Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   fös 24. ágúst 2018 12:02
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Páll: Öll liðin þrjú eiga jafna möguleika á titlinum
Rúnar Páll Sigmundsson.
Rúnar Páll Sigmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég býst við hörkuslag," segir Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar um stórleikinn gegn Breiðabliki í Pepsi-deildinni á morgun.

Liðin eru ásamt Val að berjast um Íslandsmeistaratitilinn.

„Þetta eru tvö lið að berjast um stóra hluti og þetta eru mikilvæg stig í boði. Ég býst við mikilli baráttu og bráðskemmtilegum og fjörugum leik."

Hver er helsta ógn Blikaliðsins?

„Blikaliðið er heilt yfir mjög gott lið og gert vel hingað til. Þeir eru stórhættulegir í sínum skyndisóknum. Það er þeirra helsti styrkur, öflugir leikmenn sem fara hratt upp. Við verðum að vera klókir þegar sú staða kemur upp. Við þurfum að eiga okkar besta leik."

Hvernig metur Rúnar möguleika Stjörnunnar á Íslandsmeistaratitlinum?

„Möguleikar okkar eru jafnmiklir og Breiðabliks og Vals. Við eigum eftir að mæta þessum liðum. Ekkert af þessum liðum má misstiga sig og við erum meðvitaðir um að við þurfum að klára Breiðablik á morgun, svo metum við framhaldið. Við getum ekki farið meira fram úr okkur en það. Ef við náum fínum úrslitum á morgun erum við í fínum málum þegar við mætum Val. Ef við töpum á morgun þá er staðan ekki sérstök."

Allir heilir og ferskir
Leikurinn er 18 á laugardagskvöld og lýst Rúnari vel á leiktímann.

„Það er geggjað, frábært fyrir áhorfendur og fyrir okkur. Það er ótrúlega gaman að geta spilað í rökkrinu í flóðljósum. Þetta verður mikið fjör og það gæti myndast mjög góð stemning enda mikið í húfi. Það er engin spurning að fullt af fólki úr Garðabænum mun mæta og ég held að það verði fullt af fólki úr Kópavoginum líka."

Þórarinn Ingi Valdimarsson og Alex Þór Hauksson snúa aftur eftir að hafa verið í banni gegn Grindavík.

„Staðan á hópnum er feykigóð og allir heilir. Ævar (Ingi Jóhannesson) er kominn aftur á skrið og allt að gerast í þessu. Við erum í góðum málum, allir heilir og hrikalega ferskir," segir Rúnar Páll.

18. umferð Pepsi-deildarinnar:

laugardagur 25. ágúst
17:00 Víkingur R.-KA (Víkingsvöllur)
18:00 Stjarnan-Breiðablik (Samsung völlurinn)
20:00 Valur-Fjölnir (Origo völlurinn)

sunnudagur 26. ágúst
14:00 KR-ÍBV (Alvogenvöllurinn)
18:00 Keflavík-FH (Nettóvöllurinn)

mánudagur 27. ágúst
18:00 Fylkir-Grindavík (Floridana völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner