Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   lau 09. júlí 2022 21:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Manchester
Margrét Lára: Íslensk lið þurfa alltaf að eiga sinn besta leik til að ná úrslitum
Icelandair
Sú markahæsta frá upphafi
Sú markahæsta frá upphafi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Af æfingunni í dag
Af æfingunni í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir er ein af sérfræðingum RÚV í kringum EM kvenna sem nú fer fram á Englandi. Fótbolti.net ræddi við Margréti á meðan kvennalandsliðið æfði á Academy leikvanginum í Manchester þar sem liðið mun svo spila á morgun.

„Ég held að leikmönnum hljóti að líða ótrúlega vel. Hér er sól og blíða, frábærar vallaraðstæður. Það styttist óðum í leik, leik sem margar eru búnar að bíða eftir í fimm ár. Ég held ég að tilhlökkunin sé fyrst og fremst mikil og góð pressa. Það að koma hingað og æfa er góð næring held ég," sagði Margrét Lára.

„Mér finnst þessi völlur mjög flottur og einhvern tímann hefði hann talist mjög góður á kvennaknattspyrnu mælikvarða. En auðvitað gerum við kröfum og viljum hafa þetta stærra. Þetta mætti alveg vera töluvert stærra, bæði grasflöturinn og stúkan sjálf. Bláa hafið mun einoka stúkuna á morgun, er ekki í vafa um það, og stemningin mun verða góð."

Margrét heldur að það sé ekkert stress í leikmönnum. „Auðvitað gera sér allir grein fyrir mikilvægi leiksins á morgun en þessar stelpur eru orðnar svo sjóaðar í þessu öllu að ég hef ekki neinar áhyggjur af þeim. Þær munu finna rétt spennustig og koma held ég mjög öflugar til leiks."

Hvernig metur þú sigurlíkur Íslands á morgun?

„Þetta er held ég bara eins og flestir leikir þegar þú ert komin á lokakeppni Evrópumóts, þá eru þetta 50:50 leikir. Belgíska liðið er hörkugott, í hörkustandi og hefur í aðdraganda þessa móts náð góðum úrslitum og góðum frammistöðum. Eins og alltaf, og ég er búin að vera að tönglast á þessu í aðdragandanum, íslensk lið þurfa alltaf að eiga sinn besta leik til að ná úrslitum. Ég held það breytist ekkert á morgun. Við þurfum að eiga okkar allra besta leik til að ná hagstæðum úrslitum."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Margrét var spurð út í gagnrýni og umfjöllun um liðið sem og meiðsli Cecilíu.

Margrét Lára fór á tvö stórmót með íslenska landsliðinu en hún lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2019. Hún lék á sínum tíma 124 landsleiki og skoraði 79 mörk - er markahæst í sögu landsliðsins.
Athugasemdir
banner