Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   fös 24. ágúst 2018 11:10
Elvar Geir Magnússon
Gústi Gylfa: Þurfum að mæta karlmennsku Stjörnunnar
Ágúst og aðstoðarmaður hans, Guðmundur Steinarsson.
Ágúst og aðstoðarmaður hans, Guðmundur Steinarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst telur að Breiðablik þurfi að vinna alla þá leiki sem liðið á eftir til að verða Íslandsmeistari.
Ágúst telur að Breiðablik þurfi að vinna alla þá leiki sem liðið á eftir til að verða Íslandsmeistari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður stórleikur í Pepsi-deildinni á morgun laugardag þegar Stjarnan og Breiðablik eigast við í 18. umferð. Þessi lið eru í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og býst Ágúst Gylfason, þjálfari Blika, við líkamlegum átökum í leiknum.

„Þetta verður skemmtileg rimma. Stjarnan er þannig lið að þetta verður líkamleg barátta. Bæði lið þurfa á sigri að halda og Samsung-völlurinn er þannig að það verður mikil barátta á gervigrasinu. Ég hugsa að þetta verði opinn leikur fram og til baka," segir Ágúst.

„Stjörnumenn eru sterkir og það er mesta karlmennskan í þessu liði af þeim sem eru í deildinni. Við þurfum að mæta því ef við ætlum að fá eitthvað út úr þessum leik. Auk þess þurfum við að sýna gæðin sem við höfum, þora að halda boltanum og nýta okkar tækifæri. Við þurfum í raun að eiga okkar besta leik í sumar til að fá eitthvað út úr þessu. Ef við náum öllu okkar fram þá vinnum við þennan leik."

Ég mæti á völlinn
Leikurinn verður klukkan 18 á laugardagskvöld, hvernig lýst Gústa á þann leiktíma?

„Við erum nánast aldrei í fríi svo það er ekkert heilagt fyrir okkur hvaða vikudagur er. Við æfum og spilum flesta okkar leiki á þessum tíma dags, það breytir engu hvort það sé laugardagur eða sunnudagur. Ég var ekki með nein plön þetta laugardagskvöld svo ég mæti allavega á völlinn!" segir Ágúst kíminn.

Þurfum að vinna síðustu fimm leikina
Nokkur meiðsli hafa herjað á leikmannahóp Breiðabliks að undanförnu og Willum Þór Willumsson og Arnór Gauti Ragnarsson eru tæpir vegna meiðsla.

„Það hefur verið mikið leikjálag og þá er þetta fylgifiskur. Það er spurning með Willum og Arnór, einnig Alexander Helga. Þetta eru þeir sem hafa verið frá og ekki spilað síðustu leiki, allir aðrir ættu að vera klárir."

Hvernig metur hann möguleikana á Íslandsmeistaratitlinum?

„Eins og staðan er þá erum við í toppbaráttunni. Við erum á svipuðu róli og Valur og Stjarnan. Það eru fimm leikir eftir og ef við vinnum alla leikina held ég að við klárum þetta mót. Ég held að við þurfum 15 stig úr þessum síðustu fimm, Stjarnan og Valur eru með þau sterk lið og þetta er í höndum beggja liða. Þau eru í kjörstöðu og við þurfum að vinna þessa fimm síðustu leiki," segir Ágúst.

18. umferð Pepsi-deildarinnar:

laugardagur 25. ágúst
17:00 Víkingur R.-KA (Víkingsvöllur)
18:00 Stjarnan-Breiðablik (Samsung völlurinn)
20:00 Valur-Fjölnir (Origo völlurinn)

sunnudagur 26. ágúst
14:00 KR-ÍBV (Alvogenvöllurinn)
18:00 Keflavík-FH (Nettóvöllurinn)

mánudagur 27. ágúst
18:00 Fylkir-Grindavík (Floridana völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner