
81. mín
Inn:Aron Bjarnason (Breiðablik) Út:Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
79. mín
Gísli Eyjólfs með skot hátt yfir. Hlutirnir hafa ekki gengið upp hjá honum í dag.
76. mín
Sölvi Snær að ógna og vinnur hornspyrnu fyrir Stjörnuna.
74. mín
Viktor Örn með skalla yfir markið eftir hornspyrnu. Blikar sækja talsvert meira þessa stundina.
71. mín
Inn:Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan) Út:Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)
69. mín
HÖRKUVARSLA!!! Halli Björns hefur fengið sér pasta í dag og tekur flotta vörslu. Boltinn datt fyrir Arnþór Ara í teignum og hann lét vaða en Halli sá við honum.

Blikar hættulegir þessar mínútur.
67. mín
Arnþór Ari með fína skottilraun fyrir utan teig en nær ekki að hitta á rammann.
64. mín Gult spjald: Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
Fyrir mótmæli og læti.
64. mín Gult spjald: Brynjólfur Darri Willumsson (Breiðablik)
DÝFA! Brynjólfur Darri með leikaraskap og reynir að krækja í víti en uppsker gula spjaldið. Hárrétt dómgæsla. Ívar féll ekki í gildruna.
63. mín
VÓÓÓ!!! Halli Björns með hrikaleg mistök! Sparkaði boltanum beint til Blika. "Hvaaað ertu að gera?" heyrist öskrað úr stúkunni.

Halli bjargar sjálfum sér og Stjörnunni þarna með því að verja svo skot frá Gísla. Þetta var dauðatækifæri fyrir Blika að ná að jafna!
61. mín
Mikkelsen fer niður í teignum eftir baráttu við Daníel Laxdal en ekkert dæmt.
60. mín
Inn:Brynjólfur Darri Willumsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Andri meiddist í samskiptum sínum áðan og þarf að fara af velli. Brynjólfur Darri, bikarhetjan, kemur inn. Getur þessi ungi leikmaður fundið jöfnunarmark?
59. mín Gult spjald: Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Andri fær gult fyrir brotið á Danna.
59. mín
Andri Rafn Yeoman tekur Danna Lax niður í hraðri sókn Stjörnunnar. Ívar Orri ntar hagnaðarregluna enda Stjarnan í kjörstöðu en Jósef Kristinn átti glataða sendingu og þetta fór í vaskinn.
56. mín
Mjög klaufalegt hjá Blikum! Fyrirgjöf frá Hilmari Árna, Gunnleifur fer út úr markinu en keyrir á tvo samherja sína, Hendrickx og Viktor, og liggur eftir. Stjarnan nær ekki að gera sér mat úr þessu!
53. mín
Hættuleg sókn Stjörnunnar og Þórarinn Ingi Valdimarsson í þröngu færi á fjærstönginni, skýtur yfir.
51. mín Gult spjald: Jósef Kristinn Jósefsson (Stjarnan)
Fyrir brot. Breiðablik á aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika.
49. mín
Löng sending hjá Blikum og Halli Björns kemur út á móti og kýlir frá. Oliver á skot af löngu færi en boltinn framhjá.
48. mín
Smá darraðadans í teig Kópavogsliðsins eftir langt innkast. Elskum darraðadansinn.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað - Búið að fylla á kaffimálin og allt farið á fulla ferð að nýju.
45. mín
Hálfleikur
Rétt fyrir hálfleik lét Davíð Kristján vaða en hitti boltann illa, langt framhjá. Hálfleikur og Stjarnan leiðir 2-1. Meira fjör sem bíður í seinni hálfleik.
45. mín
Gísli Eyjólfsson með skot framhjá.
43. mín
Þessi leikur hefur ekki ollið vonbrigðum.
40. mín MARK!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Stoðsending: Kolbeinn Þórðarson
SÁ DANSKI MINNKAR MUNINN STRAX! ALVÖRU LEIKUR!

Arnþór Ari og Kolbeinn með gott spil sín á milli á vinstri vængnum. Kolbeinn með fyrirgjöfina og Mikkelsen er sterkari en Danni Lax og skorar með fínu skoti af stuttu færi. Var Mikkelsen kannski brotlegur þarna í aðdragandanum?
38. mín MARK!
Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)
Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
ÞESSI BOLTI LEKUR INN!

Hilmar Árni Halldórsson leikur sér að Hendrickx, fer framhjá honum eins og að drekka vatn, rennir svo knettinum á Þorstein sem nær að skora! Davíð Kristján nálægt því að bjarga.
37. mín
Það er að koma enn meiri hiti í stúkuna og menn eru líka að láta finna vel fyrir sér á vellinum. Það er bara jákvætt fyrir okkur áhofendur!
36. mín
Inn:Sölvi Snær Guðbjargarson (Stjarnan) Út:Baldur Sigurðsson (Stjarnan)
Markaskorarinn getur ekki haldið leik áfram og Sölvi kemur inn.
35. mín
Brotið á Kolbeini fyrir utan teig. Alex brotlegur. Skotfæri. Oliver með skotið en boltinn í varnarvegginn.
34. mín
Þórarinn og Kolbeinn voru að kljást við hliðarlínuna og Kolbeinn togaði í Þórarinn sem tók út hendurnar til að losa sig. Hárrétt hjá Ívari að henda gulu á báða.
33. mín Gult spjald: Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjarnan)
33. mín Gult spjald: Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik)
29. mín
Stórhætta upp við mark Stjörnunnar! Stórhættuleg fyrirgjöf sem Yeoman átti og boltinn lak í gegnum markteiginn. Halli Björns bjargaði í horn en ekkert kom út úr því.
25. mín MARK!
Baldur Sigurðsson (Stjarnan)
Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
STJARNAN KEMST YFIR!!! FRÁBÆR SENDING OG FRÁBÆRLEGA KLÁRAÐ! Garðbæingar sótt mun meira og verið meira með knöttinn.

Liðið fékk aukaspyrnu eftir að Andri Rafn Yeoman braut á Þorsteini Má á miðjum vallarhelmingi Blika. Hilmar Árni átti sendingu inn í teiginn upp á 10. Baldur hafði betur í baráttu við Viktor í teignum og kláraði frábærlega með fyrsta í fjærhornið.
24. mín
Stjörnumenn mun meira með boltann en annars er ekki hægt að segja að færin séu neitt á færibandi hér í Garðabæ. Mætti vera aðeins opnara.
20. mín
Gaui Bald vann horn fyrir Stjörnuna en Ívar Orri dæmdi sóknarbrot strax eftir að hornið var tekið.
19. mín
Össs... þarna hefði þetta getað dottið! Kolbeinn Þórðarson, leikmaður Blika, spólar sig í gegn og kemst í skotfæri, aðeins þröngt, en Halli gerir vel og ver í horn.
16. mín
Samherja-árekstur. Andri Rafn Yeoman og Gísli Eyjólfsson, leikmenn Breiðabliks, lenda í árekstri á miðjum velli. Andri meiðir sig og þarf aðhlynningu.

Leikurinn stöðvaður.
9. mín
Hilmar Árni með fína skottilraun af löngu færi. Náði góðu krafti í skotið en boltinn yfir. Stjarnan mun hættulegri í upphafi leiks.
6. mín
Þórarinn Ingi með góðan sprett, fer í baráttu við Davíð og vinnur hornspyrnu fyrir Stjörnuna. Ekkert merkilegt kemur úr horninu. Skalli hátt yfir.
4. mín
Guðjón Baldvinsson fór niður í teignum eftir viðskipti við Damir og vildi meina að á sér hefði verið brotið. Ekkert dæmt.

Hinumegin fékk Andri Rafn Yeoman fínt skotfæri en boltinn beint á Halla Björns. Líf í upphafi leiks.
2. mín
Grimmd og áræðni í Stjörnunni í byrjun. Ekki lengi að vinna hornspyrnu en Arnþór Ari skallaði frá. Stjarnan fór aftur í sókn og hún endaði með skoti sem Alex Þór átti, hitti boltann illa og framhjá. En fyrsta skotið allavega mætt.
1. mín
Leikur hafinn
STÓRLEIKURINN er hafinn! Stjörnumenn hófu leik og sækja í átt að Hafnarfirði í fyrri hálfleiknum.
Fyrir leik
Silfurskeiðin tók afmælissönginn fyrir Evu Björk ljósmyndara. Textalýsingakerfi .Net sendir Evu einnig bestu afmæliskveðjur. Jæja nú styttist í að liðin mæti út á völlinn.

Blikar eru í hvítum varatreyjum sínum.
Fyrir leik
Það er kominn hálfleikur í Fossvogi þar sem KA er tveimur mörkum yfir gegn Víkingum. Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá þeim leik.
Fyrir leik
Það er búið að vera drullufínt veður í dag og vonandi fáum við pakkfulla stúku í kvöld, milli þessara tveggja skemmtilegu liða sem munu einmitt leika til bikarúrslita um miðjan september.
Fyrir leik
Foreldrar Hilmars Árna mættir í stúkuna ásamt bróður hans, Herði Brynjari. Hörður kallaður keisarinn í Breiðholtinu. Í stúkunni má einnig sjá Kristófer Pál Viðarsson, leikmann Selfyssinga. Þungt yfir honum eftir tapið gegn Þrótti í dag. Páló, stuðningsmaður Stjörnunnar, var að sjálfsögðu fyrstur í stúkuna en hann er með sleikjó í dag.
Fyrir leik
Ekki amalegur félagsskapur sem maður fær í kvöld. Stefán Árni Pálsson frá Vísi er mættur. Hann spáir því að Stjarnan vinni 3-1 sigur. Tvö rauð spjöld, eitt á hvort lið. Svo spáir hann því að Valur vinni Fjölni 5-0 í kvöld. Patrick með tvö, Stinni eitt, Eiður Aron eitt og Sigurður Egill eitt.
Fyrir leik
Arnar Björnsson mætti í fréttamannastúkuna til að fá sér kaffibolla en greip í tómt. Kaffið ekki mætt. En Arnar fékk tækifæri til að ræða aðeins um hans menn í Leeds og þá mögnuðu hluti sem Bielsa hefur verið að gera.
Fyrir leik
Hjá Blikum kemur Kolbeinn Þórðarson inn í byrjunarliðið en hann átti fína innkomu gegn Valsmönnum. Aron Bjarnason er settur á bekkinn. Willum Þór Willumsson og Alexander Helgi Sigurðsson eru enn á meiðslalistanum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Hjá Stjörnunni snúa Þórarinn Ingi og Alex úr leikbanni og fara beint í byrjunarliðið. Guðmundur Steinn og Jóhann Laxdal fara á bekkinn.
Fyrir leik
Hjálmar Örn, skemmtikraftur, spáir 0-1:
Risaleikur í Garðabænum en bæði lið verða hrædd og vilja ekki tapa. Leikurinn endar 0-1 fyrir Blikum.

Ég fæ þá fjölmiðlamenn sem veita mér félagsskap á eftir til að spá einnig í spilin.
Fyrir leik
Eitt mark var skorað þegar liðin mættust í fyrri umferðinni 3. júní, Hilmar Árni Halldórsson skoraði það úr vítaspyrnu og tryggði Stjörnunni sigur. Hilmar er kominn með 15 mörk í sumar, er fjórum mörkum frá markametinu.
Fyrir leik
Af blikar.is:
Liðin hafa mæst í 54 sinnum í öllum keppnum frá fyrsta leik árið 1970. Leikirnir 54 dreifast á 6 mót: A-deild (27), B-deild (12), Bikarkeppni KSÍ (2), Litla Bikarkeppnin (6), Lengjubikarinn(3) og Fótbolta net mótið (4). Blikar hafa unnið 23 leiki, Stjarnan 21 leik. Jafnteflin eru 10.
Fyrir leik
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks:
Stjörnumenn eru sterkir og það er mesta karlmennskan í þessu liði af þeim sem eru í deildinni. Við þurfum að mæta því ef við ætlum að fá eitthvað út úr þessum leik. Það eru fimm leikir eftir og ef við vinnum alla leikina held ég að við klárum þetta mót. Ég held að við þurfum 15 stig úr þessum síðustu fimm, Stjarnan og Valur eru með þau sterk lið og þetta er í höndum beggja liða. Þau eru í kjörstöðu og við þurfum að vinna þessa fimm síðustu leiki.
Fyrir leik
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar:
Blikaliðið er heilt yfir mjög gott lið og gert vel hingað til. Þeir eru stórhættulegir í sínum skyndisóknum. Það er þeirra helsti styrkur, öflugir leikmenn sem fara hratt upp. Við verðum að vera klókir þegar sú staða kemur upp. Við þurfum að eiga okkar besta leik. Ef við náum fínum úrslitum erum við í fínum málum þegar við mætum Val. Ef við töpum á morgun þá er staðan ekki sérstök.
Fyrir leik
Stjörnumenn fengu mark á sig í blálokin gegn Grindavík í síðasta leik og enduðu leikar 2-2. Dýrmæt stig sem Garðbæingar misstu af í þeim leik. Þórarinn Ingi Valdimarsson og Alex Þór Hauksson snúa aftur eftir að hafa verið í banni gegn Grindavík.

Stórir leikir framundan hjá Stjörnunni en á miðvikudag mætir liðið Val.
Fyrir leik
Valsmenn stöðvuðu sigurgöngu Blika í síðustu umferð, Blikar áttu slakan dag þá, en þetta er staða efstu liða fyrir leik kvöldsins:

1. Valur - 16 leikir, 35 stig
2. Breiðablik - 17 leikir, 34 stig
3. Stjarnan - 16 leikir, 32 stig
Fyrir leik
Heil og sæl! Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og Breiðabliks, STÓRLEIKUR með hástöfum á Samsung vellinum.

Ívar Orri Kristjánsson flautar til leiks klukkan 18:00. Kvöldleikur á föstudegi. Þetta á ekki að geta klikkað!
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Jonathan Hendrickx
8. Arnþór Ari Atlason ('81)
9. Thomas Mikkelsen
11. Gísli Eyjólfsson
15. Davíð Kristján Ólafsson
20. Kolbeinn Þórðarson
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman ('60)

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Elfar Freyr Helgason
11. Aron Bjarnason ('81)
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
27. Arnór Gauti Ragnarsson
45. Brynjólfur Darri Willumsson ('60)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Aron Már Björnsson
Þorsteinn Máni Óskarsson
Guðmundur Steinarsson

Gul spjöld:
Kolbeinn Þórðarson ('33)
Andri Rafn Yeoman ('59)
Arnþór Ari Atlason ('64)
Brynjólfur Darri Willumsson ('64)
Oliver Sigurjónsson ('86)
Aron Bjarnason ('92)

Rauð spjöld: