Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 09. júlí 2022 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Crewe
Veit bara að það verða fleiri Íslendingar í stúkunni
Frá æfingu Íslands í Crewe.
Frá æfingu Íslands í Crewe.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er búist við miklum fjölda Íslendinga yfir til Englands á næstu dögum þar sem stelpurnar okkar eru að etja kappi á Evrópumótinu.

Það er mikill áhugi á okkar liði sem mætir Belgíu í fyrsta leik á mótinu.

Það er ekki eins mikill áhugi í Belgíu fyrir mótið, en liðið þeirra er á uppleið. Það er búist við því að okkar fólk muni eiga stúkuna á akademíuvellinum í Manchester.

„Mótið er ekki það stórt í Belgíu. Fólk er meira að fylgjast með Tour de France reiðhjólakeppninni þessa stundina. Það er íþrótt númer eitt í Belgíu þessa stundina, en kvennaboltinn er að vaxa mikið. Áhuginn varð meiri eftir síðasta mót og kemur áhuginn til með að aukast á þessu móti, sérstaklega ef liðinu gengur vel," sagði belgíska fréttakonan Hermien Vanbeveren í samtali við Fótbolta.net í gær.

„Það er mikið fjallað um mótið og fólkið sem vill sjá það og fylgjast með því, það getur gert það. Fótboltasambandið hefur líka lagt mikla áherslu á að auglýsa mótið. Það er mikill munur á mótinu núna og fyrir fimm árum, umfjöllunin er meiri."

„Ég er ekki með nákvæma tölu á því hversu mikið af fólki frá Belgíu verður í stúkunni, en ég veit það fyrir víst að það verða mun fleiri Íslendingar," sagði hún.

Leikurinn fer fram á akademíuvellinum í Manchester og tekur sá völlur um 4700 áhorfendur. Það er í raun skandall að svo lítill völlur sé notaður á EM, en að minnsta kosti munum við Íslendingar vera fjölmenn - og vonandi hávær - í stúkunni.

Sjá einnig:
Andstæðingar Íslands á EM: Belgía
Athugasemdir
banner
banner
banner