Manchester City Academy Stadium
Landslið kvenna - Evrópumótið
Aðstæður: Steikjandi hiti, sólskin, 27°C og logn
Dómari: Tess Olofsson (Svíþjóð)
Áhorfendur: 3859
Grátlegt að vinna ekki þennan leik, tilfinningin var sú að Ísland var betra liðið hér í dag.
Þarna skall hurð nærri hælum. Ég hélt að Sandra væri brotleg þarna en sem betur fer var dæmd rangstaða!
Vel varið hjá Söndru! Wullaert með gott skot sem er á leiðinni í fjærhornið en Sandra ver boltann til hliðar og Belgar eiga horn.
Góð spyrna frá Karólínu sem Dagný skallar að marki en Evrard nær að blaka yfir!
Önnur hornspyrna.
Hvar er VAR??
— Nikola Djuric (@NikolaDejan) July 10, 2022
Hvað er þetta soft vÃti
— Óskar Smári (@oskarsmari7) July 10, 2022
Ãn grÃns vÃti á þetta? Úff
— Guðlaugur Valgeirsson (@GulliValgeirs) July 10, 2022
Þetta var alveg við vítateigslínuna. Rosalega finnst mér þetta harður dómur!
Svakalegur leikskilningur hjá miðverðinum og veit alltaf hvar hún á að vera!
Er að verða búinn að naga allar neglurnar. Berglind að bjarga þvà að þetta fari ekki verr hjá manni! #fotboltinet
— Johann Holmgrimsson (@Johannthor21) July 10, 2022
Boom!!! pic.twitter.com/bVcy7XBebp
— Gummi Ben (@GummiBen) July 10, 2022
SveindÃs Jane deserves a goal as well, has been so good.
— Lucas Arnold (@FotboltiLucas) July 10, 2022
KarólÃna er proper baller
— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) July 10, 2022
Núna er Sveindís að vinna enn eina hornspyrnuna fyrir íslenska liðið.
The hero the 🇮🇸 nation needs. #fotboltinet pic.twitter.com/pmw2NJFlLj
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) July 10, 2022
Stoðsending: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Karólína tók hornspyrnu, boltinn barst út fyrir teiginn og aftur á Karólínu sem á aðra fyrirgjöf. Sú seinni var með hægri fæti, á fjærstöngina þar sem Berglind var alein.
Berglind á skalla sem Evrard er í en boltinn endar í netinu og Ísland er komið yfir!!!!
Það var laglegt hjá Berglindi sem bætir upp fyrir vítaklikkið í fyrri. Skemmtileg staðreynd að móðir Berglindar heldur upp á sextugs afmæli sitt í dag!
BERGLIND BJÖRG ÞORVALDSDÓTTIR KEMUR ÃSLANDI YFIR! 1-0🤩🇮🇸👠pic.twitter.com/lX1F2U0seI
— RÚV Ãþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2022
Þessi sprettur hjá SveindÃsi, almáttugur 🤤🔥 #emruv
— Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) July 10, 2022
SveindÃs Jane 🔥 þetta hlaup, maður lifandi!
— Guðmundur Ãsgeirsson (@gummi_aa) July 10, 2022
Stelpur vinsamlegast skora og vinna svo við þurfum ekki að pæla à þessu vÃtaklúðri mÃnútu lengur. Must win leikur.
— Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) July 10, 2022
Skeiðar upp allan vallarhelming Belgíu og rúmlega það, stendur af sér eina tæklingu og kemst framhjá tveimur varnarmönnum. Hún á svo skot með vinstri fæti sem Evrard ver með sínum vinstri fæti og Ísland á horn.
GæðalÃtill fyrri hálfleikur, eigum rosalega mikið inni.
— Guðmundur Ãsgeirsson (@gummi_aa) July 10, 2022
Fyrri hálfleikurinn út à Póllandi var mjög slakur og þá komum við sterkari út à seinni. Treysti á að það sama gerist núna. Við þurfum að vinna þennan leik #fotboltinet
Sveindís með langt innkast.
Það er eitthvað um peysutog og tilraunir sem fara í belgíska varnarmenn. Þetta endar svo á tilraun frá Glódísi sem fer yfir mark Belgíu.
Besta leikflétta Belgíu í leiknum endar með því að Dhont fær boltann í teignum en blessunarlega fyrir Ísland þá hittir hún boltann illa og boltinn fer framhjá.
Tveimur mínútum bætt við.
Alltaf setja hann hægra megin ef markvörðurinn fer vinstra jesus
— jeppakall 69 doperman rakki (@jeppakall69) July 10, 2022
Við erum ekkert að fara að synda à færum à þessum leik....vonandi að þetta reynist ekki dýrkeypt. pic.twitter.com/9saYvr16i6
— Hrafn Kristjánsson 🇺🇦 (@ravenk72) July 10, 2022
Belgarnir reyna að hreinsa en hreinsa í Dagnýju og boltinn er nálægt því að fara af Dagný og í belgíska markið! Boltinn rétt yfir!
Ãsland fær vÃtaspyrnu eftir að boltin fer à hönd belgÃsk leikmanns inni à teig. Nicky Evrard, markvörður Belga, ver hins vegar frá Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Upp og áfram👊 pic.twitter.com/CEkAymx0IW
— RÚV Ãþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2022
Þetta var eitt slakasta vÃti sem ég hef séð! Koma svo áfram gakk samtðŸ™ðŸ»ðŸ’ªðŸ»
— Guðlaugur Valgeirsson (@GulliValgeirs) July 10, 2022
Evrard fer í rétt horn og ver spyrnuna frá Berglindi og heldur boltanum!
Spyrnan var ekki nægilega mikið út í hornið og heldur ekkert sérstaklega föst. Alls ekki nógu gott.
Fyrst er þó skoðun í gangi í VAR! Sveindís átti skot sem mögulega fór í hönd leikmanns Belgíu og þaðan aftur fyrir!
Sindri og félagar á trommunum eru alveg magnaðir
— Ãrni Þór Gunnarsson (@ArniThor8) July 10, 2022
Trommunar hefur svo mikið að seigja með að setja lÃnu à stemmarann á þessum völlum
VÃkingaklappið
Gæsahúð!#Fotboltinet #ISL #FyrirÃsland #ÃframÃsland #VelGert #Dóttir #EMrúv #RúvEM #TólfanKemur #StelpurnarOkkar
Tólfan heldur vel um taumana og stemningin er sérdeilis prýðileg hjá stuðningsfólki Íslands.
Sif vinnur boltann við miðlínuna, finnur Karólínu sem rennir boltanum áfram á Berglindi.
Berglind gerir allt rétt og finnur Sveindísi sem var á sprettinum inn á teiginn. Því miður hittir Sveindís boltann mjög illa, eða mögulega alls ekkert og tilraunin ver vel framhjá marki Belga. Vangheleuwe truflaði sennilega Sveindísi með tæklingu sinni og það gæti verið að hún hafi komist í boltann, þreytt það!
Evrard í markinu hleypur út í teiginn og handsamar boltann.
Fyrsta almennilega færi Ãslands à leiknum kemur á 26. mÃnútu, varnarmenn Belga gera hins vegar vel. pic.twitter.com/LarUmKpV1r
— RÚV Ãþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2022
Agalega er þetta stirt til að byrja með. Vonandi að stelpurnar slaki aðeins og nái upp smá spili.
— Hrafn Kristjánsson 🇺🇦 (@ravenk72) July 10, 2022
Ísland fær innkast sem Sveindís tekur.
Boltinn hrekkur út fyrir teiginn og svo fær Gunnhildur boltann úti vinstra megin. Gunnhildur reynir skot en hún virðist renna í skotinu og boltinn fer í hliðarnetið á marki Belgíu.
Sif var að elta Wullaert inn á miðjum vellinum og Karólína var snögg að lesa stöðuna og tók sér stöðu í hægri bakverðinum og komst fyrir fyrirgjöf.
Hinum megin er smá hætta í kjölfarið en Glódís gerir vel og er fyrst á boltann og hættan líður hjá.
Berglind Björg tekur upphafsspyrnuna, Ísland byrjar með boltann!
Íslenska liðið hélt á treyju númer 13 á liðsmyndinni fyrir leik. Liðið gerði það væntanlega vegna þeirra meiðsla sem Cecilía Rán Rúnarsdóttir varð fyrir á dögunum. Hún var í landsliðshópnum en varð fyrir því óláni að fingurbrotna á æfingu og verður ekki með á mótinu.
Eins og ég sagði áðan þá spilar Ísland í hvítum treyjum og belgíska liðið er í svörtum treyjum og rauðum stuttbuxum.
Rétt í þessu var lagið Ég er kominn heim spilað í hátalarakerfinu hér á vellinum og tóku stuningsmenn íslenska liðsins vel undir. Gæsahúðar augnablik!
Breski vallarþulurinn þylur upp byrjunarlið Ãslands #fotboltinet pic.twitter.com/sSaSvWoPmF
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) July 10, 2022
Evrard
Vangheluwe - Kees - De Neve - Philtjens
Vanhaevermaet
Cayman - Biesmans
Caigny
Dhont - Wullaert
Dhont er í framlínunni
Þar sem Ísland er skráð sem útilið í dag þá mun íslenska liðið spila í hvítum treyjum. Sama verður upp á teningnum í leik tvö gegn Ítalíu en liðið verður í bláa búningnum í lokaleik riðilsins gegn Frakklandi.
Eins og ég sagði áðan er tæplega þrjátíu gráðu hiti í Manchester og glampandi sól.
Stuðningsmenn Íslands eru byrjaðir að koma sér fyrir á vellinum og vallarþulurinn minnir fólk á að vera duglegt við að drekka vatn og bera á sig sólarvörn.
Ef einhver finnur fyrir óþægindum á að leita til öryggisvarða.
Stelpurnar gengu inn á völlinn rúmlega klukkutíma fyrir leik
Byrjunarlið Íslands er eins og gera mátti ráð fyrir. Það er nákvæmlega eins og liðið var í eina æfingaleik fyrir mótið, í 1-3 sigri gegn Póllandi. Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrirliði liðsins.
Ísland er að taka þátt í EM í fjórða sinn og aldrei hefur liðið unnið sinn fyrsta leik á mótinu. Vonandi tekst að breyta þeirri staðreynd í dag!
Fjórði leikur liðanna - Allt jafnt í tölfræðinni
Þetta er í fjórða sinn sem liðin mætast.
Fyrsti leikurinn var árið 2011 í undankeppni fyrir EM 2023. Þá gerðu liðin markalaust jafntefli á Laugardalsvelli.
Árið 2012 mættust liðin í Belgíu og þá unnu heimakonur 1-0 sigur.
Ísland vann svo leik liðanna á Algarve mótinu árið 2016. Lokatölur urðu 1-2 fyrir Ísland og voru það þær Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir sem skoruðu mörk Íslands.
Dagný skoraði gegn Belgíu árið 2016
Samantekt af svörum Steina og Söru - ,,Alltaf gaman að koma í Mekka"
Margrét Lára: Íslensk lið þurfa alltaf að eiga sinn besta leik til að ná úrslitum
Borghildur: Höfum ekki átt svona öflugt lið áður
Innköstin hennar Sveindísar hræða Belgana
Veit bara að það verða fleiri Íslendingar í stúkunni
EM 2017 var vonbrigðamót hjá íslenska liðinu. Liðið náði ekki að vinna leik og skoraði einungis eitt mark í keppninni.
Fyrsta markmið íslenska liðsins á EM í ár er að vinna leik.
Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir spennustigið í dag betra en það var fyrir mótið í Hollandi.
,,Já, ég finn að spennustigið er lægra, það er ótrúlega rólegt og yfirvegað yfir hópnum. Það er ákveðin reynsla hjá þeim sem hafa farið áður á stórmót og líka komin miklu meiri reynsla hjá ungu leikmönnunum með því að spila í stórum deildum í dag og spila stóra leiki. Mér finnst ótrúlega gott jafnvægi í hópnum. Við erum rólegar, yfirvegaðar og okkur líður ótrúlega vel. Spennustigið er mjög gott."
Sara Björk
Á fundinum kom fram að allar aðrar í hópnum væru heilar heilsu.
Teljum okkur vera betri
Landsliðsþjálfarinn sagði þá að hann telji íslenska liðið betra en það belgíska.
,,Við þurfum að vera aggresív, vera þétt og spila bara okkar besta leik. Þetta verður jafn leikur, Belgía er af svipuðum gæðum og við. Við teljum okkur vera betri og eiga góða möguleika á því að vinna en fótbolti snýst alltaf um að sýna það í hvert skipti sem maður fer inn á völlinn. Aðalmarkmiðið okkar á morgun er að spila góðan leik og eiga þá möguleika á því að vinna þennan leik."
Steini Halldórs
Frétt gærdagsins voru meiðsli Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur en hún fingurbrotnaði og verður ekkert með á mótinu. Þjálfarateymið ákvað að kalla Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving inn í hópinn.
,,Cecilía meiðist í upphitun, fær laust skot á litla fingur og hann brotnar. Framhaldið hjá henni er ekki ennþá alveg komið í ljós vonandi verður hún bara áfram með okkur. Við eigum eftir að fara yfir það með Bayern Munchen," sagði landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson á fréttamannafundi í gær.
Cecilía
Tess Olofsson frá Svíþjóð er aðaldómari leiksins en aðstoðardómarar eru Almira Spahic frá Bosníu og Franca Overtoom frá Hollandi. Fjórði dómarinn kemur frá Makedóníu og hollenskir dómarar sjá um VAR myndbandsdómgæsluna.
Tess Olofsson er í fullu starf hjá sænska fótboltasambandinu sem dómari. Hún er eina konan sem er í fullu starfi við slíkt. Hún varð árið 2020 fyrsta konan til að dæma í næst efstu deild karla í Svíþjóð.
Olofsson
,,Þetta er svona 60/40 Íslandi í hag, en þetta verður hörkuleikur eflaust," skrifaði Guðmundur.
Greinina um Belgíu má nálgast hér
,,Þær eru með ofboðslega góða leikmenn inn á milli og kannski best er Tessa Wullaert sem er í Fortuna Sittard í Hollandi. Hún var að spila með Manchester City og Wolfsburg og er bara rosalega góð. Þær eru margar að spila í Belgíu þannig ég myndi halda að okkar bestu séu betri en þeirra bestu," sagði svo Guðmundur í Innkastinu sem nálgast má hér.
Wullaert
Leikurinn fer fram á heimavelli kvennaliðs Manchester City: Academy Stadium. Leikurinn hefst klukkan 16:00 á íslenskum tíma (17:00 á enskum tíma). Auk Belgíu og Íslands eru Ítalía og Frakkland í riðlinum.
Leikurinn er í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV.